Þjóðlíf - 01.09.1987, Qupperneq 10
ERLENT
komist að því hvar skjóta eigi þeim á loft.
Þær segja síðan að fyrst þær geti auðveldlega
komist að þessu geti sovéska leyniþjónustan
KGB vart verið í vandræðum. Hvers vegna
öll þessi leynd? Er ekki bara verið að skapa
falska öryggistilfinningu hjá almenningi? —
spyrja þær.
í öðru lagi vilja þær sýna almenningi fram
á að athafnir herliðsins séu einungis skrípa-
leikur og að kjarnorkuvopnin skapi falskt
öryggi, með því að stöðva og tefja herflutn-
ingalestirnar þegar þær eru á leiðinni til og
frá æfingum. Eins og ein konan komst að
orði: „Fyrst okkur tókst að stöðva eina her-
gagnalestina og tefja í um hálftíma með því
að troða kartöflum í púströr bílanna, er það
þá ekki fásinna að ætla að slíkar lestir geti
varið einhverja gegn kjarnorkuárás?"
Þó svo kartöflurnar komi oft að góðum
notum þá er málningin aðalvopnið þeirra.
Þegar herflutningalestirnar fara inn og út um
hliðin á Greenham Common standa þær til-
búnar með málningu til að skvetta á fram-
rúður bifreiðanna. Lögreglan á staðnum, oft
nálægt eitthundrað manns, reynir hins vegar
að koma í veg fyrir að þeim verði ágengt og
því kemur oft til átaka sem iðulega enda með
handtökum einstakra kvenna,
Konurnar halda því fram að lögreglan
beiti þær siðlausu ofbeldi. Nóttina áður en ég
heimsótti þær kom til átaka og lýstu þær fyrir
mér m.a. hvernig ein konan var dregin á
andlitinu eftir götunni. Einnig þennan dag
héldu flestar konurnar til lögreglustöðvar-
innar í Newbury, en Greenham Common er í
umdæmi hennar, til að mótmæla aðferðum
lögreglunnar um nóttina.
Annað sem konurnar gera oft er að klippa
gat á girðinguna og fara inn á svæðið með
málningu sem þær sletta á vélar og tæki og
eru þær oft handteknar við þessa iðju.
Vegna átakanna og handtakanna fer stór
hluti af baráttu þeirra fram í réttarsölunum,
því varla líður sú vika að eitthvert dómsyfir-
valdið fjalli ekki um mál einhverra þeirra. I
apríl og maí voru t. d. sex til átta konur í haldi
í um sjö vikur. 150 konur bíða dóms og ef
þær verða fundnar sekar verða þær dæmdar í
25-100 sterlingspunda sekt (u.þ.b. 1.500-
6.000 ísl kr.). Þær konur sem neita að greiða
og ekkert eiga eru settar í skuldafangelsi.
Konurnar telja þennan anga baráttu sinn-
ar mikilvægan því að í réttarsölunum afhjúpi
samtryggingarkerfið sig. Valdhafarnir viður-
kenna ekki aðrar forsendur en sínar eigin, að
sögn kvennanna, og þegar málefni þeirra séu
tekin fyrir í sölum réttvísinnar megi sjónar-
mið þeirra og hugmyndir um frið og bræðra-
lag sín lítils gegn lagakrókum sem kveða á
um óspektir á almannafæri eða skemmdir á
eigum annarra, svo eitthvað sé nefnt. Þetta
finnst konunum ekki samrýmast markmið-
um lýðræðisþjóðfélagsins og því vilja þær
vekja athygli almennings á þessu. Þær telja
andstöðuna við kjarnorkuvopnin og þann
hugsunarhátt sem knýr áfram framleiðslu
þeirra vera valkost í samfélagi nútímans -
valkost sem ekki sé viðurkenndur af vald-
höfum og því þurfi að berjast með öllum
tiltækum ráðum fyrir tilvist hans og viður-
kenningu.
SAMFYLKING EINSTAKLINGA. Konurn-
ar eiga sér engin formleg markmið eða
stefnuskrá. Allar konur sem vilja geta slegið
þarna upp tjöldum sínum án nokkurra ver-
aldlegra eða andlegra skuldbindinga. Þær
eiga sér engan leiðtoga eða talsmann og að-
gerðir þeirra stjórnast því gjarnan af frum-
kvæði einstaklinga.
Eins og segir að ofan sameinast þær í
aðgerðunum, en forsendur þeirra fyrir þeim
og fyrir því að dvelja í Greenham Common
eru ólíkar og einstaklingsbundnar. Sumar
konurnar sem ég ræddi við lögðu áherslu á
að barátta þeirra væri ekki síður kvenna-
barátta en barátta gegn kjarnorkuvopnum.
