Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 77

Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 77
L I S T I R A4nl5l,re<,son: Fann bókina á fornbókasölu. ®an er hluti af leikmyndinni, kirkja Fals teiknuð af Hans. (Ég náði mér í þessa bók á fornsölu. Hún heitir „Besta leiðin til Muckle Flugga". Þetta er skemmtileg ferðabók en einnig hugleiðing- ar um hvað þessum fjórum eyþjóðum í Atl- antshafi er sameiginlegt og ábendingar um hugsanlegt samstarf þeirra á milli. Við lestur bókarinnar datt mér í hug að við íslendingar ósköpuðumst yfir því hve lítið hinar Norður- landaþjóðirnar vita um okkur, en sjálf vitum við svo óendanlega lítið um enn minni eyjar í hafinu.) Ég spyr hann hvort hann sé fróður um íslenska menningu. „Ekki get ég sagt það, en ég hef lesið þó- nokkuð af bókum Halldórs Laxness og fýrir nokkrum árum, þegar ég var að undirbúa tökur myndarinnar Ormsins rauða eftir skáldsögu Franks G. Bengtsonar, las ég allar íslendingasögurnar kerfisbundið til að kynna mér húsakynni og klæðaburð nor- rænna manna á miðöldum. Af gerð þeirrar myndar varð aldrei vegna fjárskorts." Hvernig datt þér í hug að gera söngleik úr Atómstöðinni? „Ég fann bókina á fornbókasölu og fannst vera mikil músik í henni. Þetta var fyrir u.þ.b. sex árum og ég var að vinna að revíu með Lenu Nyman. Lena varð strax Ugla í huga mér. Söngtextana sæki ég suma hverja beint í bókina, eins og söng ungmennanna sem vilja æskulýðshöll og turn fyrir fall- hlífarstökk. Að öðrum hef ég sótt hugmynd- ir í bókina, t.d. söng Uglu um að munnur sé helmingur koss og söng hennar í Móðir mín í kví, kví. í skáldsögunni er þetta kaflaheiti og allir íslendingar vita að höfundur er að tala um útburði og fóstureyðingar, en Svíar þurfa að heyra allan sönginn með skýringum til að skilja samhengið. Aðra texta sæki ég í annað sem Laxness hefur sagt og skrifað, t.d. ræðu hans við móttöku Nóbelsverð- launanna." Þegar ég sá hina gamansömu táknrœnu sýningu þína datt mér í hug að það vceri En liten ö i havet, vera ágætt nafn á sýning- una. Að vera lítil eyja í hafinu er máltæki á sænsku og merkir að standa einn og varnar- laus. Nafnið Lítil eyja í hafinu leiðir því hugann að íslandi, en líka öðrum „eyjum“ eins og Svíþjóð sem stendur varnarlaus gegn alheimsmenningunni sem skellur á okkur. Auk þess eru ýmsar persónur í leiknum litlar eyjar í hafinu, t.d. Aldinblóð." Talandi um eyjar, hefurðu komið til íslands? „Já, bæði að suntarlagi og vetrarlagi — og sá engan mun! Ég hef mikinn áhuga á eyþjóðum og þess vegna ferðaðist ég um fsland, Færeyjar, Hjaltland og Orkneyjar sumarið 1975 ásamt félaga mínum Kim Me- urling og við skrifuðum saman bók um ferðina." 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.