Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 32

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 32
ERLENT Atvinnuþref og kvenna- kvóti Hrœringar í vestur-þýska jafnað- armannaflokknum Töluverðar sviptingar urðu á landsfundi þýskra jafnaðarmanna, sem haldinn var í borginni Munster um mánaðamótin ágúst/ september. Það var reyndar fyrirsjáanlegt, að fundurinn yrði með líflegra móti, ekki síst vegna þess að konur voru staðráðnar í að leggja til atlögu við karlaveldið í flokknum. Áður en fundurinn hófst voru jafnaðarkonur búnar að berja sainan tillögu, þar sem þær kröfðust aukinna áhrifa innan flokksins. Þessi tillaga hafði þegar valdið nokkrum deil- um, enda þarf ekki djúptæka söguspeki til að gera sér grein fyrir því að Adamssynir hafa jafnan verið tregir til að afsala sér völdum í hendur kvenna. Þrátt fyrir að jafnaðarmenn hafi löngum átt vaskar baráttukonur í sínum röðum, hef- ur kvenpeningurinn átt undir högg að sækja í flokknum. Það sem einkum fór fyrir brjóstið á íhaldssömum flokkspostulum var sú krafa Evudætra, að konur fengju í framtíðinni 40 af hundraði allra embætta innan flokksins í sinn hlut. Gagnrýnendur þessa kvóta héldu því fram, að þetta væri óraunhæft hlutfall í ljósi þess að einungis fjórði hver flokksfélagi væri kvenkyns. Andstæðingar kvennakvótans töldu því rétt að fara hægar í sakirnar og byrja á því að hleypa konum í fjórða hvert embætti innan flokksins. Konurnar hopuðu hins vegar hvergi og neituðu að fallast á slíka málamiðl- un. Þær töldu það eina ráðið til að efla þátt- töku kvenna í flokksstarfinu að umræddur kvóti kæmist á. Þegar tillaga kvennanna var borin upp á landsfundinum í Múnster fékk hún að vonum misjafnan hljómgrunn. Leið- togar jafnaðarmanna í fylkjunum Bæjara- landi og Baden-Wúrtemberg snerust gegn henni og freistuðu þess að stöðva framsókn kvennanna. Það vó hins vegar þungt á met- um, að ein skærasta stjarna jafnaðarmanna um þessar mundir, Björn Engholm, forsætis- ráðherra Slésvíkur-Holtsetalands, beitti sér með oddi og egg fyrir því að tillagan yrði samþykkt. Engholm skoraði á félaga sína að sýna lit og leggja sitt af mörkum til að krafan um jafnrétti kynjanna hætti að vera innantómt orðagjálfur. Niðurstaða þessara fjörugu um- ræðna varð sú, að 40-prósentreglan var sam- þykkt með 87 af hundraði atkvæða. Konur voru því að vonum sigurglaðar og fögnuðu þessum ávinningi með baráttusamkomu, þar Nýkjörinn varaformaður þýska jafnaðar- mannaflokksins, Herta Daubler—Gmelin ásamt formanni flokksins Hans—Jochen Vogel. sem þær kyrjuðu konuvísur og kampavínið glóði á skál. Þrátt fyrir að þessi tillaga hafi verið sam- þykkt, telja ýmsir að það geti orðið erfitt að finna nægilegan fjölda viljugra kvenna til að fylla kvótann. Þegar ljóst varð, að konurnar höfðu haft sitt fram, sendi þýski heilbrigðis- ráðherrann Rita Sússmuth kynsystrum sín- um heillaóskaskeyti. Ingrid Adam- Schwátzer, sem býður sig fram til formanns í flokki frjálsra demókrata, lét sömuleiðis til sín heyra og óskaði jafnaðarkonum til ham- ingju með sigurinn. Ef marka má viðtöl við forystumenn annarra þýskra stjórnmála- flokka er reyndar ljóst, að kvótareglan á ekki upp á pallborðið á öðrum bæjum. Það er því líklegt að jafnaðarmenn verði í þessu tilliti einir á báti. Á hinn bóginn er ekki loku fyrir það skotið, að þetta frumkvæði eigi eftir að auka fylgi flokksins í næstu kosningum. En það voru fleiri tíðindi sem settu svip á landsfund jafnaðarmanna í Múnster. „Krónprinsinn" Óskar