Þjóðlíf - 01.02.1989, Qupperneq 66

Þjóðlíf - 01.02.1989, Qupperneq 66
UMHVERFI Heildarnotkun klórflúorkolefna (CFC) á íslandi 1986 og 1987 eftir efnaflokkum, sam- kvæmt skýrslu Óson-nefndarinnar. banna notkun úðabrúsa í ársbyrjun þess árs. í Skýrslunni kemur fram að það sé hægt að minnka heildarnotkun klórflúorefna fyrir árslok 1994 um 50% af ársnotkuninni 1986. í þessu felst að ísland myndi geta fullnægt skil- yrðum Montreal—samningsins ef undan er skilin sú notkun klórflúorefna sem nú á sér stað, því þann 1. júlí næstkomandi yrði hún að vera 4% minni en á sama tíma í fyrra. Til að meta þann aukna kostnað fyrir not- endur sem myndi fylgja minni notkun klór- flúorefna studdist nefndin við tölur frá Dan- mörku þar sem kostnaðurinn er áætlaður vera miíli 300—400. Dkr. per kíló. Miðað við þessar forsendur komst nefndin að þeirri niðurstöðu að það kosti framleiðendur og notendur klórflúorefna 30—40 milljónir að minnka notkunina um helming, og miðað við tillögur nefndarinnar myndi sá kostnaður dreifast jafnt á tímabilið fram til ársloka 1994. Eins og áður segir hefur ríkisstjórnin nú þegar ákveðið að fara í flestu að tilmælum Óson—nefndarinnar, m.a. að gerast aðilar að Vínarsátttmálanum og undirskrifa Mont- real—samninginn. Frá og með 1. júní næst- komandi verður skylt að nterkja úðabrúsa sem innihalda óson—eyðandi efni og frá og með 1. júní 1990 verður sala þessara brúsa óheimil, hálfu ári fyrr en nefndin lagði til. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir að skipuð verði þriggja manna nefnd er fylgist með að framkvæmdaáætlun óson—nefndarinnar verði fylgt efir og á hún einnig að veita ráðgjöf um hvernig megi draga úr notkun þessara efna. Kristján Ari. Blessun í iðnaði - skaðvaldur í náttúrunni Klórflúorkolefnasambandið (CFC) var fundið upp síðla árs 1920 og olli miklum tíma- mótum í efnaiðnaðinum. Efnið er óeitrað og gengur ekki auðveldlega í efnasambönd við önnur efni. Það er fokgjarnt við mjög lágt hitatig og cr tilvalið til notkunar í kæli— og frystikerfi og sem þrýstigas í úðunarbrúsa. Efnið hcfur góða einangrunareiginleika er því mikið notað í framleiðslu á ýmiskonar einangrunarefnum og sem leysiefni í efna- laugum og rafeindaiðnaði. Klórflúorkolefnið er mikið notað í iðnaði vegna þess hve ódýrt og auðvelt það er í framleiðslu. Sá galli er á gjöf Njarðar er að þegar efnið sleppur út í andrúmsloftið þá hefur það eyði- leggjandi áhrif á náttúruna og er sannkallað- ur skaðvaldur þar. Hvert mólikúl CFC hefur 20.000 sinnum meiri eiginleika til að hækka hita heldur en hvert mólikúl af Koldíoxíð (C02). Á þennan hátt veldur efnið auknum gróðurhúsaáhrifum á loftslaginu og hækkar hitastig jarðar mun meir en magn efnisins í andrúmsloftinu gefur til kynna. Það sem er enn alvarlegra, er að klórflúor- kolefnið brýtur upp ósonmólikúlin í loft- hjúpi jarðar. Ósonlagið er staðsett fyrir ofan veðrahvolfið í um 18 til 26 kílómetra hæð. Hæðin er nokkuð breytileg eftir breiddar- gráðum og árstíma. I raun er mjög lítið óson í gufuhvolfinu, en er þó öllu lífi á jörðinni, jafnt plöntum og dýrum, gífurlega mikil- vægt. Það er samsett úr