Þjóðlíf - 01.02.1989, Page 25

Þjóðlíf - 01.02.1989, Page 25
SKÁK Skákséní nr. 1 í dag: Júdít Polgar. Boðar Júdit endalok karlveldisins í skák? / • • Askell Orn Kárason skrifar um Júdit Polgar sem er undra- barn í skák Þaö hefur lengi verið augljós staðrcynd að konur standa körlum mjög að baki í skák. Þetta ástand hefur valdið áköfum heilabrot- um og ýmsar kenningar þessu til skýringar litið dagsins Ijós. Fyrirfólk í skákheiminum er tæpast tekið í viðtal svo þetta mál beri ekki á góma. í nýl- egu viðtali við Mikhail Botvinnik fyrrum heimsmeistara og nestor sovéska skákskól- ans kemur fram að hann telur vitsmunalíf kvenna ekki falla vel að skákhugsun, þær standi hinu kyninu að baki hvað rökræna úrvinnslu varðar. Nú þykir Botvinnik forn í skapi en í þessu máli á hann sér skoðana- systkin. Það kann að koma ýmsum á óvart að núverandi heimsmeistari kvenna, grúsíski læknirinn Maja Tsíbúrdanídse, hefur viðrað svipaðar skoðanir, að konur séu í eðli sínu lakari skákmenn en karlar og hljóti ávallt að standa þeim að baki. Félagslegar skýringar hafa einnig komið fram. Bent hefur verið á mismunandi upp- eldi kynjanna, að það hlutskipti kvenna að þurfa að taka ábyrgð á heimili og umönnun 25

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.