Þjóðlíf - 01.02.1989, Side 77

Þjóðlíf - 01.02.1989, Side 77
BÍLAR kveikir í eldsneytisblöndunni í strokknum, var til skamms tíma ákveðinn eða stjórnað með áþreifanlegum útbúnaði. Þetta voru tveir hlutir sem nefnast sogflýtir og mið- flóttaflýtir. Þessir tveir hlutir skynjuðu ann- arsvegar snúningshraða vélarinnar og liins- vegar álagið þ.e. hvort vélin erfiðaði eða gekk létt. En nú er öldin önnur, álag og snúningshraði eru enn til staðar, en hlutirnir sem skynja þetta eru rafrænir (ísl. yfir elekt- ronik) og starfa þannig að það er hulið sjón- manna nema með mælitækjum og sam- kæmt ákveðnum vinnubrögðum. Verst af öllu er þó það, að framleiðendur nota kveikj- ukerfi sem eru mjög ólík hvert öðru hvað varðar uppbyggingu og hvernig staðið skuli að athugunum og viðgerðum á þeim. Illt er að Mr. Kettering sem fyrr var minnst á skuli vera horfinn af sjónarsviðinu, sá hefði ábyggilega komið með hið eina rétta kveikjukerfi sem allir hefðu sæst á. Ekkert er samt alvont, flest nýmóðins kveikjukerfi vinna mjög vel, nákvæmar en það gamla, bila lítið (sem betur fer) og það besta er, að vegna örtölvunnar sem í þeim er (það hlaut að vera tölva) geta kerfin haldið vélinni gangandi þó minniháttar bilun verði í kerfinu. Svo kemur það allra besta: tölvan geymir í minni sínu hvaða hlutur bilaði og segir frá því þegar óskað er. Störf bifvélavirkja hafa breyst mikið og munu breytast ennþá meira ef fram fer sem horfir. Til skamms tíma var það svo að er bíll kom höktandi að verkstæði þá brá verkstjór- inn sér út, greindi bilunina í hvelli og bauð upp á viðgerð, það var jú viðgerðin sem gaf peningana, ekki greiningbilunarinnar. Þetta hefur nánast snúist við, það er oft greining bilunarinnar sem er höfuðverkurinn (þrátt fyrir tölvurnar) oft á tíðum tímafrek röð mælinga og athugana, leit í viðgerðabókum og heilabrot. Viðgerðin hinsvegar þá bilunin er fundin er jafnvel á færi barns, hver vill borga fyrir svona nokkuð? I lokin er gaman að vitna í einu alvöru viðgerðabókina um bíla sem gefin hefur verið út á íslensku. Jeppabókin, gefin út af Tækniútgáfunni árið 1946, bls. 25. í þann tíð hafa bifvélavirkjar notið mikils álits svo ekki sé vægara að orði komist: „Stundum dregur það úr afli vélarinnar, að ventlasætin eru óþétt, svo að það blæs úr sprengirúminu út í innsogs- eða útblásturs- greinina. Með þrýstimæli má ganga úr skugga um hvaða ventlar eru óþéttir. Þrýstimælirinn ætti aldrei að sýna meira en 10 punda þrýstingsmun og aldrei minna en 70 pund. Ef ekki er völ á mæli, skal taka öll kertin úr, snúa vélinni með sveif og láta bifvéla- virkja setja þumalfingurinn yfir hvert kertis- op. Ef enginn þrýstingur finnst í einhverju opinu, er ólag á þeim sýlindri.“ Tilvitnun lýkur. Samkvæmt þessari tilvitnun hefur það verið álitið að næmleiki bifvélavirkja væri slíkur að þumalfingurinn kæmi í stað þrýsti- mælis, já oft hefur þumalputti verið nefndur, en þá frekar í gagnstæðri merkingu. IE DOMUR ATHUGIÐ Saumum dragtir á alla aldurshópa, einnig karlmannaföt. Yfirstærðir. Yið saumum líka úr þínum efnum. GARÐARSSTRÆTI 2, S 91-17525 77

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.