Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 17

Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 17
INNLENT „Þrátt fyrir viðleitni okkar á alþjóðavett- vangi og heima fyrir til að draga úr meng- un sjávar þá steðjar margs konar meng- unarhætta að okkur. Þessi hætta getur reynst okkur afdrifarík og ber okkur því að vera mjög á varðbergi" segir Gunnar H. Ágústsson í viðtalinu. höfum rætt um það, til dæmis á vettvangi Norðurlandanna, að á friðartímum ættu öll herskip og allur herbúnaður að uppfylla ákvæði mengunarvarnasamninganna. Ann- að er í raun og veru ástæðulaust. Aukin samvinna við Norðurlönd Taka íslendingar nægilegan þátt í meng- unarvörnum á alþjóðlegum vettvangi? — Ég tel að svo sé. Þegar árið 1954 áttum við þátt í alþjóðasamþykkt um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu og allar göt- ur síðan höfum við verið virkir þátttakendur í alþjóðlegri viðleitni til að draga úr þeirri geigvænlegu mengun sem á margvíslegann hátt berst í sjóinn. Og ef eitthvað er þá höf- um við oft verið leiðandi afl á þessu sviði. — Þó svo að Islendingar séu aðilar að helstu alþjóðlegu mengunarvarnasamning- um þá er engan veginn þar með sagt að við getum lagt árar í bát og talið okkur í öruggri höfn. Það er margt sem þarf að gera til við- bótar, ekki síst að efla baráttuna á öllum sviðum mengunarmála. Hvernig er samstarfinu háttað við hinar Norðurlandaþjóðirnar á sviði mengunar- varna? — Á þeim vettvangi er ýmislegt í bígerð þessa dagana. Við erum til dæmis að kanna og undirbúa aðild að svokölluðu Kaup- mannahafnarsamkomulagi sem er sam- vinnusamningur milli allra Norðurlandanna nema íslands. Hann felst aðallega í samstarfi vegna hugsanlegrar olíu- eða efnamengunar í sjónum. Það er verið að endurskoða þetta samkomulag núna og ég tel að það sé mjög þýðingarmikið fyrir okkur vegna þess örygg- is sem slíkt samstarf býður uppá. Við mynd- um að auki læra mjög mikið af þessu sam- starfi og spara okkur mikla fjármuni við kaup á hreinsibúnaði. — Það er ýmislegt fleira í deiglunni um þessar mundir og til dæmis taka íslendingar nú þátt í norrænum samstarfshópi sem vinn- ur að mengunravörnum sjávar. Hópurinn kemur saman nokkrum sinnum á ári til að bera saman bækur sínar. Með þessu starfi er m.a. verið að reyna að samræma sjónarmið Norðurlandanna þannig að þau geti komið fram meira sem ein heild á alþjóðavettvangi. Fyrir tveimur árum var þessum sama hópi falið að semja norræna mengunarvarnar- áætlun sjávar og var hún lögð fram á auka- þingi Norðurlandaráðs í Helsingör síðastlið- inn nóvember. — Það risu upp þó nokkrar deilur varð- andi þessa áætlun enda bar hún þess glöggt vitni að vera niðurstaða mikilla málamiðl- ana. Engu að síður var hún samþykkt, með ákveðnum breytingum þó. f tengslum við þessa mengunaráætlun hefur í fyrsta sinn komið fram hvað telst til norrænna hafs- svæða. í þessari áætlun er raunverulega stað- fest að Grænland er eitt af Norðurlöndun- um. Þörf á betra skipulagi Telurðu skipulag mengunarvarnastarfs á íslandi vera ábótavant að einhverju leyti? — Hvað varðar mengunarvarnastarfið á íslandi sérstaklega þá tel ég ástandið nokkuð gott. En ýmislegt mætti þó betur fara. Ég tel það t.d. mjög mikilvægt að samstarfið milli þeirra aðila sem hafa með mengunarmál að gera verði gert skipulagðara og formlegra en nú er. Reyndar ríkir mjög góð samvinna milli Hafrannsóknastofnunar, Geislavarna Ríkis- ins, Hollustuverndar Ríkisins, Almanna- varna og okkar, en ég hygg að það gæti orðið enn nánara. Eins og málum er háttað í dag byggist þetta samstarf fyrst og fremst á pers- ónulegum kynnum og áhugasamtölum manna, og það er að sjálfsögðu góðra gjalda vert. Að mínu mati er mjög þarft að komið verði á fót föstu en sveigjanlegu samstarfi milli þessara stofnana. Kristján Ari. BILAGEYMSLAN Ný þ/ónusta vlð bifreiða- eigendur Bílageymsla aö Bakkastíg 16, Njarðvík. • Bíll sóttur að flugstöð og skilað stuttu óður en þú kemur attur. • Þú getur tengið: þvott, bónun, djúphreinsun ó teppum og sœtum, tjöruþvott. • Upplýsingar ó söluskrifstofum Arnarflugs og Flugleiða og ferðaskrifstofum. • Dróttarbíll allan sólarhringinn. 985-24418 og 92-11659 BILAGEYMSLAN 17

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.