Þjóðlíf - 01.02.1989, Page 23

Þjóðlíf - 01.02.1989, Page 23
INNLENT Ríkisstjórnin þarf að taka betur á ef hún ætlar að afla sér meirihlutafylgis meðal almennings á ný. Ekkert tómarúm —leynifundir Formenn A-flokkanna ákváðu ekki fundi sína í einhverju pólitísku tómarúmi. Innan flokkanna eru auðvitað hópar fólks sem er mjög áfram um myndun stórs bandalags jafn- aðarmanna eða nálgun í öðru formi. Að und- anförnu hefur margt af þessu fólki haldið með sér óformlega spjallfundi. Þá hafa umræður orðið í ýmsu formi um sameiginlegt framboð stjómarandstöðuflokkanna í Reykjavík( Sjá t.d. Þjóðlíf 6.tbl,1988) við næstu borgarstjórn- arkosningar. Margir líta á stjórnarsamstarfið sem opnun á myndun stórs flokks frjálslyndra og jafnaðar- manna. Má í því sambandi minna á viðtal í nóvemberhefti Þjóðlífs, Tœkifœri fyrir stóran flokk jafnaðarmanna, þar sem Birgir Árnason formaður SUJ undirstrikaði þennan mögu- leika. Á rabbfundi hafa margir mætt, sem ekki. Sú vaxandi heift sem setur mark sitt á stjórnmálaumrœðuna hefur áreiðanlega átt sinn þátt í skarpari skilum í stjórnmálunum en lengi áður. eru meðlimir í þessum tveimur flokkum, Al- þýðuflokki og Alþýðubandalagi, m.a. fólk af landsbyggðinni, þannig að margt bendir til þess að hugmyndin eigi einnig hljómgrunn meðal áhugafólks um stjórnmál utan flokka. En eins og kunnugt er, eru tiltölulega fáir landsmenn í stjómmálaflokkunum. Framsóknarflokkurinn og leiðtogi hans hafa ekki setið með hendur í skauti á rneðan þessu fer fram. Steingrímur hefur sjálfur verið á fundaferðalagi og milli Framsóknar og A— flokkanna viðrar vel um þessar mundir. En aldrei verður of oft minnst að skjótt geta veður skipst í lofti í stjórnmálum. Mun umræðan leiða til þess að Framsóknarflokkurinn sláist í för með bandalagi A-flokkanna? Eða leiða samfylkingar til þess að Framsóknarflokkur- inn komist í þá óskaaðstöðu miðflokksins að vera í ríkisstjórn um langa framtíð? 23

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.