Þjóðlíf - 01.02.1989, Side 52

Þjóðlíf - 01.02.1989, Side 52
MENNING „Hef öðlast meiri trú á lífið“ Segir Guðbjörg Guðmundsdóttir, höfundur bókarinnar / Astvinamissir. „Ég lá oft andvaka og fékk martraðir á með- an ég fékkst við bókina. Óhjákvæmilega tók ég að óttast missi ástvina, jafnvel barnanna minna. Þegar ég var að því komin að gefast upp á þessu var sem ég öðlaðist óútskýranleg- an styrk til að ljúka verkinu“, sagði Guð- björg Guðmundsdóttir höfundur bókarinnar „Ástvinamissir“ þegar Þjóðlíf spurði hana hvort vinnan við bókina hafi ekki reynst erf- ið. — I bókinni eru frásagnir um ástvina- missi, allt miklar harmsögur. Þegar upp var staðið fannst mér sem ég hefði engar sorgir upplifað sjálf. Viðmælendum mínum reynd- ist erfitt að tjá sig um reynslu sína því óhjá- kvæmilega varð slíkt til að ýfa upp gömul sár. Flestir veigra sér við að tala um sorg sína við aðra en sína allra nánustu. Satt best að segja undraðist ég oft þann kjark og styrk sem viðmælendur mínir sýndu í frásögnum sín- um. Vonandi verður það til þess að fleiri opni sig um þessa hluti og finni leið í frásögn- um þessa fólks til að koma orðum að tilfinn- ingum sínum. — Maðurinn er alltaf samur við sig, en þjóðfélagið hefur breyst mikið á undanförn- um árum. I dag er litið á dauðann sem feimn- ismál. Dauðinn er falinn fyrir okkur flestum og við lítum ekki á hann sem eðlilegan hlut. Það er vart hægt að segja að við fáum að sjá okkar nánustu þegar að dauðinn ber að dyr- um. Dauðinn hefur að mörgu leyti verið gerður að einkamáli „stofnana“ og fyrir vik- ið verður erfiðara fyrir okkur að hafa stjórn á tilfinningunum. Aður fyrr ólst fólk upp við að umgangast dauðann. — Að mínu mati hefur komið fram óþarfa ótti við dauðann, ótti við eitthvað sem við þekkjum ekki. Við lítum ekki lengur á dauðann sem sjálfsögð endalok. Með þessu er ég þó ekki að segja að manni beri ekki að óttast dauðann. Hvaða hugsun iá á bak við gerð bókarinn- ar? Guðbjörg Guðmundsdóttir.„Að mínu mati hefur komið fram óþarfa ótti við dauðann, ótti við eitthvað sem við þekkjum ekki.“ — Það var fyrir áeggjan Önundar Björns- sonar forleggjara og Matthíasar Viðars Sæmundssonar bókmenntafræðings að ég tók að mér að skrifa þessa bók. Hugmyndin að bókinni kom því frá útgefandanum en ekki mér. Ég er þeim hinsvegar mjög þakklát fyrir að hafa leitað til mín, því ég ég hef lært mikið við gerð bókarinnar. Ég hef fengið nýja sýn á lífið og ef eitthvað er þá hef ég öðlast meiri trú á það. — Ég tók þá ákvörðun þegar í upphafi að gera bókina þannig úr garði að hún yrði fólki sem orðið hefur fyrir ástvinamissi einhver huggun gegn harmi. Fyrir mér varð það hug- sjón að reyna að hjálpa fólki, sem býr oft við erfiðar sorgir án þess að leita sér aðstoðar. Ég kynnti mér starfsemi Sorgarsamtakanna, og einn viðmælenda minna er reyndar einn af stofnendum þeirra samtaka. — í bókinni eru viðtöl við níu íslendinga sem rifja upp sínar dýpstu og sárustu tilfinn- ingar. Að auki tók ég viðtal við séra Jón Aðalstein Baldvinsson, sendiráðsprest í Lon- don, og fékk séra Sigfinn Þorleifsson til að skrifa stutta grein um Samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Það er rétt að taka það fram að bókin tengist þessum samtökum ekki sem slíkum að öðru leyti. — Til að gefa þessari viðtalsbók fræðilegt gidi fékk ég Högna Óskarsson geðlækni til að ræða um dauðann, sjálfsvíg o£ sorgina út frá sjónarhóli læknisfræðinnar. Ég hugsaði sem svo að ef viðtalsbók sem þessi ætti að rista eitthvað dýpra heldur en t.d. venjuleg blaða- viðtöl yrði ég að tengja viðtölin, án þess þó að það skyggði á þau sem slík. Ég ákvað því að birta í henni ljóð frá ýmsum öldum til að minna lesendur á að sorg og sorgarviðbrögð hafa fylgt manninum frá örófi alda. Þannig valdi ég Sonatorrek Egils Skallagrímssonar og ýmis önnur ljóð þekktra skálda. Til þess að tengja viðtölin enn fastar saman fékk ég til liðs við mig Kristján Árnason bókmennta- fræðing til að skrifa hugleiðingu um þessi ljóð og þá hugmyndafræði sem birtist í þeirn. Hvaða viðbrögð hefur þú fengið frá les- endum? — Viðbrögð lesenda hafa verið mjög góð, mun betri en ég átti von á. Bókin hefur feng- ið góða dóma og spurst vel út. Ég er mjög ánægð með viðtökurnar og sérstaklega í ljósi þess að þessi bók er engin „jólabókabóla“. — Ég hygg að við lestur bókarinnar geti syrgjendur fundið samsvörun í reynslu við- mælenda minna. Það getur reynst fólki mikil stoð í sorg sinni að finna að það er ekki eitt um sorgina. Það eru margir í okkar litla sam- félagi sem eiga um sárt að binda vegna ást- vinamissis og ég trúi því að bókin geti hjálp- að því fólki við að sætta sig við orðinn hlut. Sú einlægni sem kemur fram í máli viðmæl- enda minna um hvernig þeir upplifðu ást- vinamissi og sorgina sem henni fylgdi er að mínu mati styrkur bókarinnar og ætti að geta lýst upp veginn fyrir aðra er þurfa að stíga hin þungu spor. Ég trúi því að bókin hafi tilgang, sagði Guðbjörg Guðmundsdóttir að lokum. Kristján Ari. 52

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.