Þjóðlíf - 01.09.1987, Qupperneq 54

Þjóðlíf - 01.09.1987, Qupperneq 54
LISTIR lonlístarhátíð í Hcykjavík Umfangsmikil tóniistarhátíö veröur haldin í Reykjavík dagana 13.-19. september undir þrítugu, þar af 11 íslensk. Auk tón- ÞAÐ ERU SAMTÖKIN Ung Nordisk Musik (UNM) sem standa fyrir hátíöinni en árlega eru haldnar slíkar hátíöir til skiptis á Norður- löndunum. Von er á u.þ.b. 90 þátttakendum frá hinum Norðurlöndunum auk fjölmenns hóps íslendinga. Á hverjum degi hátíðarinn- ar verða tónleikar með verkum eftir og í flutningi þátttakenda en alls verða á tónleik- Unum flutt verk eftir 45 ung norræn tónskáld Osmo Vánská Finnski stjórnandinn Osmo Vánska (f. 1953) lærði stjórnun í Síbelíusaraka- demíunni í Helsinki hjá Jorma Panula en fór í framhaldsnám í London og V-Berlín. Auk þess er hann mjög góður klarinettuleikari og var m.a. fyrsti klari- nettuleikari í Fílharmóníuhljómsveitinni í Turku og hefur einnig leikið með Fíl- harmóníuhljómsveitinni í Helsinki. Áriö 1982 vann hann fyrstu verðlaun í alþjóð- legri samkeppni ungra stjórnenda í Besancon, en frá þeim tíma hefur hann stjórnað helstu hljómsveitum í Finnlandi og Skandinavíu auk þess að hafa unnið með mikilvægum hljómsveitum í Evrópu, svo sem Parísarhljómsveitinni, hljóm- sveitinni í Toulouse, Fílharmóníuhljóm- sveitinni í Antwerpen og Útvarpshljóm- sveitinni í Hollandi. Hann hefur hlotið ntjög lofsamlega dóma og er talinn meðal fremstu stjórnenda af yngri kynslóöinni í Finnlandi. Pað er því mikill fengur í að fá að fylgjast með honum á hátíöinni. leika verða tluttir fyrirlestrar og námskeið en sérstakir gestir ÚNM eru Ungverjarnir György Geiger trompetleikari og Laszlo Dubrovaj tónskáld, finnski stjórnandinn Osmo Vánská, kanadíski flautuleikarinn Robert Aitken, Atli Heimir Sveinsson tón- skáld og Mark Reedman stjórnandi. * Jóhanna Þórhallsdóttir György Geiger Trompetleikarinn György Geiger er fæddur í Búdapest árið 1944 en 23 ára útskrifaðist hann úr Franz Liszt aka- demíunni. Þá var hann þegar búinn að vera fyrsti trompetleikari Óperuhljóm- sveitarinnar í Búdapest í þrjú ár. Árið 1969 var hann ráöinn sem einleikari Út- varpshljómsveitarinnar þar í borg og þeirri stöðu gegnir hann enn. Geiger hef- ur tvívegis fengið verðlaun í Ungverja- landi fyrir spilamennsku sína. Árið 1975 stofnaði hann hornaflokk (The Budapest Modern Brass Ensemble) en í þeim sextett spilaði hann sjálfur fyrsta trompet. Hornaflokkur þessi vann fyrstu verölaun í alþjóðlegri keppni í Ancona á Ítalíu, en hann situr nú í dómarasæti í þessari sömu keppni. Áriö 1980 fékk hann Franz Liszt verðlaunin fyrir flutning á nútímatónlist frá Ungverjalandi, m.a. fyrir flutning á trompetkonserti eftir landa sinn, Dubro- vaj, en sá konsert veröur cinmitt fluttur á lokatónleikum hátíðarinnar í Skálholti laugardaginn 19. september kl. 17. • Mark Reedman stjórnar hljómsveit UNM sem leikur í Skálholti laugardaginn 19. september en þar verður m.a. fluttur konsert eftir Dubrovaj með trompeteinleik Geigers. Laszlo Dubrovaj Ungverska tónskáldið Laszlo Dubrovaj er fæddur í Búdapest árið 1943. Hann stundaði tónlistarnám í Béla Bartok skól- anutrt og Franz Liszt akademíunni til árs- ins 1966. Pá nam hann einnig hjá Stock- hausen og Hans Ulrich Humbert á árun- um 1972-74. Dubrovaj hefur frá árinu 1976 veriö prófessor í Franz Liszt aka- demíunni, en eitt af yngri tónskáldum okkar, Gunnsteinn Ólafsson, hefur ein- mitt stundaö nám í tónsmíðum hjá hon- um. Hann hefur hlotið styrki og meðal annars var hann á styrk í DAAD í Vestur- Berlín árið 1985. Tónlist Dubrovajs samanstendur af kammer-. hljómsveitat' og elektrónískri tónlist (af segulböndum og lifandi) og er llutt um heim allan. 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.