Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 16

Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 16
INNLENT siglt meö þessi efni eftir sömu siglingaleiðum og aðra frakt. Frá mínum bæjardyrum séð er það vart spurning hvort slys eða árekstur verði samfara þessu heldur einungis um það hvenær slíkt gerist. — Til að draga úr þessari hættu þarf á alþjóðavettvangi að setja strangari reglur um siglingar þessara skipa, að þau tilkynni stað- arákvörðun sína oftar en önnur skip þannig að hægt sé að fylgjast betur með þeim, og að þau haldi sig á fáfarnari siglingaleiðum til að draga úr líkunum á árekstri. Hefur orðið vart við geislavirka mengun í hafinu við ísland? — Hér við land hefur ekki orðið vart við geislavirka mengun í sjó umfram það sem talið er náttúruleg „bakgrunns“-mengun. Reyndar barst umtalsverð geislamengun í sjóinn fyrir nokkrum árum frá kjarnorkuver- inu í Sellafield á Englandi. Þetta kjarnorku- ver er á vesturströnd Englands við Irska haf- ið. Vottur af þessari mengun fannst í sjó við Austur-Grænland fyrir 5 til 6 árum síðan. — Hafstraumar frá vestanverðri Evrópu liggja inn í Norðursjó, þaðan norður eftir strönd Noregs, en skipta sér svo og fer annar hluti straumanna norður fyrir Síberíu en hinn vestur um Svalbarða til Austur-Græn- lands. Þar berast þeir í Austur-Grænlands- strauminn, sem streymir suður með Græn- landi. Með Austur-Grænlandsstraumnum gæti mengun frá vestanverðri Evrópu borist í sjó umhverfís ísland. írar töpuðu fisknum — Ef geislamengun bærist hingað til lands frá Sellafield er hún vart mikil, en það segir þó ekki nema hálfa söguna. Geisla- mengun í sjó er m.a. alvarleg að því leyti að hún getur enst í hundruð ára, jafnnvel árþús- undir. Ef slík mengun rennur viðstöðulaust í sjóinn, þó í litlu magni sé, þá eykst magn mengandi efna gífurlega á hverju ári. Þá gæt- um við einn góðan veðurdag ef til vill þurft að horfa upp á að fiskur í sjónum væri ekki lengur hæfur til neyslu, án þess að geta gert nokkurn skapaðan hlut í málunum, þvíþessa mengun er ekki hægt að hreinsa upp úr sjón- um. Og sjálfsagt myndi fólk hætta að borða þennan fisk miklu fyrr af ótta við heilsutjón. — Irar hafa orðið illilega fyrir barðinu á geislavirkri mengun í sjó frá Sellafield. Þar hrundi fiskiðnaðurinn í kjölfar mengunar- innar og fólk hætti að borða fiskinn. í dag þýðir vart að bjóða nokkrum manni fisk sem hefur verið veiddur í írska hafinu. Þrátt fyrir að fólki sé sagt að geislavirknin sé langt fyrir neðan hættumörk þá kaupir fólk einfaldlega ekki fiskinn. Byggingu kjarnorkuendur- vinnslustöðvar hætt — Meðal annars vegna þeirrar reynslu sem fengist hefur af menguninni frá Sella- field var því mótmælt harðlega við bresk yfir- völd er þau hugðust reisa nýja kjarnorkuend- urvinnslustöð í Dounreay á Skotlandi. Telurðu að okkur stafi einhver hætta af fiutningi geislavirkra efna yfir hafið? — Hugmyndin var sú, að Dounreay yrði rekin á hefðbundnum verslunargrundvelli, en það þýddi eflaust að hver sem er, hvaðan að úr heiminum, átti að geta komið þangað með kjarnorkuúrgang og fengið hann hreins- aðan. Þessir flutningar hefðu að sjálfsögðu aukið mjög hættuna á mengunarslysi. En að auki stóð til að flytja geislavirk efni á borð við plútóníum sem unnið væri í Sellafield og Dounreay, ef af þeirri endurvinnslustöð hefði orðið, með flugi frá Bretlandi til m.a. Japans, og þá yfir Island og norðurhvel jarð- ar. Hvað myndi ske ef slík flugvél færist og hágeislavirkur farmur hennar splundraðist í hafíð eða yfir landið? Hernaðartæki undanskilin í alþjóðasamningum — Að sjálfsögðu mótmæltu íslensk stjórnvöld þessum fyrirhuguðu plútóníum- flutningum ásamt öðrum þjóðum, t.d. Al- askabúum, og nú hefur verið hætt við þessa flutninga, alla vega í opinberu fraktflugi. En þar með er ekki loku fyrir það skotið að slíkir flutningar eigi sér stað, því þó venjuleg versl- unarfyrirtæki geti ekki staðið að slíkum flutningum gildir annað um hernaðaryfir- völd. Það er á engan hátt hægt að fylgjast með hve mikið af slíkum varningi, auk kjarn- orkusprengja og hættulegra efna, er flutt með herflugvélum, kafbátum eða herskip- um. Slíkt er einfaldlega gert í skjóli þess að um hernaðarleyndarmál sé að ræða. Og þessi hernaðartæki eru sífellt á ferðinni hér í kringum landið. — Að mínu mati er mjög mikilvægt að á þessu verði breyting sem fyrst. Herskip, þ.m.t. kafbátar, og herflugvélar ættu að vera háð sams konar eftirliti og almenn sam- göngutæki, allavega á friðartímum. Mengunarslys jafnvel hernaðarleyndarmál Ertu með þessu að segja að það geti átt sér stað mengunarslys í sjónum við landið án þess að íslensk stjórnvöld fái endilega vitn- eskju um slíkt? — Þrátt fyrir alla þá alþjóðsamninga sem eru í gildi varðandi mengun sjávar, þá eru öll herskip, herflugvélar og allur herbúnaður undanskilinn ákvæðum þeirra. Og þetta á náttúrulega einnig við um þau herskip sem eru að hringsóla í kringum landið. íslensk stjórnvöld fá í raun og veru engar upplýsing- ar um hvað er um borð í þessum skipum og þó svo að eitthvert óhapp hendi þau þá er alls ekki víst að okkur berist upplýsingar um það. Það getur þess vegna átt sér stað gífur- leg mengun af þeirra völdum án þess að okk- ur berist nokkur vitneskja um slíkt. Við vit- um í raun og veru ekkert um það hvað verið er að bauka í þessum hernaðartækjum. Við 16

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.