Þjóðlíf - 01.09.1988, Síða 45

Þjóðlíf - 01.09.1988, Síða 45
MENNING — Vinnukonan Guðný og vinnumaðurinn Ólafur, leikin af Eddu Backman og Þór H. Túliníus. ónusaga þeirrar konu sem í hlut átti. Öllum nöfnum á persónum og bæjarheitum er breytt. Ég tek mér og verð að taka mér skáldafrelsi varðandi alla persónusköpun. Að vfsu styðst ég við þá atburðarás sem lesa má úr réttarskjölum og varða samskipti vinnukonunnar og húsbænda hennar en að öðru leyti er þetta skáldskapur. Það má segja að efni verksins sé tvíþætt. Ég tvinna saman ástarsögu og félagslega baráttu vinnuhjúa í sveit. — Á þessum tíma voru við lýði eldgamlar hefðir og íhaldssöm vinnuhjúalöggjöf sem gilti auðvitað bæði fyrir konur og karla. Þetta voru umbrotatímar. Ári áður höfðu konur og vinnuhjú fengið kosningarétt til Alþingis en með takmörkunum þó. Það var miðað við 40 ára aldursmarkið. Fyrsta verkakvennafélagið var stofnað í Reykjavík um líkt leyti. í kvennabaráttunni sem á und- an var gengin hafði verið barist á mörgum vígstöðvum alveg eins og síðar varð, í þeirri kvennabaráttu sem er nær okkur í tímanum. Vinnuálag kvenna var t. d. líka í brennidepli. I Næturgöngu er fjallað um baráttu einnar konu gegn hefðbundinni kúgun og vinnu- áþján en vinnumaðurinn bjó líka við félags- legt ófrelsi. Vistarskyldan var raunar enn í gildi þó menn gætu leyst sig undan henni með leyfisbréfi og orðið þannig frjálsir ferða sinna. Á þessum tíma má, að ég held, greina fjörbrot ánauðar gagnvart vinnuhjúum í sveit. Hér var auðvitað um að ræða barátt- una um vinnuaflið milli sjávar og sveita og aukna vitund hjúa um kjör sín og ófrelsi. í ritgerð sinni, vinnuhjú á 19. öld, (Ritsafn Sagnfræðistofnunar 5) víkur höfundurinn, Guðmundur Jónsson, að málsókn vinnukon- unnar sem Næturganga byggist á og telur hana„ tímanna tákn“. Ætli Næturganga fjalli ekki um ást og uppreisn, einstaklingsupp- reisn. En önnur persóna í leiknum er fulltrúi þess þorra alþýðufólks sem hefur orðið að þreyja og þrauka í þögn í lægsta mannfélags- stiganum án þess að eiga þess kost að gera félagslega uppreisn, — það er niðursetn- inguinn. — Það hefur ávallt vakið áhuga minn og furðu hvernig menn reyna að skírskota til tilfinninga fólks til þess að fá það til að sætta sig við kúgun, hvernig menn gera tilfinningar skilyrtar ef svo má segja, en þá vaknar kannski spurningin: hvaða skilyrði setur ást- in sjálf þegar búið er að svipta hana öllum félagslegum hækjum sínum. Þegar hún á ekki lengur neina réttlætingu aðra en að vera í sjálfu sér. Fylgdist þú með upptökunum í sumar? — Nei, ég var ekki við upptökurnar á Næturgöngu en fór í heimsókn austur og fannst alveg geysilega gaman að sjá hvað leikstjóri og hans starfsfólk, leikmynda- hönnuður og upptökustjóri höfðu gert. Mað- ur fluttist aftur í tíma um nokkra áratugi og mér finnst þeir hafa unnið mjög gott verk og það er einvalalið leikara í myndinni. Þegar ég var að skrifa leikritið hef ég líklega lifað mig svo sterkt inn í þennan tíma að það hvarflaði aldrei að mér fyrr en farið var að kvikmynda að auðvitað kynni þetta unga fólk hvorki að slá né hugsanlega heldur að raka. Mér fannst svolítið hlægilegt að ég skyldi hafa verið blind fyrir að þarna voru mörg handtök sem sumir leikaranna höfðu aldrei kynnst. Hefurðu verið í sveit? — Ég var sem unglingur í sveit, í Mý- vatnssveit og á Kirkjubæjarklaustri. Ég starf- aði að vísu sem símastúlka en ég greip nátt- úrlega í önnur störf með eins og unglingar gera svo ég er ekki algjör rati í landbúnaðar- störfum, annars eru þau allt öðru vísi núna. Svo er ég gift inn í bændaþjóðfélagið. Gekkstu lengi með hugmyndina að Nætur- göngu? — Ég var að velta þessari hugmynd fyrir mér, þegar haft var samband frá Sjónvarpinu og gat þess vegna sest niður strax og unnið úr henni. Síðan er liðinn langur tími og ég hef verið önnum kafin við Gunnlaðarsögu og önnur störf síðastliðin þrjú ár, þannig að ég hef ekki hugleitt þetta efni lengi. Ég þarf að rifja upp á ný hvernig ég hugsaði þegar ég skrifaði leikritið fyrir þremur árum. Er kvennabaráttan og jafnréttishugsjónin ennþá sterkur þáttur í þínum skrifum? — Ég lít á kvennabaráttuna sent lið í al- mennri mannréttindabaráttu og hef alltaf gert það. Mér finnst í rauninni ekki hægt að byggja á neinum öðrum grunni en almennri mannréttindabaráttu. Konur eru ekki stund- arfyrirbrigði. Meðan brotin eru mannrétt- indi á fólki og því gert ókleift að njóta virð- ingar sem mennskar verur hvort sem það eru karlar eða konur, þá hljótum við að berjast. Munurinn er bara sá að fjöldabarátta kemur í bylgjum en rithöfundur verður alltaf að vera með augun opin fyrir lífinu í kringum sig. Annars er aðeins eitt verka minna sem tengist kvennabarátttu sem slíkri. Guðbjörg Guðmundsdóttir 45

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.