Þjóðlíf - 01.02.1989, Side 68

Þjóðlíf - 01.02.1989, Side 68
UPPELDISMÁL sín. Andstæðingar dagheimila gleyma gjarn- an tilvist feðranna í þessari umræðu. Leikskólar ódýrari - hættulegur sparnaður í Reykjavík birtist leikskólastefna Sjálf- stæðisflokksins í því að aðeins 14 af hverjum 100 börnum undir skólaaldri eiga kost á dag- heimilisvist, eða u.þ.b. 1200 börn. Leik- skólarými eru hins vegar uin 2600. Sú gerð af dagvistarheimilum sem borgin hefur byggt undanfarið hefur leikskólapláss fyrir 72 börn en aðeins 17 dagheimilispláss. Skorturinn á dagheimilum hefur leitt til þess að á þeim eru nær eingöngu börn úr forgangshópum: Börn einstæðra foreldra, námsmanna og starfs- fólks heimilanna. Börn foreldra í sambúð sem þurfa á heils dags vistun að halda eru því ýmist hjá dagmæðrum eða þeytast á milli leikskóla og dagmömmu í hádeginu. Pað sama gildir um forgangsbörnin sem enn eru á biðlista, en biðtími þeirra hefur þrefaldast síðan 1981. Síðasta undirstrikun borgarstjórnarmeiri- hlutans á leikskólastefnunni voru breytingar á reglum um styrki til dagvistarheimila sem rekin eru af öðrum en opinberum aðilum. Styrkir til leikskóla voru hækkaðir, en skorn- ir niður um 2/3 til dagheimila. Dæmi um slíkt dagheimili er Ós, sem rekið er af foreldrum. Par greiddu foreldrar 16.000 kr. mánaðar- gjald fyrir áramót. Eftir niðurskurð meiri- hlutans verður gjaldið a.m.k. 24-25 þúsund krónur. Með þessu er öðrum en sterkefnuð- um foreldrum gert ómögulegt að búa börn- um sínum þau góðu uppeldisskilyrði sem stjórnvöld hafa vanrækt. Áhersla ráðamanna á leikskóla skýrist í því ljósi, að rekstrarkostnaður dagheimila er þrisvar til fjórum sinnum hærri en leikskól- anna. Ástæðan er því sparnaður, þótt upp- eldisrök séu notuð sem yfirvarp. Það að halda niðri fjölda dagheimila leiðir ekki til aukinnar samveru barna og foreldra eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins reyndu að rökstyðja. Afleiðingin er sú að fjöldi barna býr við verri uppeldisaðstæður en hinu ríka íslenska samfélagi er sæmandi. Peninga- sparnaður á þessu sviði er hættulegur nútíð og framtíð. Gjörbreyttar aðstæður barna Við, sem teljurn góð dagvistarheimili fyrir öll börn meðal brýnustu umbóta þjóðarinn- ar, höfum engan áhuga á því að firra foreldra ábyrgð á uppeldi barna sinna. Við vitum hins vegar að þróunin frá gamla íslenska bænda- samfélaginu til nútímaatvinnuhátta hefur gjörbreytt stöðu barna í fjölskyldunni. Pabbi, mamma, amma og afi eru ekki lengur heima í bæ eða úti á túni. Þau eru komin út á vinnumarkaðinn. Tiltölulega öruggt um- hverfi barnanna splundraðist án þess að ann- að væri tryggt f staðinn. Og það er fráleitt að skella skuldinni á konur og segja: Ykkur var nær að vera heima, þá væri ekki þessi nú- tímavergangur á börnum ykkar. Börn eru afkvæmi tveggja foreldra auk þess sem þau eru framtíð hverrar þjóðar og þar með dýr- mætasti, en jafnframt viðkvæmasti fjársjóð- ur samfélagsins. Ef hægt er að tala um sam- ábyrgð allra á einhverju, þá á það svo sann- arlega við um uppeldisaðstæður barna. Nýir atvinnuhættir og breytt staða kvenna gagnvart menntun og störfum veldur því að á fjölda heimila er enginn fullorðinn heima við allan daginn eða hluta hans. Þann tíma eiga börnin að geta notið öryggis og umönnunar á Uppbyggingin á þessum áratug Fjöldi barna 0-5 ára Fjöldi barna 0-5 ára Hlutfallsleg á leikskólum á dagheimilum breyting (%) milli ára lsk. dagh. 1981 ...................5.450 1.980 1982 ...................5.776 2.158 6,0% 9,0% 1983 ....................6.015 2.125 4,1% -1,5% 1984 ...................6.559 2.218 9,0% 4,4% 1985 ...................7.067 2.337 7,7% 5,4% 1986 ....................7.343 2.537 3,9% 8,6% 1987 ....................7.628 2.555 3,9% 0,7% Afturkippur virðist hafa orðið í uppbyggingunni. Tölur fyrir 1988 liggja að vísu ekki frir, en á árinu 1987 fjölgaði dagheimilisplássum aðeins um 0.7%, sem er mun minna en á fimm ára tímabili þar á undan. (Tafla þessi er unnin úr upplýsingum Hagstofunnar). 68

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.