Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 78
L I S T I R
skrýtið að við íslendingar höfum aldrei sett
bœkur Laxness upp á þennan hátt.
„Ég veit ekki hvernig þið íslendingar haf-
ið sviðsett bækur Laxness og hef því miður
ekki heldur séð kvikmyndina Atómstöðin.
En mér finnst bókin, sem skrifuð er á við-
sjárverðum tímum í sögu íslands, vera súrre-
alísk, hlaðin táknum. Sú hugmynd sló mig
þegar ég las hana að hinar ólíku persónur
væru andlega skyldar. Fyrst sá ég skyldleika
organistans og Búa Árlands. Mér fannst þeir
vera eins og tvíburar sem alist hafa upp í
ólíku umhverfi og annar verður frelsari en
hinn svikari. Svo fór ég að hugsa um hvort
ekki væri líking með fleiri persónum og sá þá
skyldleika með Guðnýju Árland og stúlk-
unni í brauðbúðinni, Árngrími og kommún-
istanum og frú Árland og Kleópötru. Organ-
istinn segir um son Búa Árland að hlutir sem
liggi í saltvatni dragi í sig saltið. Fjölskyldan
Árland er öll saltlegin. Svo sá ég skyldleika
með matseljunni Jónu og móður organ-
istans, þó að önnur standi fyrir mannkær-
leika en hin vondan kristindóm. Þess vegna
datt mér í hug að láta alla leikara nema Uglu
fara með mörg hlutverk. Það er ekki sparn-
aðarráðstöfun eins og margir halda. Persón-
urnar eru ekki skýrum dráttum dregnar,
heldur eru þær skissur, skopmyndir. Ugla er
eina lifandi manneskjan meðal strengja-
brúða, ein sjáandi meðal blindra. Ugla er
tákn íslands og Guðrún litla dóttir hennar er
tákn framtíðarinnar. Ugla vill standa á eigin
fótum. Giftist að vísu lögreglu, en hann er
fangi...“
Hvaða erindi á Atómstöðin — sem er skrif-
uð fyrir 30 árum handa lítilli þjóð í vanda -
til Svía?
„Uppfærsla mín á Atómstöðinni er ekki
kennslustund í íslandssögu. Hinir sögulegu
atburðir á fslandi eru ekki mikilvægastir
heldur hitt að við smáþjóðir þurfum að
standa vörð um menningu okkar. Svíar eru
hræddir um að týna sjálfum sér og uppruna
sínum. Við höfum ekki verið jafn dugleg og
þið fslendingar að varðveita þjóðareinkenni
okkar og bandarísk áhrif eru því mjög mikil í
þjóðlífi okkar. Þó að við séum smáþjóð
erum við þó fleiri en þið og ábyrgðin dreifist
á fleiri; hér hugsar fólk frekar að aðrir geti
séð um að vernda sænska tungu og menn-
ingu. Ég vil þó ekki hvetja til neinnar afdala-
mennsku sem afneitar öllum erlendum áhrif-
um. Þið íslendingar eruð t.d. ákaflega al-
þjóðlegir vegna þess að þið leitið ykkur
menntunar út um allan heim. Eitt af því sem
mér finnst heillandi við Atómstöðina er að
þó að höfundur hvetji til að menn standi
vörð um eigin menningu er hún samt ein-
hverskonar varnarræða fyrir nútímalist. Það
þýðir ekki að skella hurðinni á heiminn.
Þjóðleg list verður allaf að vera alþjóðleg í
aðra röndina og alþjóðleg list þjóðleg. Ef
við lítum á kvikmyndir þá er t.d. Fellini
mjög ítalskur og Bergmann ákaflega sæn-
skur. Og jafnframt eru þeir alþjóðlegir. Eða
kúrekar og indíánar, hvað er staðbundnara
en kúrekar og indíánar? Og ná samt
heimsvinsældum.
Annað sem ég vil benda á með þessari
sýningu er hinn ameríski ofbeldishugsunar-
háttur sem er að skjóta rótum á Norður-
löndum. Fram að síðari heimstyrjöld voru
vopn svo að segja óþekkt hér á Norður-
löndum, en nú brýst ofbeldið fram t.d. í
morðinu á Olof Palme. Fyrsta hugsun flestra
Svía er þeir fréttu um morðið á Palme var að
nú væru hryðjuverkin komin til Norður-
landa. Við erum föst í netinu.“
Frumsýningardaginn birtist grein í Sænska
dagblaðinu eftir rithöfundinn Urban Ander-
son. Þar segir að Atómstöðin hafi aldrei átt
meira erindi við Svía, nánar tiltekið þeir
hlutar hennar sem fjalla um útþenslu amer-
ískrar lágmenningar og andstæður íslenskrar
hefðar og nútímamenningar. Gagnrýnandi
Sænska dagblaðsins efast hins vegar um að
Atómstöðin eigi erindi til þjóðar sem ekki
hefur Natóherstöðvar í landi sínu heldur
sovéska kafbáta í landgrunni. Auk þess
finnst honum sósíalismi Halldórs Laxness og
Hans Alfredsonar úr sér genginn og hlægi-
legur. Því svarar Hans Alfredson í sjón-
varpsviðtali að hefði sig grunað að einhver
tæki sýninguna sem sósíalískan áróður, hefði
hann kveikt á rauðum lampa með orðunum
OBS IRONI (ATH. HÁÐ) á viðeigandi
stöðum!
