Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 70
ÍÞRÓTTIR
• Atli Hilmarsson kemur heim og leikur með Fram í vetur
Flóttanum snúið við?
Líflegt íslandsmót í handknattleik framundan
ÞAÐ ER EKKI ofsögum sagt aö íslandsmót-
ið í handknattleik hefur verið frekar litlaust
síöustu árin. Áhorfendum snarfækkaði upp-
úr 1980 og upp kom aðstaða sem einhvern
tíma hefði þótt ótrúleg, að 50-60 manns og
stundum varla það kæmu til að horfa á leiki í
1. deild.
Engin einhlít skýring er til á þessari deyfð
en nokkrar samverkandi ástæður áttu líklega
mestu sökina. Við fórum að missa æ fleiri
sterka leikmenn úr landi og við það minnk-
aði aðdráttaraflið sem leikir 1. deildar
höfðu. Keppnisfyrirkomulagi var breytt, í
nokkur ár var leikin 14 umferða forkeppni
og síðan kepptu fjögur lið um meistaratitil-
inn á tjórum helgum undir vorið. Af þeim
sökum urðu margir leikjanna þýðingarlitlir
og ofangreindar áhorfendatölur fóru að líta
dagsins Ijós.
En nú eru hjólin farin að snúast í rétta átt á
ný og margt bendir til þess að íslandsmótið
sem hefst nú í lok septemher verði það líf-
legasta um áraraðir. Flóttanum til erlendra
liða virðist hafa verið snúið við. Fimm leik-
ntenn sem léku ytra í fyrra hafa snúið heim.
Sigurður Gunnarsson er kominn í Víking,
Atli Flilmarsson í Fram og Einar Þorvarðar-
son í Val. Allt landsliðsmenn og lykilmenn í
undirbúningnum fyrir ólympíuleikana í
Seoul. Að auki eru KA-mennirnir Erlingur
Kristjánsson og Jakob Jónsson komnir heim
frá Noregi og ættu að styrkja Akureyrarliðið
verulega. Á meðan hefur aðeins einn leik-
maður gert samning við erlcnt lið, Sigurjón
Sigurðsson. markakóngurinn úr Haukum og
21-árs landsliðinu, er genginn til liðs vl0
Schutterwald í vestur-þýsku 2. deildinni.
Og fleiri hafa komið úr útlegð. Þrír þjálf"
arar sem hafa gert það gott í Noregi haú'
ráðið sig til íslenskra liða. Gunnar Einarsson
er tekinn við Stjörnunni á nýjan leik og værl
vís til að leika líka með Garðabæjarliðinu-
Það myndi svo sannarlega Iífga enn uppa
deildina því Gunnar er afburða snjall leik'
maður og hefur of lítið haft sig í frammi á Þv 1
sviöinu síðustu árin. Björgvin Björgvinsson
er við stjórnvölinn hjá æskufélagi sínu. Fran’;
og Helgi Ragnarsson stjórnar 2. deildarh
Selfyssinga.
Enn eigurn við að sjálfsögðu stjörnur
erlendri grundu. Kristján Arason. Alu
Gíslason, Sigurður Sveinsson, Bjarni Gu
mundsson og Páll Ólafsson eru áfram
Vestur-Þýskalandi, Þorbergur AðalsteinS
son, Þorbjörn Jensson, Gunnar Gunnarss1
og Brynjar Harðarson í Svíþjóð og Stem
Birgisson í Noregi. Þessir myndu allir h r
enn frekar uppá íslensku 1. deildina en
70