Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 33

Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 33
INNLENT * Hermenn á æfingu á Keflavíkurflugvelli W- ' ' ; aframhaldandi veru varnarliðsins. Þessi hlutföll héldust í könnunum næstu ar nema hvað könnun árið 1970 sýndi að hlutfall óákveðinna jókst talsvert og stuðn- 'ngurinn við varnarliðið minnkaði samsvar- andi við þá breytingu. í könnun Dagblaðsins arið 1976 kemurskyndilegaíljósumtalsverð f’reyting á afstöðu íslendinga. 43.7% reynd- ust fylgjandi veru varnarliðsins, 41.7% voru a móti og færri en áður reyndust óákveðnir eða 14.7% í umræðum sem spunnust um pessa viðhorfsbreytingu var talið að yfir- standandi landhelgisdeila við Breta hefði atjög dregið úr stuðningi við dvöl varnarliðs- 'ns. Menn sögðu sem svo að það reyndist lítill stuðningur í varnarliðinu þegar við ættum í atókum við vopnum búna Breta. í könnun árið 1980 eru hlutföllin aftur °röin sem fyrr; tveir á móti einum styðja V®ru varnarliðsins og raskast þau hlutföll c. ert næstu árin, þar til núað vönduð rann- s°kn við Háskólann gefur enn eina vísbend- 'Uguna um að vinátta íslendinga og Banda- j'1 jamanna hafi farið ört kólnandi upp á síð- ast’ö- Hefur margt bent til þessa í umræð- Unni síðustu mánuði. Hvað veldur? ^IRGANGUR. 5. ágúst s.l. birtist í fjöl- j-1 *urn samþykkt Hreppsnefndar Hval- .Jnrðarstrandarhrepps vegna hvalveiðimáls- S?S; ^ar var hvalveiðideilan við Bandaríkin -Vrlega sett í samhengi við varnarsamstarf íslands og Bandaríkjanna og sagði þar m.a.: „Hreppsnefndin telur, að hótanir, yfir- gangur og óvinveitt afstaða Bandaríkja- manna í þessu máli sýni Ijóslega, að Banda- ríkin eru ekki sú vinaþjóð Islendinga sem álitið hefur verið og sem sœmir í samskiptum brœðraþjóða. Pví telur hreppsnefndin, að nú þegar beri að taka til athugunar og endur- skoðunar öll samskipti íslands við Bandarík- in, þar á meðal varnarsamninginn. Hrepps- nefndin telur með öllu óþolandi, að starfsemi og mannvirki hers Bandaríkjanna og NATO á íslandi skuli ekki lúta íslenskum lögum, en svo er t.d. ekki um mannvirki og starfsemi þessara aðila íHvalfirði." Á síðustu þremur árum hafa nokkur mál spillt samskiptum íslands og Bandaríkjanna. Rainbow Navigationmálið olli spennu í stjórnmálasambandi ríkjanna „en kjötinn- flutningur hersins hefur þó trúlega haft meiri áhrif á afstöðu almennings í garð banda- rískra stjórnvalda og gagnvart varnarsamn- ingnum," segir einn viðmælandi ÞJÓÐLÍFS. Þessi tvö deilumál hafa verið leyst en hvalamálið er óleyst. Allt síðastliðið ár hafa sífellt komið fram harðari gagnrýnisraddir sem fordæma afskipti Bandaríkjamanna af hvalveiðum okkar.Það er ekki aðeins í leið- urum dagblaðanna, heldur hefur ráðamönn- um verið heitt í hamsi og Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, sagt ásakanir Bandaríkjanna óviðunandi afskipti af sjálfs- ákvörðunarrétti okkar sem þjóðar. í viðtali við Steingrím Hermannsson, utanríkisráð- herra, sem birt er í þessu tölublaði ÞJÓÐ- LÍFS segist hann telja afskipti Bandaríkj- anna algerlega óþolandi og gefur til kynna að ef þetta viðkvæma deilumál þróast enn á verri veg kunni öll samskipti ríkjanna að verða tekin til endurskoðunar. Þó svo að stjórnvöld hafi í lengstu lög reynt að forðast að tengja varnarsamninginn við Bandaríkin við önnur samskipti þjóð- anna, á yfirborðinu a.m.k., hefur varnar- samningurinn og hugsanleg endurskoðun hans ætíð verið eitt sterkasta spil á hendi íslenskra stjórnvalda í utanríkismálum. Sjálf- stæðismenn höfðu utanríkisráðuneytið með höndum síðasta kjörtímabil og reyndu í lengstu lög að blanda ekki varnarsamvinn- unni við hvalamálin og gaf Morgunblaðið tóninn í þessa veru. Nú hefur flokkurinn klofnað og hefur Borgaraflokkurinn viðrað þá stefnu að endurskoða varnarsamninginn. Ýmsir góðir og gegnir Sjálfstæðismenn úr innstu röðum eru og ómyrkir í máli gagnvart Bandaríkjunum. Haraldur Blöndal, lögfræð- ingur, segir t.d. í kjallaragrein í DV um síð- ustu mánaðamót: „Þeir sem hafa talið Bandaríkjamenn í hópi vinaþjóða íslendinga eru nú komnir að vegamótum. Það er ljóst að til of mikilla áhrifa hafa komist vestra menn sem vinna leynt og ljóst að því að spilla fornri 33

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.