í Dagens Nyheter er leikstjóranum þakk-
að fyrir að draga Nóbelsskáldið upp úr hinni
norrænu menningarþoku, sem aðeins létti
einu sinni á ári þegar Norðurlandaráð veiti
bókmenntaverðlaun. En hann fær líka
skammir fyrir það. Einn gagnrýnenda segir
að skáldsagan Atómstöðin hafi sprengikraft
en Litla eyjan í hafinu sé blindsker í hafi
norrænnar samvinnu.
Ég hafði ekki hugsað mér að skrifa
leiklistargagnrýni. Ég vil bara segja að þó að
mér hafi ekki fundist sýningin algóð, finnst
mér óréttlátt að kalla hana blindsker í nor-
rænni samvinnu. Mér finnst hún mjög góð
kynning á íslenskum bókmenntum — og ís-
lensku þjóðlífi. Ég hef aldrei hitt Svía sem
hefur lesið íslenska bók, fyrir utan mann á
sjötugsaldri sem hefur verið ástfanginn af
Sölku Völku frá fyrstu kynnum. En nú veit
ég að bókmenntaklúbbur uppi í Luleá —
sem er langt frá Dramaten og útstillingar-
gluggum bókaforlagsins Rabén og Sjögren
þar sem Atómstöðin og fleiri íslenskar
bækur fá að vera í tilefni leiksýningarinnar
— er að lesa og fjalla um Atómstöðina.
Og hvað varðar landkynninguna þá finnst
mér betra að gert sé góðlátlegt grín að okkur
fslendingum en að sunginn sé eilífur hallelú-
jasöngur eins og gert er í sænskum fjölmiðl-
um. Því að þó að mér þyki vænt um föð-
urlandið og móðurmálið vil ég ekki vera
viðundur í öðrum löndum vegna uppruna
míns.
■ Eftir Björg Árnadóttur
JÓHANNA ÓLAFSDOrTlP
Listrænn
metnaður
íslenski dansflokkurinn
slær í gegn
STRAX Á FRUMsýningu í lok mars varð
Ijóst að íslenski dansflokkurinn flytur nú
ballett sem slær í gegn. Danssýningin Ég
dansa við þig eftir Jochen Ulrich hlaut þegar
mjög góða dóma listdansfræðinga og leik-
hússfólks yfirleitt, sýningin virðist ætla aö ,
auka vel áhuga fólks á verkefnum íslenska
dansflokksins sem er tímabært því flestar
sýningar flokksins hafa þótt mjög góðar,
listrænn metnaður og mikil fagmennska sit-
ur ætíð í fyrirrúmi og hlaut dansflokkurinn
Menningarverðlaun DV í vetur. í fjölmiðl-
um hefur sýningin fengið þau meðmæli að
vera einhver besta skemmtun sem boðið er
uppá á höfuðborgarsvæðinu í aprílmánuði-
Tónlistin skipar veigamikinn sess í sýning-
unni og byggir á vinsælum dægurlögum fra
millistríðsárunum í nýrri útsetningu. Höf-
undur hennar er Samuelina Tahija, EgiÚ
Ólafsson kemur textunum til skila í tali og
syngur og leikur undir á píanó. Jóhanna
Linnet syngur einnig í sýningunni en anna)
hljóðfæraleikur er fluttur af segulbandi fra
upprunalegu sýningunni í Þýskalandi. Joc-
hen Ulrich, sem er ekki aðeins höfundur
dansa, heldur og búninga og leikmyndar.
segir að verkið sé hugsað sem samræða
söngvara og dansara.
Dansarar að þessu sinni eru: Ásgeh
Bragason, Birgitte Heide, Björgvin Frið'
riksson, Ellert A. Ingimundarson, Friðrik
Thorarensen, Guðrún Pálsdóttir, GuðrU'
unda Jóhannesdóttir, Helena Jóhannsdótt'
ir, Helga Benhard, Ingibjörg Pálsdóttir-
Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir, Ólafi'3
Bjarnleifsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir,
Sigurður Gunnarsson, Örn GuðmundssoU'
Örn Valdimarsson og tveir gestadansarar,
Nýsjálendingurinn Athol Farmer og Fr»'
kkinn Philippe Talard. Stjórnandi uppfærsl'
unnar er Sveinbjörg Alexanders og A$'
mundur Karlsson sér um lýsingu.
78