Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 40

Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 40
FÓLK Lífræn húðrækt Nýtt útvaip? Ekkert á húdina sem ekki má borda í SUMAR STÓÐU tvær verslunarkonur fyrir bólunámskeiði meðal unglinga Reykja- víkurborgar og þótti það takast einstaklega vel; var allavega þrælvel sótt. Verslunar- konur þessar eru þær Auður Friðgerður Halldórsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir og verslun þeirra á Týsgötunni heitir Grœna línan. Nafnið á að minna á náttúruna, grænkuna og gróandann, og afurðir hennar - enda vörurnar í versluninni eingöngu unnar úr náttúrulegum efnum. Vörur Grœnu lín- unnar eru snyrtivörur, en þó annað og meira að sögn eigendanna, því þessar snyrtivörur eiga á engan hátt að vera skaðlegar húðinni heldur þvert á móti byggja hana upp. Annars leggur Guðný Guðmundsdóttir sterka áherslu á, að húðrækt sé ekki og geti aldrei verið í því einu fólgin að bera krem á húðina. „Það sem fer á húðina skiptir vissu- lega máli,“ segir hún, „og við eigum aldrei að láta neitt á hana sem ekki má borða og ekki nota heldur snyrtilyf sem prófuð hafa verið á dýrum. En það er ekki síður mikilvægt að taka bætiefni og hafa matseðilinn í góðu lagi.“ Segir ekki einhvers staðar að fegurðin komi að innan? Allt verður að miða að jafnvægi: húðin verður ekki aðeins fögur utan frá heldur skiptir innra byrðið jafnmiklu máli. Á bólu- námskeiðinu var því Iögð rík áhersla á að kenna unglingum að umgangast mat með þeirri virðingu sem honum ber — og líkamann með þeirri virðingu sem honum ber. Sjoppu- fæði er eitur fyrir húðina, en því miður er alltof algengt að unglingar lifi á slíku fæði nær eingöngu. Guðný segir þekkingarskort á • Auöur og Guðný í Grænu línunni bætiefnum og matvælum hér á landi oft áberandi mikinn. Grœna línan er sænsk vara, uppfundin af Marju Entrich, áttræðri konu sem lærði snyrtifræði í París og var um tíma í vinnu hjá Helenu Rubinstein í ísrael. Marja og samstarfsmenn hennar gera sér far um að öðlast þekkingu á matvælum og verkunum þeirra á mannslíkamann — og ekkert fer frá þeim án þess að hafa verið prófað rækilega á mönnum. Eftirbreytnivert á þessum náttúruverndartímum. KRISTJÁN Ari Arason er einn af stofnend- um útvarpsfélagsins Rót sem áætlað er að taki til starfa í haust. Petta útvarp er byggt á grasrótarhugmynd og hafa verið settir upp málaflokkar sem hugmynd um hvernig þetta útvarp mun starfa. Markmiðið er ekki að afla hagnaðar heldur að að skapa vettvang fyrir þjóðfélagslega og menningarlega umræðu, segja stofnendur. Hlutafjársöfnun gengur að þeirra sögn vel og er stefnt á að hefja útsend- ingar með haustinu. Kristján hefur reynslu af slíku útvarpi í Kaupmannahöfn, en hann starfaði við útvarpstöðina Sokkelund Radio, sem að mestu er byggt á sjálfboðavinnu. Kristján er bjartsýnn á að þetta takist og hefur þegar safnað vænni fúlgu í hlutafé. Þetta útvarp mun senda út að mestu á kvöld- in og um helgar en einnig er fyrirhugað að endurtaka efni á morgnana. • Kristján Ari ásamt dóttur sinni Þorhildi. 40

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.