Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 19

Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 19
INNLENT Geislavirkni hefur mælst við ísland Ef kjarnorkuslys yrði á Kólarskaganum, þannig að mikið magn af geislavirkum efnum bærist í hafið, þá er engan veginn sjálfgefið að Sovétmenn létu umheiminn vita af því, segir Sigurður M. Magnússon í viðtalinu. Sovétmenn sættu mikilli gagn- rýni fyrir hve seint þeir létu vita af slysinu í Chernobyl. Myndin er af rústum kjarn- orkuversins þar. horf, því þá fyrst munum við geta sinnt rann- sóknum af þessu tagi á þann hátt sem nauð- synlegt er. Á fjárlögum, sem afgreidd voru í síðastliðnum mánuði, var gert ráð fyrir að verja 9 milljónum króna til að ljúka frágangi á rannsóknastofum Geislavarna ríkisins. Al- þjóða kjarnorkumálastofnunin leggur til mælitæki og annan búnað til starfseminnar þannig að fljótlega ætti öll aðstaða að verða fyrir hendi. — Ég er í sjálfu sér mjög ánægður með þá aðstöðu sem við erum að fá. En við þurfum hinsvegar að fá auknar fjárveitingar til þess að geta nýtt þessa aðstöðu. Það má segja að það sé næsta glíma sem við komum til með að heyja við fjárveitingavaldið. Það þyrfti m.a. að hefja sem fyrst rannsóknir á sviði geislavistfræði, þ.e.a.s. kanna magn og dreifingu geislavirkra efna í vistkerfinu. Slík- ar grundvallarrannsóknir hafa mikið hagnýtt gildi, því þegar niðurstöður geislavistfræði- rannsóknar liggja fyrir, þá er hægt að setja upp reiknilíkön varðandi t.d. það, hvernig geislavirk efni fara eftir fæðukeðjunni. Ég tel einnig að það sé brýnt að hefja reglubundnar eftirlitsmælingar, jafnt í hafinu umhverfis Is- land og á sjálfu landinu, þar sem tekin yrðu sýni og þau mæld. — Það hafa átt sér stað meiriháttar kjarn- orkuslys á undanförnum árum og sjálfsagt munu þau einnig eiga sér stað í framtíðinni. Við verðum að vera á varðbergi, og í því sambandi getur reynst varhugavert að spara peninga, sagði Sigurður M. Magnússon, for- stöðumaður Geislavarna ríkisins að lokum í samtali við Þjóðlíf. Kristján Ari. „Geislavirk mengun hefur mælst í hafinu norður af íslandi, en þó í mjög litlum mæli“, sagði Jón Ólafsson haffræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun í samtali við Þjóðlíf, en Jón flutti erindi um rannsóknir á sjávar- mengun á ráðstefnu Landverndar í nóvemb- er síðastliðnum. Hann kvað rannsóknir á mengun sjávar ekki reglubundnar hér við land, en í þeim tilfellum sem mengunarást- and sjávar hafi verið kannað, hefði mengun verið mælanleg, þó langt frá hættumörkum. Hvað skilgreinir þú sem mengun í sjó? — Mengun má sjálfsagt skilgreina á ýms- an hátt, en hvað varðar efnamengun í sjó, þá má segja sem svo, að vegna athafna manns- ins komi fram í náttúrunni aukning á efni eða efnum sem valdið geta tjóni. Mengunin get- ur ýmist verið úr ríki náttúrunnar eins og t. d. málmar og olía, eða orðið til vegna tækni- þekkingar manna.einsogt.d. DDTog PCB. Hafmengun er flókið ferli Er miklum erfiðleikum bundið að meta mengun hafsins? — Já, það er mjög erfitt og það er ekki mikið um haldbærar samanburðarrannsókn- ir til að styðjast við. Pað er nauðsynlegt að taka tillit til ótal þátta við mengunarrann- sóknir í sjónum. Slíkar rannsóknir eru kostn- aðarsamar og ef þær eiga að gera gagn þyrfti að framkvæma þær mjög reglulega. — Við verðum að átta okkur á því, að til að meta mengun í hafi er óhjákvæmilegt að kunna skil á náttúrulegu ferli, sem hefur áhrif á dreifingu mengunar og eyðingu henn- ar. Það er ekki allt sem sýnist í fljótu bragði í þeim efnum. Þannig berst til dæmis sjór úr Norðursjó ekki beina leið á miðin umhverfis ísland, heldur fer hann langan veg norður undir Svalbarða áður en hann beygir síðan til suðurs. — Geislamengunin frá Sellafield er gott dæmi um þetta ferli. Á árunum 1981 til 1982 var framkvæmd alþjóðleg rannsókn á yfir- borðsstyrkleika geislavirka efnisins Cesíns —137 í Norður-Atlantshafi. Dreifing þessa geislavirka efnis, sem kemur frá frá breska kjarnorkuvernu í Sellafield, kemur vel heim Jón Ólafsson, haffræðingur: „Umræðan ein um geislavirk efni í hafinu er talin geta haft neikvæð áhrif á mörkuðum fyrir fiskafurðir okkar“ og saman við þær hugmyndir sem menn hafa um dreifingu hafmengunar frá Vestur- Evrópu yfir til íslands (sjá meðfylgjandi mynd). Það tekur t.d. sjó sex til átta ár að berast úr írska hafinu að svæðum í grennd við ísland og þynningin er um þúsundföld. Nýlegar rannsóknir á þesari geislavirkni sýna að mengunin er svipuð og í byrjun ára- tugsins. — Áhrif geislamengunarinnar frá Sella- field gætir lítið á landgrunni hér en þó er geislamengun mælanleg á uppeldis- og fæðu- öflurnarslóð loðnunnar. Þessi geislun er tal- in algerlega meinlaus, en eins og kunnugt er ber að tala mjög varlega um svona atriði. Umræðan ein um geislavirk efni í hafinu er talin geta haft neikvæð áhrif á mörkuðum fyrir fiskafurðir okkar. Telurðu að eftirlitinu með mengun í sjón- um umhverfis ísland sé ábótavant? — Þessari spurningu er vandsvarað. Ég 19

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.