Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 80

Þjóðlíf - 01.05.1987, Síða 80
L I S T I R Andrew Warhol er allur og Campbell‘s kaupir íslenskan kúfisk ÞEGAR MIKILMENNI hrökkva uppaf eru þau metin til stiga á verðlaunapöllum heimssögunnar. Andy Warhol er þekktasti ameríski listamaður eftirstríðsáranna og honum eru eignaðar nokkrar byltingar af samtíðarmönnum sínum. Ég hef tekið að mér það yfirlætisfulla hlutverk að meta War- hol til stiga og er niðurstaða mín þessi: Warhol var múrbrjótur, en aðallega vegna þess að hann hafði lag á að láta aðra brjóta fyrir sig. Walter Benjamín, einn merkasti kúltúr- skríbent aldarinnar, skrifaði grein um listina á tímum fjöldaframleiðslu og velti þar m.a. fyrir sér hvort nokkur munur væri á upphaf- lega listaverkinu og fjöldaframleiddum eftirlíkingum af því — að því gefnu að eft- irlíking væri jöfn að gæðum. . Benjamín komst að þeirri niðurstöðu að eftirlíkingin hefði ekki þá áru sköpunarinnar sem upp- haflega verkið hefði. Andy Warhol, sem var hvað starfsamastur á sjöunda áratugnum í New York, lagði sig í líma við að gera verk sín þannig úr garði að áran væri ekki með nokkru móti að þvælast fyrir. Hann valdi sér tækni og aðferðir sem auðveldar voru í notkun, eða réttara: hægt var að nota auðveldlega; silkiþrykk, polaro- id-myndavélar og kvikmyndavélina. Sömu reglur giltu um myndefni hans fyrstu árin, hann fékkst við það sem hendi var næst: hápunkta fjölmiðlafársins þar sem enginn greinarmunur var gerður á bflslysum, andliti Elísabetar Taylor, fréttamynd af aftöku í rafmagnsstól og Campbell’s-súpudósum. Myndefnið var fyrir augum allra og sérhver samstarfsmanna hans gat þrykkt ekta War- hol. Kaupandanum var ekki gefin nein trygging. Fyrir þetta varð Warhol fyrst frægur. Þær vindmyllur sem Warhol slóst við í listaheimi New York-borgar snúast ekki af sama afli lengur. Hámenningin er ekki jafn ósættanleg því sem þá var kallað lág- menning. í myndlistarheimi háborgarinnar var af- straktið mál málanna um 1960. Þegar litið er til baka er gaman að sjá hvað fullorðið fólk gat verið að velta sér upp úr í fullri alvöru. Menn fóru í hár saman út af túlkun á áferð tvívíðs flatar afstraktsmálverksins. Færð voru rök fyrir því að óhlutbundin list væri æðri en natúralískar eftirmyndir af umhverf- inu vegna þess að hún væri hrein sköpun, hápunktur skapandi starfs án allrar óþarfa tilvísunar, — ónáttúran uppmáluð. Það var í þessu umhverfi „hreinnar óhlut- bundinnar listar" sem Warhol og popplistin varð til. í stað þess að berjast við tvívíðan flöt blindrammans fóru þeir að „endur- spegla" eigið umhverfi með því að afmynda það á hráan og einfaldan hátt, taka hvers- dagslega hluti og vekja athygli á þeim, t.d. með því að stækka þá upp. Jasper Johns málaði ameríska fánann, gerði eftirlíkingar af bjórdósum úr bronsi, Roy Lichenstein sótti efni sitt í teiknimyndasögur og Cleas Oldenburg gerði risaeftirlíkingar af al- gengum heimilistækjum eins og varalitum, hamborgurum og innstungum (oft með skondnum erótískum tilvísunum). Warhol gerði silkiþrykkafsteypur af því sem hann nennti að komast í tæri við. Warhol tók myndir úr umhverfi sínu og endurprentaði. Hann gerði það illa og tryggði að listaverkið væri alltaf lélegra en fyrirmyndin, sem að öllu jöfnu var einhver fjöldaframleidd vara. Þrátt fyrir það gerði popplistaverkið (fremur en popplistamaður- inn) tilkall til að vera metið með mælikvörð- um hámenningarinnar, eða innan ramma listasögunnar, og að það væri farið með það sem slíkt, sýnt í galleríum o.s.frv. Þetta tókst. Tillegg popplistamannanna var að koma nútímanum aftur inn í sýningarsalina. Það umhverfi sem þeir lifðu í, stórborgin, var í raun svo óhlutbundin að það mátti allt eins gera tvívíð verk úr því beint eins og að listamaðurinn væri í sífellu að berjast við eigin hugarfóstur. Warhol var listamaður á tímum fjölda- framleiðslu. Það var yfirlýst stefna hjá hon- um að afmá öll verksummerki þeirrar sam- tengingar sem nútímalistin byggir á: tengslin milli þess sem skapar og sköpunarverksins. Gera sjálfan sig að vél, þó ekki að nafn- lausum fjöldaframleiðanda, heldur þvert á móti; gera sjálfan sig að ódauðlegu lista- verki. Hann