Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 12

Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 12
INNLENT Ríkisendur- skoðun sætir endurskoðun í 5. grein laga um Ríkisendurskoðun segir að reikningar ríkisendurskoðunar skuli endurskoðaðir af óháðum löggiltum end- urskoðanda sem tilefndur er af forsetum Alþingis. Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings sagði í samtali við Pjóðlíf þegar þessi grein var í smíðum, að forsetar þingsins væru nýbúnir að tilnefna mann til að annast þetta verkefni. Guðrún sagði ekki nokkurn vafa á því að þetta nýja fyrirkomulag væri til stórbóta, enda hefði Ríkisendurskoðun verið meira og minna múlbundin áður og ýmislegt í rekstri Alþingis ekki verið til fyrirmyndar. SG. Guðrún Helgadóttir forseti Sameinaðs þings telur hið nýja fyrirkomulag til stórbóta. Lögin um Ríkisendurskoðun Núverandi lög um Ríkisendurskoðun voru samþykkt á Alþingi 16. apríl 1986 og öðluðust gildi 1. janúar 1987. I 1. grein laganna segir að Ríkisendurskoðun starfí á vegum Alþingis og annist endurskoðun hjá ríkisstofnunum og þeim aðilum öðrum sem hafa með hönd- um rekstur eða fjárvörslu á vegum ríkisins. Ennfremur hafi hún eftirlit með framkvæmd fjárlaga og skuli vera þingnefndum og yfír- skoðunarmönnum ríkisreiknings til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins. Ríkisendurskoðun er óháð ráðuneytum og öðrum handhöfum framkvæmdavaldsins. I lögunum ségir að forstöðumaður stofn- unarinnar sé ráðinn til sex ára í senn af for- setum Alþingis. Hann sé starfsmaður Al- þingis og beri ábyrgð gagnvart því. Ríkisendurskoðandi nýtur sjálfstæðis í starfi og er ekki bundinn af fyrirmælum um einstaka þætti þess. Forsetar Alþingis geta þó, að eigin frumkvæði eða samkvæmt ósk- um þingmanna, krafið hann skýrslna um ein- stök mál. Ríkisendurskoðun getur krafist reikningsskila af stofnunum, sjóðum og öðr- um aðilum sem hafa með höndum fé eða ábyrgðir frá ríkinu. Jafnframt er ríkisendur- skoðun heimilt að kalla eftir greinargerðum um ráðstöfun styrkja og annarra framlaga af ríkisfé og hún getur rannsakað reikningsskil þeirra stofnana og félaga sem ríkissjóður á hlut f. Þá getur ríkisendurskoðun fram- kvæmt stjórnsýsluendurskoðun hjá ríkisfyr- irtækjum en í slíkri endurskoðun felst að könnuð er meðferð og nýting á ríkisfé. Skal stofnunin vekja athygli hlutaðeigandi stjórn- valda á því sem úrskeiðis fer í rekstri og gera tillögur um úrbætur. Þegar þessum ákvæð- um er beitt skal ríkisendurskoðandi gera fjárveitinganefnd grein fyrir ákvörðunum sínum, en nefndin getur einnig haft frum- kvæði að athugunum. Tildrög þessarar lagasetningar voru þau, að Steingrímur Herniannsson forsætisráð- herra skipaði sumarið 1983 nefnd, til að semja tillögur um hvernig gera mætti stjórn- kerfið virkara og bæta stjórnarhætti. Var það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar og samkomulag stjórnarflokkanna. Sagði meðal annars í skipunarbréfi nefndar- innar að markmið slíkra fyrirhugaðra stjórn- kerfisbreytinga sé að efla eftirlit löggjafar- valds með framkvæmdavaldinu. I nefndina voru skipuð þau Eiríkur Tómasson, Asgeir Pétursson, Bjarni Einar- sson, Helga Jónsdóttir og Jón Steinar Gunn- laugsson. Starfsmaður nefndarinnar var Þórður Ingvi Guðmundsson. Nefndin samdi frumvarp til laga um ríkisendurskoðun sem var lagt fyrir þingið 1983/84, en það hlaut ekki afgreiðslu og var síðan lagt fram á ný 1985/86 með ýmsum breytingum sem gerðar voru í meðförum Alþingis. SG. 12

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.