Þjóðlíf - 01.09.1987, Side 11

Þjóðlíf - 01.09.1987, Side 11
ERLENT ASGEIR FRIÐGEIRSSON • Friðarbúðir kvenna við „Rauða" hliðið í Greenham Common. Barnavagninn er matarhirslan en til hægri rýkur úr eldstónni ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON • Alison fær sér brauð með marmelaði með morgunkaffinu. og pönnum á hlaðinni eldstó. Matarhirslan var drullugur barnavagn og öll hreinlætisað- staða var í lágmarki. Mér fannst daunn eða óþefur liggja yfir. en kaffið bragðaðist þó með ágætum. Tjöldin sem þær taka niður á hverjum degi að skipan lögreglu vegna þess að þær tjalda án heimildar, eru hin ágætustu en margar af yngri konunum sofa undir ber- um himni. Mér verður strax hugsað til vetrarins og ég inni þær eftir því hvort frostið geri þeim ekki oft gramt í geöi. Pær svöruðu því til að frostið væri ekki verst því það væri hægt að klæða af sér. Hins vegar væri rigningin og vosbúöin ömurleg því þegar tjöldin og fötin blotnuðu einu sinni væri erfitt að þurrka þau. Þá sjald- an stytti upp væri loftið það rakt að það tæki heila eilífð að þurrka einar brækur. Þegar ég spurði konurnar hvað hefði fengið þær til að fórna sér fyrir málstaðinn, svöruðu þær því til að þær Iitu alls ekki á þetta sem fórn. Þær sögðust hafa valið þenn- an lifnaðarmáta, - þær sögðust vilja hafa þetta svona. Þær töldu að svona líf væri í raun andstætt þeim hugsunarhætti sem þrifist inn- an girðingar bækistöðvarinnar og því væri það hluti af baráttu þeirra. Ein kona, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er einstæð móðir með tvö börn. Hún dvelur þarna alltaf öðru hvoru, nokkra daga í senn og skilur börnin eftir hjá ættingjum. Ég spurði hana hvort hún Iiti ekki á þetta sem fórn. Henni gekk erfiðlega að svara þessari spurningu. Hún svaraði henni með mjög almennum orðum og sagði að hún teldi sig, með veru sinni í Greenham Common, vera að huga að framtíð barna sinna. Það reyndist erfitt að fá konurnar til að ræða þau persónu- legu átök sem að mínu mati hljóta að liggja að baki ákvörðun eins og þeirri að setjast að í Greenham Common, því með því að lifa þar segja konurnar að sumu leyti skilið við það samfélag sem ól þær af sér og þær eiga rætur sínar að rekja til. Yfirleitt voru svörin við spurningunum þar að lútandi á þá leið að tilgangurinn með veru þeirra þarna réttlætti það persónulega og tilfinningalega erfiði sem þær hefðu gengið í gegnum. Annars var það augljóst að konurnar þarna í Greenham Common styrkjast við mótlætið. Þær sögðu mér að sjaldan væri baráttuandinn sterkari og krafturinn meiri en á köldum og votum vetrarmánuðum, eða eftir átök við lögreglu þar sem hún hefði beitt öllum sínum fólskubrögðum, - barið þær og beitt líkamlegu ofbeldi, kastað í þær svínaskít og annað í þeim dúr. Eftir að Sovét- stjórnin gerði Bandaríkjamönnum tilboð ný- 'ega um afnám allra meðal- og skammdrægra hjarnorkuvopna en við það hafa aukist mjög hkur á samkomulagi sem hefði í för með sér 3ð kjarnorkuvopnin í Greenham Common yrðu tjarlægð, birtist í blaðinu Guardian hér í Bretlandi frétt þess efnis að slíkt samkomu- 'ag teldu konurnar í Greenham Common ekki sigur og því yfirgæfu þær ekki tjöld sín. Kjarnorkuhugsunarhátturinn væri enn til staðar og honum þyrfti áfram að berjast gegn. Að mínu mati er samfélag kvennanna í Greenham Common orðið að markmiði í sjálfu sér — enda kom það fram hjá mörgum kvennanna að það stæði í raun fyrir svo margt og væri í raun margþætt andhverfa hins „venjulega lífs". Þegar svo er komið er í raun ekki hægt að sjá enda þess samfélags nerna maður trúi því að slíkt sé hrörnunar- merki. Ekki ætla ég að fara að spá um örlög þessa samfélags. Hins vegar tel ég fullvíst að konurnar verða þarna áfram í allnokkur ár, því eftir að hafa fallið í gleymsku og hlotið slæma meðferð yfirvalda þá eru þær þarna enn og enn fullar bjartsýni og trúar á mann- kynið. • Ásgeir Friögeirsson 11

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.