Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 7

Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 7
INNLENT ....þá er ísland ekki annað en bananalýðveldi...“ Sœmundur Guðvinsson blaðamaðu skrifar: . . . ef ekkert gerist í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar Segir ighvatur Björgvinsson formaður fjárveitinga- nefndar Sighvatur Björgvinsson formaður fjárveiting- anefndar. Ég er ákveðinn í að krefj- ast ítarlegri upp- lýsinga. Myndir: Marisa Arason — Um leið og ríkisendurskoðun var tekin undan fjármálaráðherra fór hún að blómstra og nú er farið að taka fast á óeðlilegri þcnslu í ríkisrekstrinum og evðslu á almannafé sem engin heimild er fyrir. Við getum tekið Landakotsmálið sem skýrt dæmi en af nógu er að taka. I lögum um opinberar fram- kvæmdir segir að þegar framkvæmdum sé lokið skuli fara fram skilamat og kanna hvernig áætlanir stóðust. A þessu hefur verið misbrestur og ég er til dæmis ákveðinn í að krefjast upplýsinga um það hvers vegna framkvæmdir við Listasafn íslands fóru langt fram úr áætiun. Og er cðlilegt að húsa- meistari ríkisins annist bæði framkvæmdir og eftirlit eins og um var að ræða í þessu tilfelli? sagði Sighvatur Björgvinsson for- maður fjárveitinganefndar um breytingar á lögum um Ríkisendurskoðun. Þann 1. janúar 1987 gengu í gildi lög þar sem kveðið var á um að Ríkisendurskoðun skuli starfa á vegum Alþingis en vera óháð handhöfum framkvæmdavaldsins, en áður var Ríkisendurskoðun sjálfstæð stjórnar- deild innan fjármálaráðuneytisins og laut fjármálaráðherra. Síðan hafa athugasemdir ríkisendurskoðunar um ýmis atriði sem af- laga hafa farið í rekstri ríkisfyrirtækja og stofnana verið mjög í sviðsljósinu. Formaður fjárveitinganefndar fagnar mjög nýfengnu sjálfstæði Ríkisendurskoðunar: — Fram að þessari breytingu var Alþingi mjög háð aðstoð framkvæmdavaldsins við gerð fjárlaga. Það fékk aðstoð frá embættis- mönnum sem þekktu vel alla innviði, en voru um leið tillögusmiðir að því, sem þeir áttu svo að sjá um framkvæmd á. I fyrsta sinn í sögunni hefur Alþingi fengið stofnun til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu án þess að vera háð því, sagði Sighvatur Björgv- insson. Virðingarleysi í garð Alþingis — í lýðræðisríkjum í kringum okkur starfa óháðar stofnanir í tengslum við þjóð- þingin til að hafa eftirlit með framkvæmda- 7

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.