Þjóðlíf - 01.02.1989, Page 60

Þjóðlíf - 01.02.1989, Page 60
VIÐSKIPTI Evrópubandalagið refsar fyrir undirboð Yfirstjórn Evrópubandalagsins hefur aö undanförnu gripið til æ harkalegri ráöstafana gegn sam- keppnisaðilum frá Asíu á Evr- ópumarkaði. Þannig var nýverið komið á refsitollum gagnvart nokkrum fyrirtækjum í Suður- Kóreu og Japan, vegna þess að þau höföu sett vörur á markað með undirboðsverðum („dump- ing“) og var hér um að ræða vör- ur eins og ritvélar, myndban- dstæki, Ijóstritunarvélar, prent- ara og þess háttar. Og nú hefur Evrópubandalagið í fyrsta skipti ákveðið að refsa einnig fyrir und- irboð á þjónustu. Suður-kór- eanska skipafélagið Hyundai Merchant Marine verður að greiða háar sektir til bandalags- ins vegna gámaflutninga milli Ástralíu og hafna í Evrópubanda- lagsríkjunum. Evrópubandalagið upplýsir að hið ríkisstyrkta skipa- félag hafi undiboðið skipafélög í Evrópu um allt að 43% á Ástra- líulínunni... Nýtt kaffi- og veitingahús, Jónatan Livingston Mávur, tók til starfa í desember síðastliðnum við Tryggvagötuna, þar sem áður var „Við Sjávarsíðuna". Að sögn Guðlaugar Halldórsdótt- ur, framkvæmdastjóra, er þessi staður tilvalinn fyrir fólk sem vill komast ódýrt út að borða á kvöldin án þess að lenda í miklum erli. „Markmiðið er að framleiða fyrsta flokks mat, bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu og halda uppi afslappandi and- rúmslofti". Boðið verður upp á ýmsar upákomur í hádeginu á sunnudögum og léttur djass spilaður. Til að byrja með munu þeir Richard Korn bassaleikari og Reynir Sigurðsson víbrafón- leikari sjá um tónlistarflutninginn. Eigendur Jónatans Living- stons Mávar eru Guðlaug og eiginmaður hennar Guðvarður Gíslason (Guffi á Gauknum). Yfirframreiðslumaður er Brynja Gunnarsdóttir og yfirmatreiðslumaður er Elmar Kristjánsson. Alls starfa 15 manns viö veitingareksturinn. Mubarak neitar að borga Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stendur enn í ströngu, að þessu sinni á hann í deilum við Egypta. Egypska stjórnin vill ekki sætta sig lengur við hin harðvítugu af- borgunarskilyrði sem sjóðurinn setur. Egyptar hafa hætt öllum afborgunum um hríð, en skuldir þeirra eru flestar til komnar vegna vopnakaupa. Þess í stað hafa stjórnvöld kynnt tíu ára áætlun um greiðslur af skulda- fjalli sínu, sem nemur um 44 mil- Ijörðum dollara og krefjast þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sætti sig við greiðsluáætlun þeirra. Mubarak forseti hefur lát- ið þung orð falla í garð sjóðsins, og óttast hann aðallega kröfur sjóðsins um að ríkið hætti að greiða niður matvæli og orku- verð. Mubarak hefur víða stuðn- ing í andstöðu sinni við þessar kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Ámóta kröfur sjóðsins hafa í mörgum löndum þriðja heimsins valdið hörmungum meðal íbúa og leitt til uppreisna og hungur- óeirða... Ole Plesnerfulltrúi Nixdorf, Hildur Petersen framkvæmdastjóri Hans Petersen hf. og Sigurður Jónsson frá Tölvutækni við undirritun samstarfssamnings fjölþjóðafyrirtækisins Nixdorfs og Hans Petersen um tölvumál. Nixdorf er fyrirtæki með um 30 þúsund starfsmenn í um 50 þjóðlöndum og velti á árinu 1987140 milljörðum króna. Hans Petersen rekur fyrirtækið Tölvutækni og mun samningurinn ganga út á samstarf um tölvumál og upplýsingatækni. Ferðamanna- paradís í Leningrad Bandarískur fjármálamaður áf- ormar gífurlegar fjárfestingar í formi ferðamannasvæðis í útj- aðri Leningrad í Sovétríkjunum. Væri nær að tala um heilt ferða- manaland. Þessi fjármálajöfur, Cyrus Eato, hefurfengið leyfi so- véskra yfirvalda til hönnunar þessa orlofssvæðis á 94 ferkíló- metra landsvæði. Þar eiga að vera hótel með 25 þúsund her- bergjum, skattfrjálsar verslanir, vestræn verslunarfyrirtæki eiga að taka sér þar bólfestu, skemmtigarður verður á svæð- inu og þannig mætti lengi telja. Talið er að uppbygging svæðis- ins, sem fyrst og fremst er hugs- að fyrir vestræna ferðamenn, muni kosta um fimm milljarða dollara. Sovésk yfirvöld hugsa sér gott til glóðarinnar; erlendur gjaldeyrir muni flæða inn... Japanir vilja kaupa Camel Fyrir nokkrum vikum yfirtók fjár- málafyrirtækið KKR, Kohlberg Kravis Roberts í New York, hinn fræga tóbaks- og matvælahring RJR Nabisco. KKR þurfti að leita ýmissa ráða til að gera þessi stærstu fyrirtækjakaup (upp á 25 milljarða dollara) sögunnar möguleg. Þannig hafaýmsirhlut- ar matvæla- og tóbakshringsins verið á söluskrá eins og t.d. Del Monte niðursuðuverksmiðjurnar og franska kexverksmiðjan Bel- in. Og innan þessa hrings var einnig Reynolds tóbaksframleið- andinn, sem framleiðir m.a. Ca- mel-sigarrettur. Japanska ríkis- einokunarfyrirtækið í tóbaksiðn- aði vildi gjarnan kaupa Reynolds út úr þessum hringi, til að auð- velda sókn á alþjóðlegan mark- að, en ekki er Ijóst hvort KKR vill selja þann hluta hringsins... 60

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.