Þjóðlíf - 01.02.1989, Page 29

Þjóðlíf - 01.02.1989, Page 29
ERLENT Henki Hauge Karlsen hafði ekki oft tilefni til fögnuðar síðustu æviár sín, en þegar Hæstiréttur hafði kveðið upp úrskurð sinn skáluðu Henki og vinir hans í kampavíni. Fánaberi norskra eyðnisjúklinga látinn Skömmu fyrir áramót dó Hcnki Haugi Karl- sen á sjúkrahúsi í Osló. Skammri en við- burðaríkri ævi frægasta eyðnisjúklings í Noregi var lokið. Hann gaf AIDS andlit, var sagt í norskum fjölmiðlum. Henki fæddist og ólst upp í Moss til 17 ára aldurs. Þá tilkynnti hann sínum nánustu að hann væri hommi og upp úr því flutti hann til Osló. Árið 1982 fluttist hann til Kaupmanna- hafnar þar sem hann bjó og starfaði í rúm tvö ár. Á því tímabili smitaðist hann af eyðni- veirunni. í janúar 1985 flutti Henki til baka til Nor- egs, nánar tiltekið til Fredrikstad þar sem hann fékk vinnu sem barþjónn á veitingahús- inu Papillon. Um haustið sama ár fær hann að vita eftir rannsóknir hjá læknum að hann hafi smitast af eyðni. Eins og að fá sprengju í hausinn — Það var eins og að fá sprengju í haus- inn. Ég varð alveg tómur um stund áður en hugsanirnar komu í einni bendu. Með hverj- um hafði ég verið? Við hverja hafði ég átt samfarir? Það var ég sem þurfti að segja fyrri 29

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.