Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 13

Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 13
INNLENT Ánægja með staðgreiðsluna Viðtal við Gest Steinþórsson, skattstjóra í Reykjavík — Það er alltaf eitthvað jákvætt að ske hjá okkur, nema hvað við erum að kafna í pappír. Fólk vartar ekki mikið undan okkur. Og það virðist vera almennt séð nokkuð mik- il ánægja með framkvæmd staðgreiðslunn- ar. Ég heyri allavega ekki annað og það verð- ur nú að kallast gott, sagði Gestur Steinþórs- son þegar Þjóðlíf spurði hann hvort fólk væri ánægt með framkvæmd staðgreiðslunnar í tilefni þess að nú er rétt ár liðið síðan hún var tekin upp. — Reynslan af staðgreiðslukerfinu verð- ur að teljast nokkuð góð miðað við hvað fyrirvarinn var skammur. Við eigum hins- vegar eftir heilmikla vinnu eftir sem að ekki vannst tími tii að undirbúa fyrir gildistökuna. Það var lögð öll áhersla á að þetta gæti geng- ið snurðulaust fyirir sig gagnvart launafólki og ég held að það hafi tekist svona þokka- lega. Eins og gengur og gerist hafa náttúr- lega komið upp ýmsir agnúar, eins og t.d. kom fram í sambandi við Tryggingastofnun Ríkisins, en þó ekkert meiri en við mátti búast. Húsnæðisbætur í ágúst Hvaða glaðningi má fólk búast við frá ykk- ur á árinu annan en hinn hvimleiða álagn- ingaseðil? — Húsnæðisbætur fá allir þeir sem hafa hafið byggingu eða keypt sér íbúðarhúsnæði til eigin nota á árunum 1987 og 1988 og sækja um slíkt. Slíkar umsóknir eiga að fylgja skattframtalinu og sérstök umsóknareyðu- blöð má fá á næstu skattstofu. Fólk má eiga von á því að fá bæturnar greiddar í byrjun ágúst og verða þær borgaðar í einu lagi. Grunntala húsnæðisbótanna er 47.400, en það á eftir að koma á hana hækkun, sam- kvæmt lánskjaravísitölu eins og hún breytist frá 1. desember 1988 til 1. júlí 1989. Þannig að hún gæti hækkað eitthvað. — Þessar húsnæðisbætur eiga að greiðast fólki næstu 6 árin. Hugmyndin er að fólk geti fengið þetta einu sinni á æfinni. Ef maður selur húsnæðið, þá hættir maður að fá bæt- urnar, og þá geymist rétturinn sem er ónýtt- ur og vaknar fyrst til lífsins þegar keypt er aftur. Þessar bætur greiðast hverjum og ein- um einstaklingi sem keypt hefur sér hús- næði, ef það eru t,d, hjón sem kaupa saman þá fá þau bæði þessar bætur, og jafnvel þótt 10 manns keyptu sama húsnæðið myndu þeir allir fá þessar bætur. — Það er hinsvegar rétt að taka það fram að ef fólk skuldar opinber gjöld, tekjuskatt, þinggjöld eða útsvar, þá yrði sú skuld dregin af bótunum áður en hún kæmi til greiðslu. Hjá flestu launafólki á álagning opinbera gjalda hinsvegar að stemma við greiddan staðgreiðsluskatt þannig að ég hygg nú að flestir fái þetta greitt. Vaxtafrádráttur vegna húsnæðiskaupa — Þeir íbúðarkaupendur sem keyptu sér húsnæði fyrir árið 1987 eiga ekki rétt á hús- næðisbótum, en eiga hins vegar rétt á 13

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.