Lafontaine, forsætis- ráðherra Saarlands, sem löngum hefur verið talinn líklegt kanslaraefni jafnaðarmanna í næstu þingkosningum, flutti ræðu á fundin- um, þar sem hann viðraði hugmyndir sínar um nýskipan atvinnu- og efnahagsmála. La- fontaine lagði til að flokkurinn endurskoð- aði afstöðu sína í þeim efnum og tæki upp nútímalegri stefnu. Lafontaine ítrekaði þá sannfæringu sína að stytting vinnutímans væri eitt árangursríkasta meðalið sem völ væri á til að kveða atvinnuleysisdrauginn í kútinn. Hugmynd Lafontaines er í sjálfu sér ofureinföld: með því að stytta vinnutímann skapast rúm fyrir aukinn mannafla á vinnu- markaðnum. Þrátt fyrir þessa skýru og einföldu rök- leiðslu, ruku fulltrúar verkalýðsins á fundin- um upp til handa og fóta. Að lokinni ræðu Lafontaines óðu þeir hver af öðrum í pontu og vændu,, krónprinsinn" um að vilja skerða hlut hinna vinnandi stétta. Það sem olli þeim mestri bræði var sú hugmynd Lafontaines að skapa fleiri atvinnutækifæri með því að slaka á lögum um bann við helgarvinnu. Þetta töldu verkalýðshetjurnar aldeilis fráleitt og það var helst á þeim að skilja, að með slíkum „grillum“ ætlaði Lafontaine að beita sér fyrir ómennskri vinnuþrælkun. „Krónprinsinn" tók þessum ákúrum með stillingu, enda þekktur fyrir að halda ró sinni, á hverju sem dynur. Það er enginn vafi að með tillögum sínum í atvinnumálum vill Lafontaine „opna“ flokk- inn og gera hann fýsilegri valkost í augum þeirra sem stunda sjálfstæðan atvinnurekst- ur. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Verka- lýðsarmur flokksins er orðinn vanur því að gefa tóninn í atvinnumálum og óttast um völd sín, ef hugmyndir af þessu tæi skjóta rótum. Stjórnmálaskýrendur eru hins vegar flestir á einu máli um að flokkurinn þurfi svo sannarlega á nýju blóði að halda og það sé honum nauðsynlegt að höfða til breiðari kjósendahóps, ef hann vilji eiga von um að endurheimta völdin í Bonn. En hefðin er máttug og Lafontaine fékk illilega að kenna á því þegar gengið var til kosninga á lands- fundinum. Á sama tíma og formaður flokks- ins, Hans Jochen Vogel, var endurkjörinn nær einróma, varð „friðarspillirinn'1 frá Saarlandi að sætta sig við 64 af hundraði atkvæða sem einn af þremur varaformönn- um flokksins. Hinir tveir. Jóhannes Rau og Herta Daubler-Gmelin, sem kvennakvótinn lyfti á stall, fengu báðir meira fylgi. Þrátt fyrir þennan skell lét Lafontaine engan bil- bug á sé finna og lofaði fundarmönnum að hann myndi halda sínu striki. Þessi ósigur Lafontaines er hins vegar tal- inn geta orðið,, krónprinsinum" skeinuhætt- ur, þegar kemur að því að velja kanslaraefni jafnaðarmanna fyrir næstu kosningar til þingsins í Bonn. Það kemur honum þó til góða, að frambærileg kanslaraefni eru ekki á hverju strái í flokknum. Enda þótt Hans Jochen Vogel njóti óskoraðs trausts meðal flokksbræðra sinna er vafasamt, að hann verði látinn keppa við Kohl í næstu kosning- um. Vogel hefur að vísu unnið þarft verk með því að setja niður innbyrðis deilur og koma flokksstarfinu í fastari skorður. Hins vegar er hann ekki líklegur til að vinna hylli fjöldans, enda hefur hann einu sinni áður verið í fylkingarbrjósti jafnaðarmanna í þingkosningum, án þess að hafa erindi sem erfiði. Það er því útlit fyrir að jafnaðarmenn séu tilneyddir að spenna óróasegginn Lafon- taine fyrir flokksvagninn í næstu kosningum, svo framarlega sem engri nýrri stjörnu skýtur upp á flokkshimininn þangað til. Arthúr Björgvin Bollason/Munchen 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.