Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 64

Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 64
VIÐSKIPTI & FJÁRMÁL Penjngar, peningar, peningar__________________ Ardvænlegasta verslunarvara samtímans UNDANFARNA ÁRATUGI hefur verið til siðs að básúna ekki um of eigin auðlegð, en nú eru stöndugheitin aftur orðin að faraldri í Bandaríkjunum eins og á þriðja áratugnum. Árið 1963 voru 31,8% af þjóðarauði Bandaríkjanna í eigu eins prósents þjóðar- innar. Tuttugu árum síðar var hlutfallið komið í 34,4%. Þeir ríkustu létu ekki mikið á auðæfunum bera, aðrir en nýríkir og fjöl- miðlaljón sem böðuðu sig í lúxusnum, helst opinberlega. Nú skammast menn sín ekki lengur fyrir ríkidæmið og það er orðinn stór- iðnaður að segja sögur þeirra efnuðu. Við getum gægst inn til þeirra í blöðum eins og Architectural Digest eða Connoisseur, lesið slúðrið í Vanity Fair og fylgt sjónvarpsvélun- um í heimsókn til þeirra í Lifestyles of the Rich and Famous. Vinsældir Dallas og Dynasty eru af sömu rótum runnar. Bækur um einstaklingsafrek seljast með ólíkindum vel, Lee Iacocca, forstjóri Chrysler, og Steven Jobs, annar stofnenda Apple eru þjóðhetjur þar vestra. Þegar bandarískir háskólanemar voru spurðir að því árið 196^ hvað þeir teldu vera mikilsverðustu markmið sín svöruðu 80% því til að lífsfylling væri efst á blaði en 40% að einnig væri nauðsynlegt að vera sterk- efnaðir. Fyrir ári var samskonar könnun framkvæmd og þá hafði hlutfallið snúist við. Nú höfðu peningarnir náð fyrsta sætinu en 40% veðjuðu á tilganginn með lífinu. Gildismatið hefur breyst. Lúxusvarningur af öllum stærðum og gerðum hefur aldrei selst betur. Helming1 fleiri lúxusbílar eru fluttir inn til Ameríku nu en fyrir fjórum árum. Konur bíða ekki lengur til fimmtugs með að eignast fyrsta pelsinn. pelsaldurinn er orðinn 26 ár. Fólk með rétt sæmilegar miðstéttartekjur fjárfestir í Buf' berry frökkum og gullhúðuðum Mont Bla',c sjálfblekungum. Við erum líklega ekki langt á eftir Banda- ríkjamönnum í neyslukapphlaupinu. Annar hver Benz á bílasölum Hamborgar er merkt' ur íslendingum, við eigum heimsmet í flug' mílum á mann og dýrari verslanir bæjarins kvarta ekki undan skorti á viðskiptum. Við eigum það líka sameiginlegt með Banda- ríkjamönnum að gera okkur ekki stóra rellu út af því hvað passar saman og hvað ekki- GALLINN VIÐ PENINGA, og unt leið kosturinn, er að þeir sjást ekki sem slíkir- Reyndar kannaðist ég einu sinni við mann sem las upp úr bankabók fyrir son sinn a kvöldin og sjö ára strákurinn útlistaði síðan fyrir vinum sínum leyndarmál debet kredit. Ef auðurinn á að vera annað og meir® en trygging fyrir rólegu ævikvöldi verður a festa hann í réttu hlutunum og það er enginn hægðarleikur. í fjármálaheimi Wall Street er 64

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.