Þjóðlíf - 01.09.1987, Page 26

Þjóðlíf - 01.09.1987, Page 26
ERLENT Konur hjá NATO Vi ð viljum aukin samskipti austurs og vesturs í BORGINNI Briissell höfuðborg Belgíu, er að finna allan þann sjarma sem gamla Evrópa býr yfir. Gömul hús sem minna á veldi handverksmanna. Steinlögð stræti sem enduróma af niði aldanna, kirkjur háar sem bera vott um auð og veldi þessarar gömlu iðnaðarborgar. Um strætin ganga Flæmingj- ar og Vallónar og borgin hefur tekið á sig svip heimsborgar. Spengilegir svertingjar horfa dökkum augum á heim þeim fjarlægan og Marokkókonur í síðum pilsum með skuplur á höfði bera börn á handlegg og hverfa inn í hús sín undan augum vegfar- enda. En - ég er ekki hingað komin til að horfa á mannlífið, ekki einu sinni til að dást að undurfögrum knipplingum, sem þúsundir belgískra kvenna sitja við að skapa með hröðum handtökum sínum. Nei það er hroll- kaldur veruleikinn, sjálft hernaðarbandalag- ið NATO sem ég ásamt hópi kvenna ætla að heimsækja. Aldrei hefði mig órað fyrir því, að ég ætti eftir að ganga inn í aðalstöðvar NATO. Fyrir nokkrum árum hefði það einfaldlega ekki komið til greina. Pá var sú stefna uppi meðal þeirra sem andæfðu hernaðarbrölti og hernaðarhyggju að þvo hendur sínar af minnstu samskiptum við risann sjálfan, og helst að vita sem minnst um innviði hans, tól og tæki. En tímarnir hafa breyst. Meðan gengnar voru göngur og hrópað hátt gegn her og hernaðarbandalögum, hlóðust vopnin upp, nýjar og nýjar kynslóðir gjöreyðingar- vopna urðu til í rannsóknarstofum og verk- smiðjum. Hernaðarnetið bætti við sig hverjum möskvanum á fætur öðrum og reyrðist þéttar og þéttar utan um okkur. Skyndilega vaknaði Evrópa við vondan draum. Hvert stefnir? Hverskonar brjálæði er þetta? Á að eyða miljörðum á milljarða ofan í vopn sem aldrei má nota? Eru ekki til aðrar leiðir, leiðir friðar og bættra samskipta milli þjóða? Og bylgjan reis. Öldum hennar er enn að skola á land. EKKI NÓG AÐ GANGA OG HRÓPA. Tvær smáar öldur en býsna kraftmiklar hafa valið sér leiðir, sem kannski eru afleiðingar bar- áttu undanfarinna ára. Menn sáu að það var ekki nóg að ganga og hrópa, ekki nóg að beita atkvæði sínu í kosningum. Það voru og eru ekki stjórnmálamennirnir sem taka ákvarðanir um vígbúnaðinn, þeir standa oftast frammi fyrir gerðum hlut og verða að samþykkja, eigi stjórnkerfið og herinn ekki að verða að athlægi. Hópur sem kallar sig The Oxford Research Group tók sér fyrir hendur að finna alla þá sem taka ákvarðanir um þróun vígbúnaðar. Mánuðum saman fetuðu þau sig um völ- undarhús þjóðþinga, rannsóknarstofnana, hernaðarvélarinnar og hernaðarbandalags- ins NATO. Niðurstaðan varð þessi: Það eru 800 manns sem taka allar mikilvægar ákvarðanir sem varða tilraunir, framleiðslu og staðsetningu kjarnorkuvopna og móta þar með hernaðarstefnu vestursins. 800 manns, þar af fjórar konur. Hvert er þá næsta skrefið? Jú, að tala við þessa menn. Að reyna að hafa áhrif á þá. Að sýna þeim að almenn- • Höfuðstöðvar Nato í Briissel ingur í löndum þeirra er ósáttur við gjörðir þeirra. Að þeir hafa ekki leyfi til að leika sér að fjöreggi heimsins, blindaðir af óvinai- myndum, reiknilíkönum og tæknidýrkun. Annar hópur kallar sig Women for a meaningful Summit. Hann var myndaður fyrir fund þeirra Reagans og Gorbatsjofs 1 Genf fyrir tveimur árum og samanstendur af málsmetandi konum frá ýmsum löndum, konum sem vildu koma á framfæri áskorun til leiðtoganna um að semja um afvopnun. Hluti hópsins kom til Reykjavíkur sl. haust til að minna þá leiðtogana enn á kröfur heimsins kvenna um að snúið verði af vegi gjöreyðingar, inn á Iífvænlegri brautir, en þeir telagar voru svo vel varðir að ekki var hægt að komast nálægt þeim. Næsta skrefið var það að samvinna tókst milli þessara tveggja hópa um að fara í heim- sókn, til NATO í Brússel, í þeim tilgangi að fá þar svör við nokkrum vel völdum spurn- ingum og einnig, til að koma sjónarmiðum kvenna á framfæri við sendiherra þeirra ríkja sem þar sitja. KONUR SAFNAST SAMAN. Því var það að sunnudaginn 31. maí, söfnuðust um 30 konur saman í kvennahúsinu í Brússel, til að undirbúa heimsóknina næsta dag. Að sjálf' sögðu komu allar vel undirbúnar, með spurningar sem snertu þeirra heimalönd og vel lesnar um starfsemi hernaðarbandalagS' ins, uppbyggingu þess og ákvarðanatökur. Þarna var mætt Margaríta Papandreou forsætisráðherrafrú Grikklands, sem hefur ákveðin verkefni með höndum á vegum stjórnar sinnar og hefur mjög beitt sér 1 friðarmálum. Frá Bandaríkjunum komu þ#r Cora Weiss sem einnig er vel þekkt í röðum friðarsinna og Randy Forsberg sem er meða virtustu sérfræðinga um vígbúnaðarmál- P*1 má nefna Lydiu Schmit frá Luxemborg sem situr á Evrópuþinginu og er varaformaður alþjóðasambands jafnaðarmanna. Þingkom ur frá Gríkklandi, Ítalíu, Belgíu og Holland1 (margar þeirra kosnar á Evrópuþingið), au ' kvenna sem starfað hafa árum og jafnve áratugum saman að friðarmálum, eins og Kay MacPherson frá Kanada sem nú er ot< in kona öldruð. Verkefni sunnudagsins var að semj*1 spurningar sem hópurinn ætlaði að legðjj fyrir alla sendiherrana. Eftir umræður va niðurstaðan sú að leggja áherslu á eftirfar andi atriði: • Að lýsa yfir stuðningi við samninga u að allar langdrægar og meðaldrægar e ^ flaugar verði fjarlægðar úr Evrópu og leggja mikla áherslu á að það verði sam Einnig að spyrja um leið, hvort bu megi við aukningu hefðbundins vl£ búnaðar í kjölfar samninga. . • Eru uppi áform um framleiðslu og sta setningu nifteindasprengja? ^ • Hvernig er unnið að því innan NATO a leysa hernaðarblokkirnar upp? 26

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.