Þjóðlíf - 01.09.1987, Side 67

Þjóðlíf - 01.09.1987, Side 67
bundnir að hlýða skipunum og eini möguleiki Þuirra til að losna undan kvöðinni var að láta dæma sig geðveika. Læknir sveitarinnar var sér 'Tieðvitaður um þennan möguleika og sá í §egnum brjálæðið. Flugmennirnir þurftu að vera brjálaðir til að fljúga svona margar ferðir. Aftur á móti, ef flugmennirnir gerðu sér grein b'rir því að það væri brjálæði að fljúga þá voru Þeir ekki brjálaðir. Pannig var aðeins til ein utleið, útleið númer 22, og hún var því marki ^rennd að vera lokuð! Það var Ijóst að það v°ru aðeins brjálæðingar sem tóku þátt í sPrengjuferðunum og þess vegna ætti auðvitað senda alla í frí, en ef þeir áttuðu sig á því að þeir væru brjálaðir (og öðluðust þar með rétt að hætta) þá voru þeir hættir að vera ^rjálaðir og þurt'tu að halda áfram. Útgöngu- 'eiðin er öllum þeim opin sem ekki koma auga a hana. Catcli 22 er líklega á mörkunum að vera C|ginleg þversögn vegna þess að hún er ekki eða vítahringur. Þversagnir eiga ;ilja okkur eftir ráðþrota. Ein snyrti- iáfan er kennd við enska stærðfræð- e,1úaleysa belst að sf e8asta útí inginn P.E.B. Jourdain: Fullyrðingin á hinni hlið spjaldsins er sönn Síðan stendur á hinni hliðinni: Fullyrðingin á hinni hlið spjaldsins er röng Hér er komin eiginleg endaleysa, það er hægt að snúa spjaldinu þar til mann verkjar í fingurna. Pessi þversögn er til í mörgum útgáf- um, ein er hermd upp á þá Plató og Sókrates: Sókrates: ,,Plató er í þann mund að segja ósatt." Plató: ,,Sókrates hefurrétt jyrirsér." Vissar þversagnir bera greinilega með sér að þær eru afsprengi þeirra takmarkana sem tjáningaraðferðir okkar fela í sér. Takmörk stærðfræðilegrar greiningar verða Ijós í frægri dæmisögu Zenós um Akílles ogskjaldbökuna: Akílles og skjaldbakan hafa ákveðið að fara í kapp. Skjaldbökunni er gefið forskot og þeg- ar Akílles nær þeim punkti sem skjaldbakan var á þegar hann fór af stað hefur hún skriðið lengra, þegar hann nær síðan punkti er hún komin enn lengra o.s.fr. Myndrænt lítur dæm- ið svona út: AO A1 A2 A3 A4 SO Yl S2 S3 HEIMSPEKINGUM, sérstaklega þeim sem fást við rökfræði og aðhyllast pósitívisma, hefur verið mikið í mun að skera úr um hvort þversagnirnar ættu sér stoð í veruleikanum eða hvort þær væru aðeins meinlokur mann- legrar tjáningar. Það hefur verið metnaðar- mál hjá mörgum þeirra að skýra þversagn- irnar í burtu, en þær eru lífseigar. Arnold Schwarzenegger, sá gagnmerki líkamsræktarmaður, var eitt sinn spurður að því hvers vegna hann legði á sig allt þetta lyftingapuð. Schwarzenegger svaraði því til að því fylgdi ólýsanleg sælutilfinning þegar hann færi yfir sársaukaþröskuldinn, sælutil- finning sem helst væri sambærileg við kyn- ferðislega fullnægingu. Það er ekki ólíklegt að þversagnirnar séu þau lyftingalóð heim- spekinnar sem fleyti mönnum yfir hinn and- lega sársaukaþröskuld. Það er a.m.k. ákveð- ið þroskastig hjá sérhverjum einstaklingi þegar hann játast undir þá staðreynd að til sé óendanleiki. Nú, þegar helst á að hafa gagn af öllu, þá hefur mér virst gagnsemi þversagna vera sú að auðvelda manni að sjá stöðu sína og um- hverfi með opnum hug. • ÖrnJónsson Auglýsing í búðarglugga: Við kaupum allt sem selst.$ í prinsippinu er ég á móti prinsippum. Tristan Tzara. Eitt er öruggt og það er að ekkert er öruggt; og þess vegna er það ekki öruggt að ekkert geti verið öruggt. Samuel Butler. Á þessari merkilegu eyju þar sem við- kvæmt efnahagslífið byggðist á því að íbúarnir þvoðu þvott hver fyrir annan. Lewis Carroll. Bankamaður lánar þér því aðeins pen- inga að þú getir sýnt fram á að þú þurfir ekki á þeim að halda. Ég meina það sem ég segi þýðir að ég segi það sem ég meina. Lewis Carroll. Miðillinn er boðskapurinn. Marshall McLuhan. Ef þú kveikir nógu snöggt á ljósinu sérðu hvernig myrkrið lítur út. Það eina sem er varanlegt eru breyt- ingar. Hógværðin má ekki fara út í öfgar. Koestler. ímyndunarafl þitt er meira virði en þú ímyndar þér. Lois Aragon. Hvaða hljóð kemur þegar klappað er með einni hendi? Zen máltœki. Öll hugsun nútímans snýst um að hugsa það óhugsanlega. Michel Foucault. Sá sem hræðist kvalir, kvelst vegna ótta síns. Montaigne. Sadisti er einstaklingur sem er góður við masókista. Þeim mun meira sem þú veist, þeim mun minna telur þú þig vita. Ef þeir ríku gætu ráðið fólk til að deyja fyrir sig, ættu þeir fátæku góða daga fyrir höndum. Gyðingamáltœki. Er sá sem baðar sig á hverjum degi sérstaklega hreinn eða sérstaklega skít- ugur? Listin er lygi sem leiðir okkur í sann- leikann. Picasso. Ég stenst allt nema freistingar. Wilde. Vinna fyllir þann tíma sem er til ráð- stöfunar. Parkinson. Að reyna að skilgreina fyndni erein af skilgreiningunum á fyndni. Saul Stein- berg. Guði sé lof að ég er ennþá guðleysingi. Luis Bunuel. Annar slíkur sigur gengur frá okkur. Pyrrhus. Hænan er aðferö eggsins til að búa til fleiri egg. 67

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.