stofnaði verksmiðju, The Fact- ory. Sem forstöðumaður smiðju sinnar gerð- ist hann slíkur fjölmiðlaprins að hann gaf hollívúddstjörnunum ekkert eftir. Hann þurfti ekkert að framleiða sjálfur, bara vera og skrifa undir. Warhol var ekki lengur framleiðandi heldur fjölmiðill og sjálfur orð- inn listaverk. Þeim mun minna sem hann gerði þeim mun áhrifameiri varð hann og peningarnir streymdu inn. Ef mælikvarðinn á áhrif Warhols væru galleríveggir nútímalistasafna væri hann ekki sérlega hátt skrifaður, enda voru verk hans fremur einhæf undir það síðasta. Mikil- vægi Warhols er utan listasafnanna. Hann var það sem í öðru samhengi er kallað frum- kvöðull, Edison skapandi lista. Litið er á Edison sem hinn dæmigerða upp- finningamann, Skaparann mikla. Sú mynd er þó ekki rétt því helsta afrek Edison var að koma á hópsamstarfi hugvitsmanna, sérfræð- inga og kaupsýslara. Hópar hans gengu skipu- lega til verks og hönnuðu þá hluti sem í sjón- máli voru á þeim tíma. Warhol lék í vissum skilningi svipað hlutverk fyrir skapandi list sjö- unda áratugarins. Hann veitti fólki tækifæri til að reyna sig, en ekki sem strangur umboðs- maður heldur með því að veita því aðstöðu og stimpla verk þess. Þó væri full mikið að sjá fyrir sér listamanna- gengi Warhols í hvítsloppuðum vinnuhópum eins og sérfræðinga Edisons. Fremur væri hægt að finna hliðstæðu í persónugalleríi Fellinis. Warhol bjó ekki til sinn eigin heim, heldur gerði hann neðanjarðarheim New Yorkborgar að sínum. Á meðan samlistamenn hans voru margir hverjir að berjast við að ná fullkominni óhlutbindingu kafaði Warhol niður í und- irheima eplisins með kvikmyndavél sína og segulband. Hann lét tæknina ekki þvælast fyrir sér: „lýsingin er léleg, tökurnar slappar og útkoman er eftir því, en fólkið er frábært". Honum tókst - með því að gera sem allra minnst sjálfur - að veita okkur innsýn í magn- aðasta suðupott heimsins. Styrkur hans fólst í algeru fordómaleysi, eða kaldlyndi hins vél- ræna gœgjara - sem myndavélin er ef hún er látin keyra óhindruð. Fyrstu myndir hans voru tilraunastarfsemi af einföldustu gerð; tökur af Empire State-bygg- ingunni þar sem vélin er látin standa óhreyfð og taka með vissu millibili. Hann tók slatta af svona myndum, af kossi, samförum, hár- greiðslu o.s.frv. Síðan komu neðanjarðar- myndirnar þar sem hann tók fyrir alla þætti utangarðslífsins og skráði beint. Hér er líklega að finna merkilegustu stúdíur á frústrasjónum vestrænnar menningar sem gerðar hafa verið. Frægasta mynd þessa tímabils er Chelsea Girls. Chelsea hótelið í New York var miðpunktur neðanjarðarlífsins. Þar ægði öllu saman: von- lausu sveitafólki sem ætlaði að meika það í stórborginni, fólki sem ætlaði en féll, geðsjúkl- ingum, dópistum og heimsfrægum rokkstjörn- um. Kynlífsflóran var slík að aids-vírusinn hefði vart getað fundið betri veislustað ef hann hefði verið vaknaður til lífsins. Warhol og samstarfsmenn tóku nokkra blómlega einstaklinga og stilltu þeim fyrir framan vélina og sögðu þeim hvað spólan væri margar mínútur og sögðu þeim að nú væri tækifærið. Myndin var sextán tíma löng, en yfirleitt sýnd með tveimur vélum í einu á átta tímum, en þriggja tíma útgáfa af henni er kúlt- mynd enn þann dag í dag. Þegar á leið tók leikstjóri Warhols, Paul Morresey, æ meira völdin og fór að gera ódýrar leiknar myndir þar sem sömu frústrasjónirnar voru matreiddar á stílfærðari og tæknilega öflugri hátt. Hér má nefna Flesh, Trash og Heat. Síðustu myndirnar sem Warhol skrifaði sig fyrir voru svo farsar sóttir beint í smiðju hollívúdd, Frankenstein og Drakúla. Sú fyrrnefnda var meira að segja gerð í þrívídd þannig að smiðjumenn Warhols voru hættir að gefa vesturstrandarmógúlunum eftir hvað tæknina varðaði. Myndir Warhols, um 80 talsins, eru ómetan- legar heimildir um samtíma okkar, en hann kom líka á framfæri áhrifamestu rokkhljóm- sveit síðari tíma, The Velvet Underground■ Hann ásamt þeim Lou Reed og John Gale eru með réttu titlaðir afar pönksins. Warhol varð frægur fyrir að ganga fram a* fólki og fyrsta áratug heimsfrægðar sinnar tókst honum aðdáunarlega vel upp. Svo vel 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.