Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 73

Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 73
^afa komið beint úr 2. deild. Blikarnir halda °Hum sínum mannskap og Hans Guðmunds- son bætist í hópinn. f>að getur verið góður styrkur að honum, ef hann verður ekki jafn °heppinn með meiðsli og hjá KR í fyrra. Hornamaðurinn snöggi Jón Þórir Jónsson skaust framá sjónarsviðið í fyrra sem einn °kkar alskemmtilegasti leikmaður og bræð- Urnir Björn og Aðalsteinn Jónssynir eru 8eysisterkir. Guðmundur Hrafnkelsson er e,tthvert mesta markmannsefni sem komið Uefur fram hér á landi, enda er hann þegar (toniinn í landsliðið. Hann sá Kópavogslið- lnu fyrir ófáum stigum síðasta vetur. Breidd- ln er kannski ekki nógu mikil hjá Breiðabliki en með sama áframhaldi ætti liðið að halda S|8 í efri hluta deildarinnar. Geir Hallsteins- S()n þjálfar liðið áfram og gjörþekkir sína hienn. FH kom einnig á óvart í fyrra með hinn 24 ara landsliðsfyrirliða, Þorgils Óttar Mathie- Ser>, sem aldursforseta. Unga kynslóðin í FH er geysilega efnileg og Hafnarfjörður er SV|paður í handboltanum og Akranes í ^iattspyrnunni, það er nánast hefð að ungar s,jörnur leysi alltaf þær eldri af hólmi, hvað Sern á dynur. Héðinn Gilsson er sífellt að ,'®ta við sig reynslu og verður væntanlega raðum ekki bara efnilegur. Piltar á hans reki eru í flestum stöðum, og eru flestir líka ekilmenn í yngri landsliðunum. Þar má nefna Gunnar Beinteinsson, Pétur Petersen, skar Helgason, Magnús Árnason mark- Vórð - þessir allir og fleiri til hafa burði til að Ua langt. FH teflir fram sama liði og í fyrra, ‘?ri eldra og reynsluríkara. Viggó Sigurðsson Jalfar áfram, hjá honum virðast FH-strák- arnir í góðum höndum. j^ARNAN uppfyllti ekki þær vonir sem Ur>dnar voru við liðið á síðasta keppnis- i abili. Meistaraefnin svokölluðu komust Urei í tæri við toppinn en bættu sér það þó j,PP oieð sigri í bikarkeppninni í fyrsta skipti. ^Jarnan hefur misst lykilmann, Hannes etfsson, yfir í Fram og Pál Björgvinsson Jaifara og leikmann til HK. í staðinn kemur I . nnar Einarsson sem þjálfari og jafnvel q krnaður og hann þekkir bærilega til í . are>abænum, þjálfaði liðið í áraraðir áður ^ar|n fór til Noregs. Stórskyttan Gylfi tr|r8*Sson verður væntanlega áfram eitt aðal- ^ ttp Garðbæinga ásamt yngri mönnunum, 8Urjóni Guðmundssyni, Einari Einarssyni ^. ^kúla Gunnsteinssyni. Sennilega hefur íslJarnan ekki nægilega breidd til að vinna ^andsmótið en það gæti þó verið hættulegt ^skrifa Garðbæingana. alsmenn ollu sjálfum sér og stuðnings- þr,.nnuni sínum miklum vonbrigðum í íyrra. alj t.^r’r ágætan mannskap náðu þeir sér gó^e' a strik, það vantaði festu í liðið og höfnn Jeikstjórnanda. Markvarslan var líka úr .erkur en slíkar áhyggjur ættu að vera s°gunni við endurkomu Einars Þor- varðarsonar. Geir Sveinsson, Júlíus Jónas- son og Jakob Sigurðsson eru allir reyndir landsliðsmenn þrátt fyrir að vera rétt liðlega tvítugir og Valdimar Grímsson gefur þeim ekkert eftir á góðum degi. Valsmenn hafa fengið góðan liðsstyrk, auk Einars er hinn efnilegi Jón Kristjánsson kominn frá KA og Ármenningurinn hávaxni Einar Naabye. Pálmi Jónsson er farinn í Fram en hann náði aldrei að festa rætur í liðinu í fyrra. Pólverj- inn Stanislav Moadrowski tekur við af Jóni Pétri Jónssyni sem þjálfari og standi hann öðrum löndum sínum sem hingað hafa komi á sporði þurfa Valsmenn ekki að kvíða vetr- inum. Valsarar stefna að því að leika á eigin heimavelli í vetur, í Valshúsinu, fyrstir Reykjavíkurliða. Kannski þeim takist loks- ins að láta verulega að sér kveða? KA kom á óvart í fyrra með frískt og létt leikandi lið sem gat unnið alla og tapað fyrir öllum. Það hefur loðað við Akureyrarliðin að missa jafnan sína bestu menn suður og nú er Jón Kristjánsson farinn