Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 139
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 139
Ölgerðin Egill Skallagrímsson er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði innflutnings, framleiðslu og dreifingar. Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri hjá fyrir
tækinu, segir að sumarið sé annasamur tími
og mikið um að vera á flestum vígstöðv um.
„Margar nýjungar eru væntanlegar á markað
og framundan eru mörg spennandi verk efni;
þar ber hæst að Ölgerðin verður 100 ára í
apríl á næsta ári og við munum fagna þeim
áfanga með ýmsum hætti.“
konur sem vörumerkjastjórar
Þær eru nokkrar konurnar sem sinna starfi
vörumerkjastjóra hjá fyrirtækinu. Sóley ann
ast sterka drykki og Red Bull. Framundan
eru margir viðburðir á vegum Smirnoff og að
kynna sumardrykkinn Pimm’s.
Hulda Haraldsdóttir sinnir sérvörum og
vinnur að undirbúningi haust og jólavara.
Halldóra Tryggvadóttir sér um Flórídanasafa.
Sumarsafi er nýr og lögð er áhersla á hann í
sumar auk þess sem von er á nýjum safa á
næstunni.
Dagný Kristjándóttir er með matvöru,
ser víettur og kerti og vinnur að herferð fyrir
Weetosmorgunkorn og framundan eru breyt
ingar í Nestlébarnamat.
Marta Björk Marteinsdóttir er nýtekin við
Mjöll Frigg og hlakkar til að byggja upp vöru
merkin enn frekar.
Elín Ösp Rósudóttir sér um snyrtivörur og
sokkabuxur og undirbýr spennandi nýjungar
í haust og vetrartískunni frá m.a. L’Oréal og
Oroblu.
hæfasta fólkið í stjórn
Konurnar segjast fagna tilkomu laganna
varð andi hlutfall kynja í stjórnun fyrirtækja.
„Við teljum að með lögunum opnist tækifæri
til að auka fjölbreytni, gagnsæi og að stjórn
ar hættir verði betri. Það er líklegt að ef fleiri
konur eru í stjórnum fyrirtækja hafi það hvetj
andi áhrif á að konur sækist eftir stjórnarsetu.
Þrátt fyrir viðleitni sumra fyrirtækja til að
breyta því hefur það ekki gengið sem skyldi.
Þessi nýju lög ættu að stuðla að aukinni
þátttöku kvenna í stjórnum og þegar sá múr
er rofinn ættu lögin um ákveðið kynjahlutfall
jafnframt að vera óþörf. Flestir eru nú þeirrar
skoðunar að jöfn blanda kynja sé vænlegust
til árangurs, sama hvar það á við. Hæfasta
fólkið á auðvitað að vera í stjórn – hvort sem
það er kona eða karl.“
tvær konur í fimm manna stjórn
Ölgerðin hefur litið á jafnréttismál sem tæki
til árangurs. „Fyrirtækið hefur í auknum mæli
látið jafnréttismál til sín taka og var m.a. eitt
af fyrstu fyrirtækjunum sem létu framkvæma
jafnlaunaúttekt og hefur fylgst með þróun
kynjahlutfalls eftir störfum innan fyrirtækisins.
Með tilkomu laganna er nú unnið að gerð
nýrrar jafnréttisstefnu og framkvæmdaáætl
unar í samræmi við skilyrði jafnréttislaganna
sem jafnframt mun endurspegla hlutverk,
framtíðarsýn og gildi fyrirtækisins. Skipaður
hefur verið vinnuhópur sem samanstendur
af starfsmönnum og stjórnendum sem hefur
það markmið að móta nýja stefnu í þessum
málum.“
Fimm manns eru í stjórn Ölgerðarinnar, þar
af tvær konur.
Kraftmiklar konur í
vörumerkjastjórn
Ölgerðin verður 100 ára á næsta ári og eru ýmsar nýjungar
framundan hjá þessu rótgróna fyrirtæki.
„Ölgerðin Egill Skallagrímsson er eitt stærsta
fyrirtæki landsins á sviði innflutnings, fram
leiðslu og dreifingar.“
Ö l g e r ð i n E g i l l S k a l l a g r í m s s o n
Vörumerkjastjórar: Sóley, Hulda, Halldóra, Marta og Elín Ösp. Á myndina vantar Dagnýju Kristjánsdóttur
sem er í sumarfríi og Maríu Jónu Samúelsdóttur sem er í fæðingarorlofi en Elín Ösp leysir hana af.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson