Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 70

Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 70
UPPELDISMÁL Dagheimili og leikskólar á öllu landinu 1981 og 1987 Fjöldi barna á Fjöldi barna á Ieikskólum dagheimilum 0-3ja 3ja-5 Fjöldi 0-2ja 3ja-5 Fjöldi ára ára alls ára ára alls •j. fj. fj. fj. <j. fj- % % % % 1981 Sveitarfélög 503 4.805 5.308 532 950 1.482 Sjúkrahús .. 8 72 80 120 296 416 Aðrir 6 56 62 23 59 82 Samtals: . 517 4.933 5.450 675 1.305 1.980 hlutfall af aldursflokki 1987 3,9 40,8 5,1 10,8 Sveitarfélög 770 6.691 7.461 546 1.362 1.908 Sjúkrahús .. 36 36 158 381 539 Aðrir 29 102 131 19 89 108 Samtals: . 799 6.829 7.628 723 1.832 2.555 hlutfall af aldursflokki: 6,7 53,6 6,0 14,4 Tafla þessi cr unnin úr upplýsingum Hagstofunnar. Yfirlit yfir skiptingu niilli sveitarfélaga árið 1986 er að finna í Hagtíðindum, fcbrúarhcfti 1988. stórlega um að börn hér áður fyrr hafi upp til hópa fengið hið æskilegasta uppeldi. Fengu þau öll þá hvatningu og örvun sem gagnaðist best til sjálfstrausts, þroska og til þess að nýta hæfileika sína til hins ýtrasta? Tregða íslenskra ráðamanna gegn upp- byggingu dagvistarheimila minnir urn margt á ríkjandi viðhorf á Alþingi fyrir rúmri öld, þegar fyrir lá bænaskrá um almennan skóla fyrir börn í Reykjavík. I tvígang, sitt hvoru megin við miðja 19. öldina var málið fellt. Andstaðan byggðist annars vegar á því að ríkasta bæjarfélag á íslandi taldi sig ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að stofna og reka barnaskóla fyrir þau 160 börn á aldrin- um 7 til 14 ára sem voru á manntalsskrá. Hin ástæðan var ánægja þingmanna með heima- kennslu eins og hún hafði verið um langt árabil. Einn þingmanna orðaði skoðun sína þannig: „Það getur vel verið haft fyrir satt að barnaskólar séu sá grunnur sem öll menntun hvílir á í útlöndum, en á Islandi er og verður þetta öðruvísi. Pað er engum blöðum um það að fletta, að hið íslenska heimili er betri barnaskóli en hinir stóru barnaskólar í út- landinu og enginn vafi leikur á því að hin íslenska alþýða er betur upplýst en hin út- lenska allavega í trúarlegum efnurn". Fanný Jónsdóttir, yfirmaður fagdeildar Dagvistar barna í Reykjavík vakti athygli á þessu rúm- lega aldargamla viðhorfi til menntunar barna í merku erindi sem hún flutti á ráð- stefnu Fóstrufélags íslands sl. vor. Ekki þarf að búast við því að stjórnmála- nienn nútímans taki upp merki þessa leið- toga þjóðarinnar sem svo talaði árið 1853 og krefjist þess að grunnskólinn verði lagður niður. En þeir mættu margir hverjir tileinka sér betur nútímaleg viðhorf uppeldis- og kennslufræða og átta sig á mikilvægi þeirra aðstæðna sem börn undir skólaaldri búa við. Vonandi þarf ekki að bíða þess langt fram á næstu öld, að sjálfsagt þyki að almannafé tryggi öllum börnum rétt til veru í forskóla, hvort sem nefnist dagheimili eða leikskóli. Staðan nú Árið 1987 var staðan á íslandi þannig, að rúmlega 41% barna á aldrinum 0-5 ára átti kost á dagvistarplássi, annað hvort á leik- skóla eða dagheimili. Dagheimilispláss (heils dags vistun) voru aðeins fyrir rúmlega 10 af hverjum 100 börnum í þessum aldurs- hópi. Svo slök er staðan þrátt fyrir 10 ára áætlun sem gerð var á vegum menntamála- ráðuneytisins í kjölfar samkomulags ríkis- stjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna árið 1980. Samkomulagið og áætlunin fól í sér, að dagvistarþörf væri fullnægt í árslok 1990. Áætlunin gengur út frá tveimur mismunandi forsendum um þörf á dagvistun sem sýnd er með hlutfallstölum. Sú lægri virðist vera fjarri raunveruleika dagsins í dag og spurn- ing er hvort þörfin nú er ekki enn meiri en hærri forsendan reiknaði með. Samkvæmt henni var álitið að 64% barna á aldrinum 0-5 ára þurfi á dagvist að halda, þar af 29% heils dags vistun. Það er því ljóst orðið, að ekki verður staðið við áætlunina þar sem aðeins 2 ár eru eftir af umræddu tímabili. Afturkippur virðist hafa orðið í uppbygg- ingunni. Tölur fyrir árið 1988 liggja að vísu ekki fyrir, en á árinu 1987 fjölgaði dagheimil- isplássum aðeins um 0.7%. Það er mun minna en á 5 ára tímabili þar á undan, en þá varð aukningin samtals 28.1%. Á leikskólum fjölgaði börnum um 34.7% milli áranna 1981 og 1986 en aðeins um 3.9% árið 1987. Tregðan hjá Reykjavíkurborg síðustu 2 ár- in var svo mikil að aðeins eitt dagvistarheim- ili var opnað hvort ár. 89 börn komast á hvort þeirra, en á biðlistum borgarinnar um nýliðin áramót voru börnin 1986 talsins. Verði uppbygging dagvistarheimila áfram jafn hæg og fram til þessa er áratugabið á því að öll börn geti notið forskólamenntunar. Áform um að ri'kið dragi sig út úr uppbygg-. ingunni gefur auk þess tilefni til svartsýni, en samkvæmt gildandi lögum greiðir ríkissjóður 50% stofnkostnaðar. Hætti ríkið þátttöku sinni, eins og gert er ráð fyrir í frumvarps- drögum að verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, óttast ég að sveitarfélög verði enn treg- Fjöldi stöðugilda á dagvistarstofnunum barna á öllu landinu ___________________________1981-1986. Starfsfólk 1981 1982 1983 1984 1985 1986 Úr Hagtíðindum, febrúar 1988 Fóstrustörf Önnur störf, fjöldi stöðu- gilda Fjöldi „heilsdags" bama á starfsmann í fóstrustarfi Fóstm- störf samtals Starfsfólk í fóstrustörfum: Hlutfall fóstra af starfsfólki í fóstru- störfum, % Fóstrur Starfsfólk með aðra uppeldis- menntun Ófaglært starfsfólk Fjöldi stöðugilda 847,7 344,2 503,5 40,6 5,88 908,1 371,0 19,8 517,4 40,8 113,1 5,93 970,2 359,5 41,4 569,4 37,1 191,2 5,68 1034,6 381,7 45,7 607,2 36,9 159,9 5,70 1105,8 396,7 42,7 666,4 35,9 160,2 5,70 1214,8 423,1 53,3 738,4 34,8 163,0 5,53 70

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.