Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Qupperneq 98

Frjáls verslun - 01.05.2012, Qupperneq 98
98 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 til þess að markmiðum laganna verði náð innan tilskilins tímaramma. Samkvæmt lögunum um kynjakvóta skulu hlutföll kynjanna í stjórn og varastjórn vera sem jöfnust og náist kynjahlutfall ekki með hefðbundinni kosningu væri hægt að leysa þetta með ákvæði í samþykktum félags­ ins um einhvers konar fléttustjórn. Önnur leið væri að nota tilnefningarnefndir, sem myndu við val sitt á stjórnarmönnum huga að samsetningu stjórnar félagsins út frá kyni. Þessi leið er orðin algengari í Noregi eftir að ákvæði um kynjakvóta tók gildi í norsk um hlutafélögum. forsendur framboðs í stjórnum Skilyrði margra fyrirtækja víða um heim við val á stjórnarmönnum er að þeir hafi reynslu af framkvæmdastjórn annarra fyrir tækja eða reynslu af stjórnunarstörfum ásamt ákveðinni menntun. Sú skoðun virðist útbreidd að konur uppfylli ekki þessi skilyrði nema í takmörkuðum mæli og standi það í vegi fyrir því að fleiri konur veljist til setu í stjórnum. Rannsókn á nýjum stjórnarmönn­ um í stærstu fyrirtækjum Bretlands, FTSE 100, hafnar þessari tilgátu og kemst að því að í þessum stjórnum séu konur líklegri en karlar til að hafa háskólagráðu í viðskipta­ fræðum og meiri reynslu af stjórnarstörfum í minni fyrirtækjum. Aftur á móti hafi þær minni reynslu sem æðstu stjórnendur stór­ fyrirtækja. framboð og eftirspurn Oft er spurt hvers vegna markaðurinn jafni ekki kynjahlutföllin í stjórnum fyrirtækja svo ekki þurfi að koma til lagasetningar. Þetta er gild spurning. Konur eru í meirihluta þeirra sem útskrifast úr háskólum í Evrópu og Bandaríkjunum og því blasir við að með því að líta framhjá konum sé farið á mis við mannauð og hæfa einstaklinga. Hér á landi er menntun, þekking og reynsla kvenna af stjórnun fyrir hendi þar sem kon ur hafa verið í miklum meirihluta þeirra sem útskrifast úr háskólum á undanförnum árum og á það sérstaklega við um greinar eins og viðskipta­, lög­ og verkfræði sem virðist vera algengasta menntunin meðal stjórnarmanna. Ekkert vantar því upp á framboðið og hin eðlilega spurning hlýtur að vera hvers vegna eftirspurnin innan fyrir tækja eftir jafnara kynjahlutfalli hafi ekki verið meiri. Nokkrar rannsóknir styðja þá kenningu að konur sem eru í stjórnum veki athygli á öðrum konum til stjórnarstarfa eða hvetji aðrar konur til þátttöku í sömu fyrirtækjum og þannig fjölgi konum í þessum stjórn­ um. Í Noregi gildir almennt að fyrirtæki í meirihluta eigu stofnanafjárfesta eða ríkis eru líklegri til að auka hlut kvenna í stjórn­ um. Í Bandaríkjunum benda rannsóknir til að stofnanafjárfestar, s.s. lífeyrissjóðir sem hafa fjölda kvenna sem sjóðsfélaga, geri frekar kröfur til þess að konum fjölgi í stjórnum fyrirtækja. Almennt virðist sem að í löndum þar sem rík hefð er fyrir mikilli þátttöku kvenna í stjórnmálum og launajafn­ rétti tiltölulega mikið sé hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hærra. Viðskiptavinirnir eru helsta eign fyrirtækja og þess vegna hafa þau sjónarmið fylgi að stjórnir eigi að endurspegla viðskiptavini fyrirtækjanna og skilji þarfir þeirra. Það leiði til betri og upplýstari ákvarðana sem aftur ættu að leiða til aukins árangurs fyrir fyrirtækin. Breytir þá engu af hvoru kyni stjórnarmenn eru. Samkvæmt þessu ættu fyrirtæki sem eru með fjölda kvenna í vinnu eða selja vörur og þjónustu sem ætluð eru konum að vera undir þrýstingi um að þær komi frekar að stjórnum og stjórnun slíkra fyrirtækja. stærð fyrirtækja og stjórna skiptir máli Erlendar rannsóknir benda til jákvæðs sambands milli stærðar fyrirtækja og fjölda kvenna í stjórnum þeirra. Stór fyrirtæki hafi fleiri konur í stjórn. Benda má á að í stærri fyrirtækjum eru að jafnaði fleiri stjórnarsæti í boðI og þannig aukast líkurnar á að kona sé á meðal stjórnarmanna. Almennt er talið að stærri fyrirtæki hafi meiri hvata til að hafa fjölbreytni í stjórnarháttum í ljósi þess að þau eru meira í sviðsljósi almennings. Það er ennfremur athyglisvert að svo virðist sem konur sækist frekar eftir stjórnarsetu í stórum fyrirtækjum. Rannsóknir sýna að þau fyrirtæki þar sem konur sitja í stjórn skila betri rekstrarárangri. En er árangurinn stjórnarmönnum að þakka eða starfsmönnu fyrirtækisins? Mjög erfitt er að einangra áhrif stjórna á frammistöðu fyrirtækja. Hvað er stjórnarinnar og hvað er stjórnendanna? Vissulega er þetta liðsheild þar sem markmiðin eru sameiginleg. Kenn­ ingarnar eru því þær að það eitt og sér að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja þurfi ekki að skila bættum árangri í rekstri. Til þess sé orsakasambandið á milli mönnunar stjórna og árangurs of flókið og að kynjakvóti leiði að minnsta kosti ekki sjálfkrafa til bætts rekstrarárangurs. Ennfremur hefur verið spurt hvort arðsamari fyrirtæki séu líklegri til að sækjast eftir að fá konur til sín í stjórn (eftirspurnaráhrif) eða hvort konurnar sjálfar (framboðsáhrif) sækist eftir stjórnarsetu í fyrir tækjum með góðan rekstur. staðan víða um heim Á síðustu tíu árum hefur áherslunni í reglum um góða stjórnhætti fyrirtækja verið beint að því að skoða hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja. Löndum hefur fjölgað sem gera kröfu um upplýsingaskyldu fyrirtækja til að Síðustu ár hafa 70% stjórna á Íslandi verið eingöngu skip uð karlmönnum, 14,5% báð um kynjum og 14,8% ein göngu konum. Kjörtímabil stjórnar getur, samkvæmt hlutafélaga­ lög um, verið allt að fjögur ár og verði stjórn kjörin á aðalfundi á árinu 2013 til fjögurra ára getur hlutafé­ lagaskrá ekki aðhafst neitt fyrr en að fjórum árum liðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.