Þjóðlíf - 01.09.1987, Side 20

Þjóðlíf - 01.09.1987, Side 20
ERLENT átökum innan sænska alþýöusambandsins og flokks krata og milli þessara voldugu aöila. Hafa fréttamenn kallað þetta rósastríð með tilvísun til tákns sósíaldemókrata og innan- landsstyrjaldarinnar í Englandi á 15. öld. Hafa þar opinberlega verið aðalleikarar þeir Kjeld Olof Feldt fjármálaráðherra og Stig Malm formaður alþýðusambandsins. Sjálfir vilja þeir þó gera lítið úr ágreiningnum og segja hann fyrst og fremst blaðatilbúning. í haust eru lausir samningar á hinum al- menna vinnumarkaði og má reikna með nokkuð hörðum átökum (á sænskan mæli- kvarða). Stig Malm hefur lýst því yfir að alþýðusambandinu þyki óþolandi að horfa upp á kampavínsærða fjármálahvolpa þéna stórfé á kauphallarbraski á sama tíma og sænskir verkamenn sætti sig við kjarastöðn- un. (Raunar notuðu sósíaldemókratar ímynd eins slíks „fjármálahvolps" sér til framdráttar í síðustu kosningabaráttu. Var víða birt mynd af vel snyrtum ungum manni sitjandi í opnum sportbíl með kynhreinan dalmatianhund sér við hlið og sagðist sá kjósa sósíaldemókrata því hann vildi fá röð og reglu á sænskt hagkerfi.) Fjármálaráð- herrann hefur talað um að menn verði að halda aftur af sér við komandi samninga og imprað á þriggja til fjögurra prósenta launa- hækkun. Jafnframt hefur hann tekið illa í allar kröfur um nýjar eða hertar álögur á fyrirtæki. Og hagfræðingar alþýðusam- bandsins hafa talað um 5% launahækkun. Allverulega hærri kröfur heyrast frá hin- um almenna félagsmanni og einn þeirra er hvað harðast gagnrýndi síðustu samninga og stóð fyrir svokallaðri Dalauppreisn í því sambandi, hefur lýst því yfir að 15-20% hækkun lægstu launa sé eðlileg krafa. Hann hefur haft frumkvæði að skipulagningu and- stöðu gegn alþýðusambandsforustunni og segir sjálfur að nú verði uppreisnin ekki takmörkuð við Dalina heldur verði ríkisupp- reisn. Fáir reikna þó með að hann hafi árangur sem erfiði m.a. sökum þess að sænska alþýðusambandið er ákaflega ólýð- ræðisleg hreyfing og almennum meðlimum reynist erfitt að hafa þar áhrif á gang mála. Þannig tíðkast t.a.m. ekki almennar atkvæðagreiðslur um samninga eða verk- fallsaðgerðir. Hvorttveggja er ákveðið af stjórn alþýðusambandsins og fulltrúaráðum. Takist þeim Dalamönnum á hinn bóginn að safna að sér verulegu fylgi neyðast alþýðu- sambandið og flok kur sósíaldemókrata þó til að taka visst tillit til þeirra skoðana. Hvort sú tillitssemi birtist svo í formi launahækkana er annað mál. Hún gæti einnig birst þannig að stjórnvöld þvinguðu fyrirtæki til að nota hluta ágóða síns til einhverra þeirra aðgerða er almennt teldust til bóta fýrir samfélagið án þess þó að íþyngja verulega. Sem dæmi má nefna að fyrir um ári voru sænskir stór- bankar meira eða minna þvingaðir til að leggja fram hluta ágóða síns til rannsóknar- starfsemi. Virðist ljóst að þeir hafi staðið frammi fyrir því vali að annaðhvort gera svo eða lagður yrði á þá nýr skattur. Eitthvað svipað gæti hugsanlega orðið lausnin í haust ef óánægja reynist veruleg. Alls ekki er þó víst að svo sé. Skoðanakannanir benda til stöðugs fylgis sósíaldemókrata og almennrar ánægju með þróun fjármála landsins. Gífur- leg aukning einkaneyslu bendir einnig til þess að tiltölulega stór hluti þjóðarinnar njóti góðærisins. • Ingólfur V. Gíslason/Lundi Skipholti 50c S: 688150

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.