Töldu þær sig minna á það að viðhorf kvenna
væru lítils virt í valdatafli karlmanna og karl-
kvenna eins og Margrétar Thatchers, for-
sætisráðherra Breta. Minna bar á því að
konurnar tengdu baráttu sína andstöðu við
auðvaldssamfélagið. Samt voru nokkrarsem
sáu þessa baráttu sem hluta af baráttunni
gegn efnishyggju og áhrifamætti eða
drottnunarvaldi fjármagnsins. Bentu þær
einmitt á að þeirra fábreytta og nægjusama
efnislega líf í tjaldbúðunum sýndi fram á að
peningarnir og neysluhyggjan hefðu á
síðustu áratugum dregið almenning á asna-
eyrunum. Flestar bundu þær vonir við sigur
Verkamannaflokksins í kosningunum í vor,
en hann boðaði þá kjarnorkuvopnalaust
Bretland og lofaði að bandarísk kjarnorku-
vopn yrðu fjarlægð frá herstöðvum Banda-
ríkjamanna í Bretlandi, og þ.m.t. Greenham
Common, innan fárra vikna, kæmist hann til
valda. Það gætti þó dálítillar tortryggni í garð
flokksins og voru sumar konurnar þeirrar
skoðunar að hann hefði aldrei staðið við
þetta loforð. Ein konan komst svo að orði að
flokkurinn væri mannlegri og húmanískari
en aðrir flokkar á þingi og hann hefði
svipaðar hugmyndir um óréttlæti og kon-
urnar en hins vegar virtist flokkurinn vanfær
um að framkvæma stefnu sem endurspeglaði
þessa þætti flokksins. Hugmyndafræði
græningja höfðar mjög til kvennanna, en
kosningafyrirkomulag hér í Bretlandi gerir
„Nóttina áður en ég
heimsótti þær kom til
átaka og lýstu þær fyrir
mér m.a. hvernig ein
konan var dregin á
andlitinu eftir götunni.“
það að verkum að þeir munu að líkindum
aldrei öðlast áhrif og því er það að Verka-
mannaflokkurinn getur talið sér atkvæði
kvennanna nokkuð vís. Ein konan taldi, að
ein af forsendum hennar fyrir því að búa í
Greenham Common væri kristin trú. Hún
sagði, að hún og önnur til væru þær einu sem
væru trúaðar og fengju þrek og kraft frá
Guði. Taldi hún að friðarbaráttan sem að-
gerðirnar þarna væru hluti af, væri kærleiks-
boðun og að kjarnorkuvopnin væru ógnun
við það líf er hinn almáttugi Guð skóp.
Það er því ljóst að það kennir ýmissa grasa
í samfylkingu kvennanna í Greenham
Common og því undrar það ekki að þær búa
við stjórnfyrirkomulag sem er einskonar
sambland af grasrótarlýðræði og stjórnleysi.
Sérhver einstaklingur er frjáls sinna ferða og
gerða og hann lýtur engri forystu.
Þegar ég undirbjó komu mína og ræddi
við tvo tengiliði kvennanna reyndist það mér
með öllu ómögulegt að fá uppgefið nafn á
einhverri konu sem væri vel fallin til við-
ræðna. Þær konur sem verið hafa hvað lengst
eru hins vegar að sumu leyti eðlilegir tals-
menn kvennanna og þegar ég kom í aðalhlið-
ið (en konurnar skipta sér á þau fjögur hlið
sem eru á herstöðinni) var það nokkuð Ijóst,
að Sarah Hipperson og Jean Hatchinson
virtust hinir sjálfsögðu viðmælendur mínir.
Aðrar konur í því hliði véku sér hálfpartinn
undan spurningunum og mæltu vart nema
þegar Sarah eða Jean veltu boltanum yfir til
þeirra. Konur í öðrum hliðum koma í aðal-
hliðið til þess að fá vatn og sækja póst og þvl
eru búðirnar þar einskonar upplýsingamið-
stöð og aðalbækistöð. Þegar ég heilsaði uppa
konur í öðrum hliðum bar óneitanlega á svo-
lítilli óánægju með það að konurnar í aðal-
hliðinu væru einskonar sjálfskipaðir forystu-
og talsmenn. Það er því augljóst að konurnar
vilja forðast að ákvarðanavaldið færist á
hendur fárra og í hugum sumra er andstaðan
við vald ein af grunnforsendum samfylk-
ingarinnar. Hins vegar komast konurnar
ekki frekar en aðrir framhjá þeim erfiðleik-
um sem óljós hlutverkaskipan einstaklinga i
hóp sem vinna á að sameiginlegu marki, hef-
ur í för með sér.
AÐ FÓRNA SÉR. Við hliðin fjögur á her-
bækistöðinni eru að jafnaði samtals rúmlega
100 konur, en færri en þrjátíu þeirra eru þat
allt árið um kring. Flestar konurnar eru '
ákveðinn tíma í senn, t.d. tvo daga í viku.
eina viku á mánaðar fresti, þrjá mánuði á án,
o.s.frv. Síðan eru alltaf einhverjar konur sem
koma, dvelja í einhvern tíma, - fara og láta
aldrei sjá sig aftur. Mér sýndust konurnar
vera í yngra lagi en meðalaldur þeirra fékk ég
ekki staðfestan. Þær konur sem ég ræddi við
sögðu að þó svo að ég sæi einkum konur
undir þrítugu væri það ekki marktækt úrtak.
Ég verð að viðurkenna að aðbúnaður og
lifnaðarhættir kvennanna komu mér á óvart.
Allur matur var eldaður í illa hirtum pottum
10