Þjóðlíf - 01.09.1987, Qupperneq 39
INNLENT
ÞJÓÐLÍFSTÖLUR
Ragnar: Hef lært mikið um dauðann í þessu starfi.
mitt hlutverk aö styðja menn í þessu.“
Er mikill munur að vinna meðfólki sem er
Weð sjúkdóminn á lokastigi eða þá sem ein-
Ungis eru smitaðir?
> Já, það er talsverður munur. Þeir sem fá
Þann úrskurð að þeir eru smitaðir vita ekki
hvenær eða hvort þeir fá sjúkdóminn. Þeir
eru ekki veikir en eiga það yfir höfði sér að
Veikjast. Þeir geta afneitað staðreyndinni
sem er eðlilegt í þjóðfélagi þar sem hommar
eru fordæmdir. Það sem þarf fyrst og fremst
að gera er að hjálpa þessum mönnum að taka
abyrgð á sjálfum sér og sínu kynlífi. En í raun
Þurfa allir að taka á sínu kynlífi, ekki síður
v'ð hin sem ekki erum smituð. Ég álít að það
Verði brátt úrelt að tala um áhættuhópa í
Sarnbandi við eyðni. Það vill svo til að sjúk-
ðórnurinn upphófst meðal homma og er al-
Sengastur þar en það eru allir í hættu. í
rauninni er aðalmunurinn sá að þeir sem eru
snntaðir eru ekki dauðvona eins og þeir sem
eru með sjúkdóminn.“
Hvaða aðferðir notar þú í vinnu þinni?
. ’>Ég nota ýmsar aðferðir, þó mest samtöl
bl að hjálpa fóiki að tjá tilfinningar sínar t.d.
°ftann við dauðann. Svo vinn ég líka með
s okun og stýrðar fantasíur. Stýrðar fantasíur
§eta gefið fólki mjög mikið sjálfstraust og
aráttuþrek. Það má t.d. ímynda sér hvítu
°ðkornin sem hina sterku hermenn og
eyðniveiruna á undanhaldi. Ég vinn líka með
artterapíu og hópvinnu. Ég er t.d. nýbúinn
að stofna hóp sem er eingöngu með dauð-
vona sjúklingum. Þeir hafa oft meiri þörf
fyrir að tjá sig hver við annan heldur en að
vera í stærri hópi með mönnum sem eru
aðeins smitaðir.
Það er líka misjafnt hvernig ég vinn með
hverjum og einum. Stýrð fantasía hefur mjög
góð áhrif á þann sem hefur mikið ímynduna-
afl á meðan venjuleg slökun getur hentað
einhverjum öðrum mun betur.“
Vinnur þú eitthvað með aðstandendur
eyðnisjúklinga?
„Ég geri það ekki markvisst en í sumum
tilfellum er það nauðsynlegt og ég geri það
einungis í samráði við sjúklingana sjálfa. I
einu tilfelli hafði ungur maður látið taka við-
tal við sig í dagblaði og systkini hans
brugðust mjög illa við. Ég þufti að hjálpa
þeim og manninum og ég hjálpaði þeim líka
eftir að maðurinn lést.“
Ert þú ánœgður með starfþitt?
„Já, ég er það. Ég hef lært mjög mikið um
dauðann í þessu starfi og ég hef þroskast á
þessu ári sem ég hef unnið með eyðnisjúkl-
inga.“
• Ragnheiður Óladóttir
Árleg fjölgun þjóðarinnar skv. þjóðskrá
árið 1986: 0,7% Fjölgunin árið 1983:
1,2%
Rófuuppskera á íslandi árið 1986 í
tonnum: 1.024
Fjárveiting á fjárlögum fyrir 1987 vegna
aðgerða heilbrigðisyfirvalda gegn
eyðni: 5 milljónir
Fjöldi greiðslukorthafa á höfuðborgar-
svæðinu skv. könnun Neytendasam-
takanna: 57,5%
Áætlaður fjöldi viðskiptavina í Kringl-
unni á viku: 60.000
Sundtími bræðranna Ármanns og Svavars
Guðmundssona yfir tveggja kílómetra
breiðan Eyjafjörðinn 8. ágúst s.l.: 35
mín.
Meðalaldur brúðguma á íslandi við fyrstu
giftingu: 26,6 ár
Meðalaldur brúða við íyrstu giftingu:
24,4 ár
Fækkun útlána á bókurn frá Borgarbóka-
safninu á fyrra helmingi ársins miðað
við sama tíma í fyrra: 12%
Aldur Blaðamannafélags íslands urn
mánaðamótin nóv./des. í ár: 90 ár
Hlutfall fólks í verkalýðsstétt sem býr í
eigin húsnæði: 63,6%
Hækkun framfærsluvísitölu í júlí: 2,49%
Verðbólga á ári miðað við þessa hækkun:
34%
Aukning utanlandsferða íslendinga jan-
júlí miðað við sama tíma síðasta árs:
30%
Áætlaður hlutfall af þjóðinni sem neytir
svefnlyfja daglega: 6%
Heildarvelta Fríhafnarinnar á Keflavík-
urflugvelli árið 1986: 560 miljónir.
Fjöldi kvenna í starfi sveitarstjóra: 1
Hlutfall 16 ára unglinga á Austurlandi
sem stunda nám: 63,3%
Hlutfall 16 ára unglinga í Reykjavík í
námi: 81%
Fangapláss í fangelsum landsins: 108
Heimildir: Hagtölur mánaðarins. Neyt-
endablaðið. Tímaritið Hjúkrun. Hús-
nœðiskönnun Félagsvísindastofnunar.
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið.
Hagstofa íslands. Dagblöð o.fl.
39