Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 82
L I S T I R
Góður Krimmi
Líkið í rauða bílnum
ÓLAFUR HAUKUR Símonarson er rithöf-
undur, sem bindur sig ekki við eitt form
bókmennta. Hann hefur skrifað ljóð, skáld-
sögur, leikrit, söngtexta og um síðustu jól
tekst hann á við enn eitt formið, spennusög-
una.
Ég verð að viðurkenna að ég tók mér
þessa bók ákaflega tortryggin í hönd. Sem
mikill aðdáandi spennusagna gat ég ekki
ímyndað mér að íslenskur höfundur gæti náð
fram réttu andrúmslofti spennusögu í ís-
lensku umhverfi. En það var nú gott á mig.
Ólafur gerir einmitt jjetta á mjög sannfær-
andi hátt.
Sögusviðið er afskekkt þorp á Vestfjörð-
um og söguandhetjan er rammíslenskur
alkóhólisti úr Reykjavík. Hann ætlar að
flýja vandamál sín úr borginni í frið og ró
sveitasælunnar og gerist réttindalaus kennari
í dönsku og ensku.
Jónas (andhetjan) fær smjörþefinn af
þorpsslúðrinu á leið sinni til Litla-Sands hjá
ræðnum rútubdstjóra, sem hefur gaman af
að tala í hálfkveðnum vísum. Meðal annars
kemst hann að því að forveri hans hvarf eina
nóttina út í buskann á nýjum bíl leigusala
síns og lét ekki sjá sig meir. Þarna í rútunni
Sálmabækur
og biblían
Fermingar setja
svip á bókamarkaðinn
ÞJÓÐLÍF HEFUR hleypt af stokkunum
nýjum þætti sem við köllum Metsölulista
Þjóðlífs. Við könnum hvaða bækur seljast
best í hverjum mánuði hjá stærstu bóka-
búðum landsins og skiptum þeim til að byrja
með aðeins í tvo flokka, bækur á íslensku og
bækur á erlendum málum. Síðar er ætlunin
að hafa undirflokka svo sem skáldsögur,
vísindarit, barnabækur og ævisögur, svo
nokkuð sé nefnt. Söluhæsta bók hvers mán-
aðar verður þó ávallt nefnd sérstaklega,
sama hverjum flokki hún heyrir til.
Að þessu sinni var könnuð salan hjá tíu
bókabúðum, bæði í Reykjavík og utan
hennar. Á þessum árstíma er mest hreyfing
á sálmabókum og Biblíunni, enda fara
fermingar fram í aprílmánuði. En listinn
lítur þannie út:
hefst sagan af dularfulla kennarahvarfinu og
forvitni Jónasar er vakin. Ólafi tekst að
flétta saman morðgátunni, sögu þorpsins (og
þorsksins), sögu sögumanns og sögu hinnar
allsráðandi fjölskyldu á skemmtilegan hátt.
Skólinn er að einhverju leyti smækkuð
mynd af valdastrúktúr þorpsins. f honum
ríkir hálfgerð upplausn og yfir honum trónir
Hannes skólastjóri, sem stjórnar honum af
sömu harðýðgi og hann stjórnar litlu gráu
konunni sinni með grátviprurnar. Hann
fyrirlítur nemendur og kennara, en þó eink-
anlega menntun. Hann lítur á skólann sem
tímabundinn geymslustað fyrir verðandi
fiskverkunarfólk. Björn vinur hans í hrepps-
nefnd stjórnar þorpinu á sama hátt og hann
heldur föður sínum í bóndabeygju alkóhól-
ismans og systur sinni í „greipum óttans“.
Jónas verður sífellt forvitnari um forvera
sinn. Hann fær fleiri og fleiri útgáfur af
slúðri þorpsins og brátt fer honum sjálfum
að finnast hann vera fórnarlamb ráðandi
afla. Vart er hægt að snúa sér við í þessu litla
þorpi án þess að fylgst sé með. Hver segir
satt? Hverjum á að trúa? Hver er geðveikur,
þegar hver bendir á annan? Góðar spurning-
ar í góðri spennusögu. Allir grunsamlegir og
flestir flæktir í gruggugar slúðursögur.
Andhetja okkar er ákaflega trúverðugur
alkóhólisti, sem þorir ekki að horfast í augu
við eigin vandamál, en flækir sér í vandamál
geðveikrar fjölskyldu og rekur nef sitt í
stórhættulega koppa, þorir ekki að takast á
við eigið líf, en hefur kjark til að skoða
fiskétið lík í frystiklefa um miðja nótt.
Einn besti kafli bókarinnar lýsir á átakan-
legan hátt drykkjumanninum, sem drekkur
gegn vilja sínum. Sá kafli sýnir geðklofa alk-
ans, sem stjórnast af áfengisfíkninni þótt
viljinn og skynsemin segi allt annað.
I stuttu máli tekst Ólafi að setja fram
ótrúlega atburðarrás á trúverðugan hátt. Og
þrátt fyrir sorgarsögu mannlegrar eymdar er
sagan alltaf skemmtileg. Ólafur hefur léttan
og kíminn stíl og er greinilega hinn rennileg-
asti penni. Ég hnaut aðeins um tvær stafsetn-
ingarvillur, en ég læt verðandi lesendur um
að finna hana sjálfa. Þessa bók las ég í einni
striklotu eins og vera ber um góðan krimma.
i Eftir Ragnheiði Óladóttur
METSÖLULISTI ÞJÓÐLÍFS
Bækur á íslensku
1. Sálmahók. Hið íslenska Biblíufélag.
2. Bihlían
3. Orðabækur
4. 100 ára einsemd. Gariel García Marquez.
Mál og menning.
5. Brjóstsviði. Nora Ephron. Svart á hvítu.
6. Martröð. í flokknum Isfólkið, Margit Sandemo.
7. Tengsl. Stefán Hörður Grímsson.
8. Fuglar íslands. Hjálmar Bárðarson.
Bækur á erlendum málum
1. A Matter «f Honor. Jeffrey Archer.
2. Wanderlust. Danielle Steel.
3. Taming a Seahorse. Robert B. Parker.
4. HallywelPs Film Guide.
5. A Perfect Spy. Jolin le Carré.
6. Demon Box. Ken Casey.
7. IMI take Manhattan. Judith Krantz.
8. Less than Zero. Brett Easton Ellis.
I
>
i
82