Þjóðlíf - 01.09.1987, Side 65

Þjóðlíf - 01.09.1987, Side 65
VIÐSKIPTI & FJÁRMÁL talað um að fátækramörkin séu 25 milljónir króna í árstekjur. Þú þarft að eiga hús eða 'búð á réttum stað, keyra um á Ferrari eða bíl Sem þú þarft ekki að skammast þín fyrir og drekka úr réttum glösum. Það versta við þetta allt er að hlutirnir sem slíkir skipta ekki mestu, heldur hvernig þér Vegnar í samanburði við þá sem þér er mest í tfun að bera þig saman við. Saga er sögð af ^ankamanni sem var orðinn svo heltekinn af sanianburðinum að hann byrjaði heimsóknir a að fara yfir matsverð íbúða kunningja og samstarfsmanna. Þegar konan hans sagði h°num að vinir þeirra drykkju úr Baccara filösum sem væru dýrari en Wuterford glösin Þsirra varð hann æfur yfir hugsunarleysi bennar að fjárfesta ekki líka í slíku. Að lok- um hleypur verðbólga í samanburðinn. ^largir sækjast eftir nákvæmlega sömu l’lutunum (sem oft eru eðlis síns vegna frem- Ur sjaldgæfir, s.s. handgerðir hlutir), lögmál- 'ö um framboð og eftirspurn gerir hlutina ^ýfari (málverk eftir Jasper John’s var nýlega Selt fyrir 3,6 milljónir dollara) og saman- burðurinn gerir fólk og heimili þeirra keim- lik. Eiginlegur munur er smávægilegur stigs- uiunur. Fallegir og vel gerðir hlutir eru mann- rettindi, eins og William Morris benti á fyrir S'öustu aldamót, en þegar þeir verða að ein- erum stöðutáknum verða þeir hjákátlegir, °lk treður nútímamálverki í umhverfi sem Ur 1 hróplegri andstöðu við inntak þess, eða Ufeinlega veggfóðrar með málverkum. ^ARGIR HAFA REYNT að skýra ásókn í uuðlegð hjá fólki sem eftir öllum sólar- Uuufkjum að dæma ætti að vera nokkuð vel sl'tum búið. Til eru sálfræðiskýringar á borð V|ö of Htla ástúð í æsku, en þær eru að mínu mati tull „ódýrar". Nærtækustu skýringuna steingrImur er líklega að finna í auknu „verðgildi" pen- inganna. Undanfarin ár hafa vextir hækkað verulega og fjárfestingarfjármagnið hefur haft meiri áhrif á atvinnulífið nú en oftast nær áður. Þannig er hvert stórfyrirtækið af öðru keypt og er stundum ekki um annað að ræða en hreina spákaupmennsku. Bréf eru keypt „undir" verði og fyrirtækin síðan seld, t.d. hvert dótturfyrirtæki fyrir sig. Reyndar má segja að eigendaskiptunum fylgi oft endurskipulagning á fyrirtækjunum sem auki raunvirði þeirra verulega, en það breyt- ir því ekki að þeir sem standa að baki eig- endaskiptunum geta grætt stjarnfræðilegar upphæðir. Þetta hefur síðan þau áhrif á þá sem vinna frá níu til fimm fyrir dollurum og centum að þeim finnst eins og þeirséu hafðir að fíflum, rétt eins og þeir sem lentu í því að spara á óverðtryggðum verðbólgutímum. Endurskipulagningin þýðir að margir missa vinnu sína og atvinnutækifæri skapast á öðrum sviðum. Það eina sem er öruggt er að framtíðin verður önnur en nútíminn. Ef ekkert er öruggt, ekki einu sinni það að vinna vel og dyggilega, þá er eins gott að hala seðlana inn á meðan færi gefst. Það eru fleiri en Bandaríkjamenn sem hafa komist að þessari niðurstöðu, þetta virðist vera inntak- ið í boðskapnum um skattlausa árið og góð- ærið blessað. EFSTA STIGI nær veldi peninganna nú þeg- ar þeir eru orðnir að arðvænlegustu versl- unarvöru samtímans. Bankaviðskiptin eru alþjóðlegri, m.a. vegna aukinna fjarskipta- tengsla, og með því að tengja saman stærstu verðbréfamarkaði heims, eins og nú hefur verið gert, getur gengismunurinn einn og sér gefið drjúgt af sér (rétt eins og þeir fara illa út úr því sem ekki eru vel á verði). Þar með er hringnum lokað - peningar búa til peninga, punktur og basta. Auðvitað er þetta mikið áhyggjuefni og þeir, sem trúa því að fyrst þurfi að framleiða og síðan að selja, klóra sér drjúgt í kollinum. Það er til lítils að æskja þess að fólk hverfi aftur til fyrri gilda af því að streberíið er einmitt andsvar við þeim. Mörgum þóttu unglingauppreisnir sjöunda áratugarins enda í raunalegri naflaskoðun. Nýíhalds- semin átti að vera afturhvarf til borgaralegra gilda, en borgaraleggildi, s.s. öryggi heimilis- ins, samlyndi fjölskyldunnar og skýr þjóðholl markmið, eru ekki annað en ákveðin ytri einkenni. Lífsstíll eins og hvað annað, eða að klæða sig eftir ákveðnum reglum, sækja ákveðna staði o.s.frv. Þaö er ekki gagn að öðru en að taka þátt í hlaupinu og taka undir með Dee Hock, fyrrverandi forstjóra Visa, einum þeirra sem hefur fært okkur nýjasta helgitákniö, Visa-kortið: þegar gildin verða að engu, gilda peningarnir! • Örn D. Jonsson Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Simar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu við Hagatorg • 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-27200 65

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.