Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 15

Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 15
ERLENT der bpiegel orsiða Der Spiegel þar sem fjaliað er um aTsögn Brands aö miðstjórn flokksins yrði kölluð saman til aö kjósa nýjan formann. Þaö var án efa ekki létt fyrir annan eins stjórnmálaskörung og Willy Brandt að binda enda á pólitískan feril sinn með þessum hætti °g margir hefðu vissulega unnt honum þess að hverfa úr framlínu vestur-þýskra stjórn- wála á annan og glæsilegri hátt. Allt um það er óhætt að segja að Brandt hafi komist heill frá þessari persónulegu og pólitísku raun. Pegar hann las yfir félögum sínum í síðasta sinn sem formaður á auka- Þingi jafnaöarmanna í júní síðastliðnum, sáust þess engin merki að hann gengi beygð- nr frá borði. Þvert á móti flutti hann bein- skeytta og rismikla tölu, sem var full af bjart- sýni og baráttugleði. í stað þess að setja ofan 1 við flokksbræöur sína fyrir aö hafa hrakið hann af formannsstóli, notaði hann tækifær- 'ö til að brýna fyrir þeim nauðsyn samstöðu °g einingar og eggja þá til dáða. Lokaræðu formannsins var að vonum vel tekið. Þegar hann lauk máli sínu risu allir fundarmenn úr sætum og hylltu þennan aldna og stórbrotna stjórnmálaskörung með langvinnu lófataki. ÞAÐ HAFA MARGIR lækir skolast til sjávar frá því að Willy Brandt tók við formennsku í jafnaðarmannaflokknum árið 1964. Áður hafði hann getið sér orð sem borgarstjóri í Berlín (1957-1966), þar sem hann naut mik- •ha vinsælda - og nýtur enn. Þegar Brandt varð formaður naut jafnaðarmannaflokkur- ínn fylgjs rúmlega 36 af hundraði kjósenda. A næstu árum fór fylgi flokksins hins vegar °rt vaxandi og í byrjun 8. áratugarins komst Það í um 45%, þegar best lét. Árið 1966 ■ttynduðu jafnaðarmenn samsteypustjórn 'feð pólitískum fjendum sínum, kristilegum öemókrötum, sem var við völd í þrjú ár. Að loknum þingkosningunum 1969 gengu • Willy Brandt jafnaðarmenn til stjórnarsamstarfs við frjálsa demókrata og Brandt var kjörinn kanslari. F*ví embætti gegndi hann til ársins 1974, en þá sagði hann af sér, þegar upp komst að einn nánasti samstarfsmaður hans var austur-þýskur njósnari. Eftirmaður Brandts var Helmut Schmidt, sem sat á kanslarastóli næstu 8 árin, eða til ársins 1982, þegar frjáls- ir demókratar sögðu skilið við jafnaðarmenn og gengu til liðs við kristilega demókrata og systurflokk þeirra, kristilega bandalagið í Bæjaralandi. Þrátt fyrir að Brandt hafi orðið að segja af sér vegna njósnamálsins á sínum tíma, tókst honum þá sem endranær að bera höfuðið hátt. Margir töldu líklegt að þetta áfall riði honum að fullu sem stjórnmálamanni en það var öðru nær. Hann var áfram formaður flokksins og hafði sín áhrif á stjórnarstefn- una, allt þar til samstarfi jafnaðarmanna og frjálsra demókrata lauk. Enda þótt Willy Brandt hafi verið um- deildur kanslari, er enginn vafi að hann átti drýgstan þátt í að endurnýja álit þjóðverja • Óskar Laf ontaine er helsti talsmaöur róttækaii arms vesturþýskra jafnaöarmanna og taldl ósigur þeirra í kosningunum í vor hafa stafaft af rangri afstöðu til graeningja 15

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.