þremur oxygen-at- ómum og stöðvar orkumikla, útfjólubláa geislun frá sólinni. Þynnist ósonlagið eiga útfjólubláir geislar greiðari aðgang til jarðar og valda skaða. Auk þess sem þeir valda auknum sólbrunum er talið að þeir geti vald- ið augnsjúkdómum (cataracts) og dregið úr virkni ónæmiskerfisins í mönnurn og öðrunt dýrum. Útfjólublátt ljós ber með sér næga orku til að eyðileggja erfðarefnið DNA og valda húðkrabbameini. Að auki getur út- fjólublá geislun sólar dregið úr uppskeru og raskað vistfræðilegum tengslum náttúrunn- ar, jafnt í sjó sem á landi. Vegna ósoneyðileggjandi áhrifa efna; klórflúorefna og annarra efna, t.d. svo- nefndra halona, var notkun þeirra fljótlega bönnuð í úðunarbrúsa í Bandaríkjunum og önnur efni notuð í þess stað. í öðrum löndum var notkun efnisins hins vegar haldið áfram. Það var fyrst árið 1985 þegar vísindamenn fundu gat á Ósonlaginu yfir Suður-heim- skautinu að heimurinn byrjaði að átta sig á hættunni samfara notkun efnisins. Fyrsta skrefið til að draga úr notkun óson- eyðandi efna var að frumkvæði Umhverfis- málastofnunnar Sameinuðu þjóðanna. Snemma árs 1985 komu fjölmargar þjóðir sér saman um að reyna að draga úr notkun þess- ara efna. Ráðstefnan var haldin í Vín og er sáttmáli ríkjanna kenndur við þá borg. Þó Vínarsáttmálinn innihaldi ekki nein bein ákvæði um aðgerðir er þó mælst til þess að þjóðirnar dragi sem mest úr notkun þessara efna. Enn sem komið er er ísland ekki aðili að að þessum sáttmála, en ríkisstjórnin vinn- ur að því þessa dagana. í kjölfarið funduðu 24 þjóðir í Montreal sumarið 1987 og þar var samþykkt að draga úr notkun ósoneyðandi efna. Samningur þessi tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Samkvæmt þessum samningi má heildar- notkun þessara þjóða af ósoneyðandi efnum þann 1. júlí næstkomandi ekki vera meiri en hún var á árinu 1986. Að ári liðnu verða þjóðirnar að hafa dregið að minnsta kosti 20% úr heildarnotkuninni og í júlí 1998 á notkun klórflúorefna að hafa dregist saman unt 50%. Ríkisstjórn íslands ákvað nýverið að fara að ákvæðum þessa samnings og ger- ast aðili að honurn. Þrátt fyrir þá viðleitni sem kemur fram í Vínarsamningnum og Montrealsamningn- um til að draga úr notkun ósoneyðandi efna þá er vandamálið þess eðlis, að mati margra vísindamanna, að hún dugi ekki til. Vegna þess eiginleika efnisins sem gerir það svo vinsælt í iðnaði, að ganga ekki í efnasam- bönd við önnur efni og brotna seint upp, heldur það áfram að eyða ósonlaginu, þó svo að það verði dregið 50% úr framleiðslunni á næstu 10 árum. Tafarlaus stöðvun á notkun efnisins er krafa sem margir aðhyllast, þó svo að það kosti peninga. Að hluta til mun það CFC sem nú þegar er í andrúmsloftinu halda áfram að verka á Ósonlagið næstu öldina. Þess má geta hér að hvert fluorine—atóm sem losnar frá CFC getur brotið upp allt að 100.000 mólikúl af osoni og að á íslandi voru notuð um 208 tonn af klórflúorkolefnum á síðastliðnu ári. Hve mörg óson—mólikúl brotnuðu upp samfara þeirri notkun verður ekki spáð í hér, en fá hafa þau ekki verið. Kristján Ari. 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.