Þjóðlíf - 01.09.1988, Qupperneq 33

Þjóðlíf - 01.09.1988, Qupperneq 33
ERLENT Vinnustaðafundur með Ortega Fundur „andspænis alþýðunni". Einar Hjörleifsson skrifar: „Herra forseti, við kennarar erum orðnir dauðþreyttir á því að störf okkar séu vanmet- in. Kannski er ekki við hæfi að kvarta á fundi sem þessum, en við getum ekki öllu lengur setið undir þessum árásum.“„Félagi, við er- um einmitt hingað komin til þess að skiptast á skoðunum og ræða þaö sem okkur ber á milli. Annars vildi ég gjarnan vita hvaða ár- ásir þú átt við. Segðu mér betur af því.“ Þeir sem hér ræða saman eru Daníel Or- tega, forseti Nicaragua og kennari á þrítugs- aldri. Skoðanaskiptin fara fram fyrir opnum tjöldum, „andspænis alþýðunni", en fundir með þessu nafni (De cara al pueblo) eru haldnir reglulega víðs vegar um landið. Þar getur hver sá mætt sem vill fá tækifæri til þess að ná tali af æðstu embættis- og stjórnmála- mönnum landsins. Þeir hlýða aftur á móti á umkvörtunarefni fólksins, svara fyrirspurn- um og oftar en ekki nota þeir tækifærið til að koma með stórpólitískar yfirlýsingar. Fund- irnir eru sendir beint út í útvarpi og kaflar úr þeim síðan fluttir í sjónvarpi. Heimildamaður Þjóðlífs brá sér á einn slíkan fund um miðjan júní í hópi frétta- manna frá ýmsum þjóðum. Fundurinn var haldinn 13 km fyrir utan Managua, í einni af best reknu verksmiðjum í eigu ríkisins, Prosan, en hún framleiðir ýmsa hreinlætisvörur úr pappír. Þrátt fyrir hið góða orð sem fer af verk- smiðjunni, er ekki beint glæsilegt um að lit- ast innanhúss. Vélarnar virðast gamlar og allt að því ryðgaðar, verksmiðjuhúsinu hefur ekki verið sérlega vel við haldið. Loftkæling er hér engin og svitinn rennur í stríðum straumum jafnvel af hagvönum „nicum“ (Nicaraguamönnum), enda er hitinn úti fyrir nálægt 40 stigum og húsið óeinangrað. En meðan fréttamennirnir koma sér fyrir með myndavélar, ljóskastara og minnisblokkir og verkamennirnir pískra eftirvæntingarfullir saman í litlum hópum, skulum við rétt sem snöggvast íhuga ástandið í landinu. Fyrir aðeins nokkrum dögum urðu miklar sviptingar í efnahagslífi Nicaragua, þegar til- kynnt var um mikla gengisfellingu córdob- ans gagnvart Bandaríkjadal og umtalsverðar verðhækkanir á vörum og þjónustu. Þessar efnahagsaðgerðir verða að skoðast í ljósi at- burða snemma á árinu. Um miðjan febrúar var framkvæmd mynt- breyting í landinu, þrjú núll voru skorin af gjaldmiðlinum á einni nóttu. Fuli þörf var á aðgerðum, því árin á undan hafði efnahagur þjóðarinnar farið hríðversnandi, framleiðsl- an dregist saman og kaupmáttur rýrnað um allt að helming. Verðbólgan var hátt á annað þúsund prósent og upplausn ríkjandi í efna- hagsmálunt (Þjóðlíf, febrúar 1988). Mynt- breytingin heppnaðist vel útaf fyrir sig, enda hafði hún verið skipulögð með ítrustu leynd mánuðum og árum saman. Peningamagn í umferð dróst saman um allt að 20%, en hin gegndarlausa seðlaprentun hafði átt drjúgan þátt í að auka verðbólguna ásamt stríðinu við kontrasveitirnar og viðskiptabanni Banda- ríkjanna. Spekúlantar og gagnbyltingar- menn sátu margir hverjir uppi með hrúgur af ónothæfum seðlum og það sást til banda- rískra sendiráðsmanna sem reyndu að losna 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.