Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 127

Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 127
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 127 DHL er alþjóðlegasta fyrirtæki í heimi og brautryðjandi í alþjóðahraðsendingum. DHL var stofnað í San Francisco árið 1969 og hefur þanist út á ævintýralegum hraða. D H L Reynsla, menntun og viðhorf skipta meira máli en kyn arion banki leggur áherslu á að rækta viðskiptasambönd til lengri tíma, að þekkja vel þarfir viðskiptavina og uppfylla þær. Bankinn býður fjölbreytt úrval af fjármála­ vörum og áherslan er á framúrskarandi þjónustu og sérsniðnar lausnir. A r i o n b a n k i Rakel Óttarsdóttir stýrir þróunar­ og markaðssviði bankans, sem var stofnað í október 2010. Á sviðinu hefur safnast saman á einn stað mikil þekking og reynsla víðs vegar að úr bankanum. „Við vinnum náið með fólki af öllum sviðum bankans að ýmiss konar þróun og breyting­ um og þar er góð samvinna okkar allra lykilatriði. Áhersla er á að innleiða nýjar að­ ferð ir í verklagi og markmiðasetningu í þeim tilgangi að bæta þjónustu okkar við viðskipta­ vini enn frekar. Það skiptir okkur gríðarlegu máli að viðskiptavinirnir séu ánægðir og kom ið sé til móts við þarfir þeirra. Við berum ábyrgð á markaðssetningu og vöruþróun en þar leggjum við mikla áherslu á að þekkja markaðinn, vita hver ímynd bank ­ ans er og að skilja þarfir og viðhorf viðskipta­ vinanna. Við stýrum einnig þróun á netlausnum bankans, þ.e. vef, netbanka og símalausn­ um, og vinnum þau verkefni þétt með starfs fólki upplýsinga­ og tæknisviðs. Notkun fjár mála þjónustu í gegnum netið hefur aukist mikið undanfarin ár og við búumst við enn meiri aukningu næstu misserin, ekki síst í gegn um snjallsíma. Þarna ætlum við okkur að vera í fararbroddi. “ fjölbreytni er af hinu góða Hvað finnst þér um lögin sem taka gildi 1. sept ember 2013 og kveða á um að hlutfall hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórn­ um stærri fyrirtækja? „Ég er almennt ekki fylgjandi lögbundn um kynjakvótum í stjórnum fyrirtækja eða annars staðar og ég myndi kjósa að við gætum auk ið vægi kvenna í fyrirtækjum án lagasetn­ ingar. Lagasetning getur verið ágætur kost ur til að hefja breytingarferlið en ég tel mikil vægt að tryggja að lögin gildi einung­ is tímabundið. Ég held að lagasetning in muni því miður ekki endilega skila bestu nið urstöðunni í öllum tilvikum þar sem aðrir þættir eins og reynsla, menntun og viðhorf skipta meira máli en kyn þegar kemur að því að stjórna fyrirtækjum. Það er mín skoðun að velja skuli besta umsækjandann í starfið hverju sinni óháð kyni en vissulega þurfa fleiri konur að koma að stjórnun fyrirtækja en nú er. Fjölbreytni tel ég vera af hinu góða, hvort sem um er að ræða kyn, aldur, menntun, reynslu eða annað. Þann ig verða til fleiri og fjölbreyttari hugmynd­ ir og það eru meiri líkur á góðum ákvörðunum ef þátttakendur eru ekki allir eins.“ Aldur: 39 ára. Menntun: Tölvunarfræðingur frá HÍ, MBA frá Duke University í Bandaríkjunum. Starf: Framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssviðs Arion banka. Áhugamál: Skíði, spila á spil í góðra vina hópi og ferðalög til framandi landa. Sumarið 2012: Bústaður með vinum, fjölskylduveiði og æfingar í golfi. „Það er mín skoðun að velja skuli besta umsækjandann í starfið hverju sinni óháð kyni en vissulega þurfa fleiri konur að koma að stjórnun fyrir­ tækja en nú er.“ Rakel Óttarsdóttir er framkvæmdastjóri þróunar­ og markaðssviðs Arion banka. Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.