Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 46

Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 46
MENNING Menningarsaga hvunndagsins Frosti F. Jóhannsson ritstýrir bókaflokknum Islenskri þjóðmenningu þar sem lýst er daglegu lífi í íslenska bœndasamfélaginu Um jólin kom út hjá forlaginu Þjóðsögu ann- að bindi bókaflokks sem nefnist íslensk þjóð- menning. í þessu bindi er að finna þrjár rit- gerðir um trúarhætti í íslenska bændasamfé- laginu, allt frá landnámi og fram á þessa öld. dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson fjallar um nor- ræna trú og þjóðtrú en dr. Hjalti Hugason um kristna trúarhætti. íslensk þjóðmenning mun skiptast í þrjú meginsvið sem eru: verkmenning, andleg menning og félagsmenning. Yfir fjörutíu fræðimenn leggja til efni en ritstjóri bóka- flokksins er Frosti F. Jóhannsson þjóðhátta- fræðingur og hefur hann unnið að útgáfunni síðan haustið 1986. Þetta er mikið verk því alls er áætlað að bókaflokkurinn telji tíu bindi þegar upp er staðið. Þeim gæti þó fjölg- að því í bindinu sem kom út um jólin varð að sleppa umfjöllun um alþýðuvísindi og kemur hún út í sérstöku bindi á þessu ári. Einnig er stefnan að koma út bindi um kvæða- og sagnalist landsmanna áður en árið er úti. En hver er nú tilgangurinn með þessu öllu saman, Frosti? „Tilgangurinn er sá að draga saman á einn stað helstu þætti íslenskrar þjóðmenningar, lýsa lifnaðarháttum þjóðarinnar hennar og hvernig þeir hafa þróast.“ Er þetta þá einskonar menningarsaga? „Ég veit ekki hver er uppskriftin að menn- ingarsögu en það má ef til vill segja að þetta sé menningarsaga skoðuð af sjónarhóli þjóð- fræðanna. Það er lögð áhersla á að lýsa hlut- verki fyrirbæranna í mannlífinu. Ég get nefnt sem dæmi bindið um kvæða- og sagna- skemmtun sem ég er að vinna að. Það verður frábrugðið hefðbundinni bókmenntasögu að því leyti að áherslan er lögð á hlutverk sagna og kvæða í daglegu lífi fólks, „menningar- neysluna" ef svo má að orði komast. Því er lýst hvernig lestur og frásagnir fóru fram og reynt að spá í áhrifin sem þetta hafði á al- þýðu manna. Til dæmis má nefna að trúlega hafa bardagalýsingarnar í íslendingasögun- um stappað stálinu í fólk þegar það bjó við þröngan kost og erfið lífsskilyrði. Það má líka spyrja hvað við er átt með orðinu menning því það er æði mikill munur á því hvernig það er skilgreint. Algengt er, ekki síst hjá listafólki, að hugtakið nái ein- ungis til hámenningar eða bókmennta og lista. I Islenskri þjóðmenningu er notuð mjög víð skilgreining, þar nær menningin yfir atferli mannsins í allvíðtækum skilningi. Hún hefur bæði jákvætt og neikvætt gildi.“ Til hvaða lesenda er ætlunin að ná með bókaflokknum? „Ætlunin er að ná bæði til fræðimanna og almennings. Annað mál er svo hvort það tekst. I bókunum er vísað nákvæmlega til heimilda sem er nauðsynlegt fyrir fræðimenn og einnig er í þeim ítarleg atriðisorðaskrá sem er lykilatriði á tímum þegar oft þarf að leita upplýsinga í skyndi. Samtímis er reynt að hafa alla framsetningu sem skýrasta. Kaflaskiptingar eru aðgengilegar og í upp- hafi hvers kafla er kynning á efni hans. Hjá því verður hins vegar ekki komist að á stöku stað getur efnið verið nokkuð þungt aflestr- ar.“ Verður þetta tæmandi rit um íslenska þjóðmenningu? „Nei, efninu er víðaþjappað mikið saman. Til dæmis verður bindið um strandmenning byggt á verki Lúðvíks Kristjánssonar, ís- lenskum sjávarháttum, sem er í fimm stórum bindum. Þau verða dregin saman í u.þ.b. einn tíunda hluta. Landbúnaður og kvikfjár- rækt er enn viðameira efni en verður samt í aðeins einu bindi. Upphaflega var ætlunin að draga saman á einn stað það sem til væri prentað um ís- lenska þjóðfræði. Það kom hins vegar fljótt í ljós að víða skorti algerlega frumathuganir. Þær þarf að vinna og til dæmis er ritgerð Hjalta Hugasonar um kristna trúarhætti að miklu leyti byggð á frumathugunum. Það hefur oft sýnt sig að útgáfa yfirlitsverka af þessu tagi hvetur til grunnrannsókna og set- ur raunar ýmislegt fleira af stað. Þegar Jónas á Hrafnagili vann verk sitt íslenska þjóðhœtti fyrir rúmlega 70 árum byggði hann að veru- legu leyti á því sem hann þekkti í Skagafirði og Eyjafirði. Menn ráku sig á að ýmislegt var öðruvísi í öðrum byggðarlögum og því hefur þessi bók Jónasar bæði örvað ævisagnaritun og ýtt undir stofnun byggðasafna víða um land.“- Nú eru komin út tvö bindi, hvernig hafa viðtökur verið? „Ég heyri nú bara það góða,“ segir Frosti og brosir. „En mér heyrist að þetta framtak mælist vel fyrir og að fólk telji það þarft. Það er í rauninni mjög merkilegt að einstakling- ur, Hafsteinn Guðmundsson í Þjóðsögu, skuli ráðast í að gefa þetta verk út á sínum efri árum. Sennilega er það einsdæmi á Vest- urlöndum um svona verk. Það má segja að opinberir aðilar hafi sýnt þessu tómlæti. Að vísu hefur Þjóðhátíðarsjóður tvívegis veitt styrki til verksins á þeim sex árum sem liðin eru frá því undirbúningur útgáfunnar hófst en þeir styrkir eru fyrst og fremst viðurkenn- ingarvottur og breyta litlu um fjárhag útgáf- unnar. I þessu verki liggur mikil fjárfesting og því er nauðsynlegt að koma bindunum út hratt og örugglega. Að öðrum kosti er hætta á að þau komist alls ekki út,“ segir Frosti F. Jóhannsson. ÞH „Mér heyrist að þetta framtak mœlist vel fyrir og að fólk telji það þarft. Það er í rauninni mjög merkilegt að einstaklingur, Hafsteinn Guðmundsson í Þjóðsögu, skuli ráðast í að gefa þetta verk út á sínum efri árum. 46

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.