Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 145

Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 145
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 145 fyrst til að sjá að það var eitthvað óvenju ­ legt við þennan mann. William Seward var fyrst í stað keppinautur hans. Átta vikum eftir að hann var skipaður ráðuneytisstjóri skrifaði hann í bréfi til konu sinnar að Linc oln væri ólíkur öllum mönnum sem hann hefði áður kynnst. Aðrir meðlimir ríkisstjórnarinnar tóku brátt í sama streng. Fyrst í embætti þótti þeim heldur lítið til Lincolns koma en brátt voru þeir farnir að lýsa því yfir að hann væri merkilegasti mað ur sem þeir hefðu nokkru sinni kynnst. Mér virðist að Lincoln hafi verið gæddur tilfinningagreind í ríkum mæli. Hann sýndi fádæma hæfileika í því að viðurkenna mis tök sín og læra af þeim. Hann var fljót ur að jafna sig á mótlæti og leyfði sár indum aldrei að grafa um sig. Eitt af ör fáum dæmum um að Lincoln hafi verið ósveigjanlegur og átt bágt með að fyrirgefa kem ur í ljós í sambandi hans við föður sinn. