Þjóðlíf - 01.09.1987, Qupperneq 37

Þjóðlíf - 01.09.1987, Qupperneq 37
„Nei, ég tel þaö ekki vera. Við eigum að hafa ákveðnari skoðanir sjálfir á þessum málum. Á vissum sviðum höfum við þó sagt meiningu okkar s.s. um að leyfa ekki kjarn- orkuvopn hér á landi. Bandaríkjamenn meta þessi mál að sjálfsögðu út frá sínum sjónar- hóli og bera upp tillögur um breytingar við íslensk stjórnvöld eins og þeir hafa gert á undanförnum árum varðandi þær fram- kvæmdir sem nú standa yfir. T.d. um bygg- ingu flugskýla og endurnýjun eftirlitsflug- vélaflotans. Ég vil ekki segja að þetta hafi ekki verið metið að einhverju leyti hér en þó held ég að fyrst og fremst hafi þessar tillögur Bandaríkjamanna verið teknar óbreyttar og samþykktar. Ef til vill erum við ekki alltaf nægilega dómbærir á það hverskonar flugvélar eiga að vera staðsettar í Keflavík en við föllumst þó ekki á að þarna séu staðsettar árásarvélar. Við eigum að vera mjög stífir á þeirri mein- mgu að herstöðin er eftirlits- og varnarstöð en ekki árásarstöð." - Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra og flokksbróðir þinn, sagði í viðtali á síðasta ári vegna hvalveiðideilunnar að hon- um fyndist Bandaríkjamönnum veitast margt °f auðvelt í samskiptum við okkur, t.d. mannvirkjagerð í Helguvík og ratsjárstöðvar. Ertu sammála honum? „Þetta er matsatriði hverju sinni. Ég var t.d. fylgjandi því að leyfa byggingu ratsjár- stöðvanna með vissum skilyrðum og þau skilyrði fengust fram. Af Helguvíkurfram- kvæmdunum hafði ég engin afskipti og ég verð að segja eins og er að ég sé ekki nauð- synina fyrir þeirri hafnaraðstöðu því í Hval- firði er staðsett mjög stór birgðastöð. Ég var ekki fylgjandi þeirri framkvæmd á sínum hma og má e.t.v. segja að þar hafi Banda- r>kjamenn haft sitt fram.Allt eru þetta mats- atriði hverju sinni og því get ég hvorki svarað Þessari spurningu játandi eða neitandi.“ ' Rainbow Navigation-málið og kjötinn- flutningur varnarliðsins olli spennu í sam- fliptum íslands og Bandaríkjanna þó lausn }afi fundist á þeim málum. En hvalveiðimál- 'ð er óleyst og margt bendir til að andúð ígarð Bandaríkjanna hafi aukist hér af þessum sókum. Telurðu að sambúðin hafispillst? „Vafalaust eru margir íslendingar mjög hugsi vegna þessara afskipta Bandaríkjanna jtf okkar innanríkismálum. í gegnum árin höfum við stundað hvalveiðar og líklega undir mun strangara eftirliti en flestar þjóðir. 'o teljum að við séum að nýta auðlind sem innan okkar efnahagslögsögu og teljum °kkur vera að afla upplýsinga til að geta rokstutt þá nýtingu í framtíðinni. Ég er einn u þeim sem telja þessi afskipti Bandaríkj- auna algerlega óþolandi. Mér er að vísu Ijóst það eru lög í Bandaríkjunum sem kveða á m þessi viðbrögð þeirra en með sama rétti ætUm v*ö þá allt eins sett okkur lög sem FRÉTTAVIÐTALIÐ kveða á um brottför hersins ef þeir halda t.d. áfram að drepa höfrunga. Slíkum lögum er ekki hægt að una.“ - Eru þessi mál óhjákvœmilega samþœtt, þ.e.a.s. varnarmálin ogþessi deilaþjóðanna? „Ég vil helst ekki blanda þessu tvennu saman og ekki vera með neinar hótanir en ef vont verður verra og þeir ákæra okkur vegna hvalveiða, þá er ég hræddur um að það muni leiða til erfiðari pólitískra samskipta þjóð- anna, og kunni þá jafnframt að leiða til þess að menn sjái sig tilneydda að fjalla um sam- skipti þjóðanna á breiðum grundvelli.“ -Þú nefndir áðan þá stefnu að hingað yrðu ekki flutt kjarnorkuvopn. Stendurðu við þá túlkun þína á þingsályktun Alþingisfrá 1985 að hingað verði ekki flutt kjarnorkuvopn á friðar- eða ófriðartímum nema með sam- þykki íslenskra stjórnvalda? „Ég get ómögulega skilið þingsályktunina á annan veg því hún setur engin takmörk heldur segir þar að ísland skuli vera kjarn- orkuvopnalaust og staðfestir það yfirlýsingar fyrri ríkisstjórna um það. Ég get líka litið allt aftur til þess tíma þegar faðir minn, Her- mann Jónasson, var forstisráðherra og svaraði Bulganin því að við íslendingar myndum sjálfir ákveða hvaða vopn yrðu leyfð hér á landi. Ég tel að sú stefna hafi alltaf ríkt. Ekkert er sagt um friðar- eða ófriðartíma. Ég tel því að samþykkt Alþingis gildi bæði á friðar- og ófriðartímum, en vitanlega getur Alþingi hvenær sem er breytt þeirri afstöðu og trúlega gæti ríkisstjórn á hverjum tíma gert það líka að höfðu samráði við meirihluta þingsins vegna þess að hér er um Júngsályktun að ræða en ekki lög. Ég kann illa við það sjónarmið sem stund- um er sett fram að á ófriðartímum höfum við ekkert um það að segja hvort hingað verða flutt kjarnorkuvopn og því skipti þetta engu máli. Það kann að vera rétt að við yrðum ekki spurð að þessu en við eigum samt aldrei að leggjast svo lágt að segja að okkar ákvarð- anir séu einskis virði af því að hinir muni ekki virða þær á ófriðartímum." - Telurðu hœttu á að kjarnorkuvopnum í hafinu yrði fjölgað samhliða afvopnun land- eldflauganna í Evrópu? „Ég tel mikla hættu vera á því. Að vísu er gert ráð fyrir því í því samkomulagi sem stór- veldin eru að reyna að ná, að ákveðnar tak- markanir verði á heildarbirgðum kjarnorku- vopna og það nær líka til hafsins. En þessi hætta er engu að síður til staðar og við vitum að bæði stórveldin hafa lagt töluverða áherslu á byggingu kafbáta sem bera kjarn- orkueldflaugar“ - Nú snertir aukin vígvæðing í hafinu okk- ar hagsmuni meira beint en hagsmuni ann- arra NATO-þjóða. Muntu takaþessimálupp á þeitn vettvangi? „Ég mun koma okkar sjónarmiðum vel á framfæri á þeim fundum sem ég tek þátt í hjá Atlantshafsbandalaginu. Mér er persónu- lega kappsmál að útrýma öllum kjarnorku- vopnum en verð þó að viðurkenna að á því eru margir örðugleikar því e.t.v. er engin leið að halda uppi svo fullkomnu eftirliti að engin ríki geti komið sér upp kjarnorkuvopnum. Samhliða afvopnun verður að koma á mjög ströngu eftirliti en það er öllu auðveldara að koma því á varðandi landeldflaugar að því er mér er sagt. Megin áherslu vil ég þó leggja á að byggja upp traust á milli þjóða og bæta sambönd þeirra í milli" - Er kominn skriður á hugmynd þína um stofnun hér á landi sem hefði það að mark- miði að bœta samskipti austurs og vesturs? „Nei, en ég hef rætt þetta við marga og þetta hefur fengið góðar undirtektir og ég er ákveðinn í að halda þessu máli til streitu." • „Af Helguvíkurframkvæmdunum hafði ég engin afskipti.... ég sé ekki nauðsynina fyrir þeirri hafnaraðstöðu því í Hvalfirði er staðsett mjög stórbirgðarstöð". 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.