í Val. Hinsvegar eru stóri bróðir hans, Erlingur Kristjánsson, og Jakob Jónsson komnir heim frá Noregi og styrkja liðið án efa talsvert. Þeir verða væntanlega í aðalhlutverkum ásamt hinum líflega miðjumanni Pétri Bjarnasyni, Frið- jóni Jónssyni og markverðinum og þjálfar- anum Brynjari Kvaran. Miðjusæti í deildinni er líklegt hlutskipti KA en allt getur gerst, ekki síst með góðum stuðningi áhorfenda á Akureyri. Þar lenda öll aðkomulið í erfið- leikum. KR-ingar börðust í fyrra við að halda sér í deildinni en komu að ýmsu leyti á óvart. Þeir tefldu fram mörgum bráðefnilegum leik- mönnum, hornamaðurinn Konráð Olavsson og varnarmaðurinn Þorsteinn Guðjónsson eru þar fremstir í flokki. KR hefur misst tvo af reyndari mönnum sínum, Hans Guð- mundsson, sem reyndar nýttist lítið í fyrra vegna meiðsla, er farinn í Breiðablik og Sverrir Sverrisson í Gróttu. Sigurður Sveins- son, bráðefnilegur homamaður úr Aftur- eldingu, er hinsvegar kominn í röndótta bún- inginn. Ólafur Jónsson þjálfar liðið áfram. KR getur komið öllum liðum í opna skjöldu en líka hrunið saman þegar verst gegnir. Það fer eftir stemmningunni og baráttuviljanum hvar KR-ingar verða í deildinni en fall- barátta er líklegasta hlutskiptið. SKYLDU FRAMARAR loksins komast í fremstu röð á ný í vetur? Þeir hafa verið í löngum öldudal og í fyrra þegar við talsverðu var búist af þeim drógust þeir niður í fall- baráttu eftir ágæta byrjun. En nú virðist Fram loksins hafa burði til að spjara sig. Þar munar mest um Atla Hilmarsson sem er kominn heim frá Vestur-Þýskalandi og Hannes Leifsson, þann drjúga og útsjónar- sama miðjumann, sem er aftur kominn í sitt gamla félag eftir að hafa gert góða hluti hjá Stjörnunni. Pálmi Jónsson kemur úr Val og gæti spjarað sig í horninu. Fyrir eru góðir leikmenn á borð við Egil Jóhannesson, Hermann Björnsson og Birgi Sigurðsson.' Björgvin Björgvinsson þjálfar sitt gamla fél- ag, tekur við af Dananum Per Skaarup sem reyndist misjafnlega en verður þó saknað úr vörninni. Nú gæti verið komið að Frömur- um, hver veit? IR leikur í 1. deild á ný eftir að hafa hrapað niður í þá þriðju á mettíma og byggt upp nýtt lið. Liðið er skipað ungum og jöfn- um leikmönnum sem margir leika í fyrsta sinn í 1. deild. Reynslan er ekki mikil og gæti reynst Breiðhyltingum fjötur um fót. ÍR er með sama mannskap og vann 2. deildina í fyrra. Lykilmenn verða væntanlega Guð- mundur Þórðarson þjálfari, hornamaðurinn Frosti Guðlaugsson, markvörðurinn Hrafn Margeirsson og Ólafur Gylfason en tveir þeir síðastnefndu voru í 21-árs landsliðinu sl. vor. ÍR-ingar Ieggja örugglega allt í sölurnar til að halda sæti sínu í deildinni og miklu máli skiptir hvernig byrjunin verður, en tveir fyrstu mótherjarnir verða Víkingur og FH. Allt annað en fall mun teljast góður árangur hjá ÍR. Þórsarar eru á óvæntan hátt komnir í 1. deildina þar sem þeir hafa einu sinni áður leikið, fyrir 14 árum. Þór lék í 3. deild fyrir tveimur árum og fyrir síðasta keppnistímabil voru blikur á lofti. Þátttaka liðsins í 2. deild hékk á bláþræði vegna fjárhagsörðugleika og síðan var því af mörgum spáð falli í 3. deild. En Þórsararnir ungu uxu með vandanum, laumuðu sér sífellt ofar í deildinni og sigruðu loks Eyjamenn í hreinum úrslitaleik um 2. sætið í lokin. Þór er með ungt og reynslulaust lið en Erlendur Hermannsson þjálfari þykir hafa náð ótrúlega miklu útúr því. Hvort þeir töfrar hans duga í 1. deild er hinsvegar óvíst. Sigurður Pálsson er eitt eftirtektarverðasta nafnið í liði Þórs, en Sigurpáll Aðalsteinsson er efnilegur hornamaður sem vakti athygli í fyrra. Það er erfitt að spá Þór öðru en botn- sætinu í deildinni, en einmitt það gæti reynst þeirra besta vopn í vetur. • Víöir Sigurðsson 73

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.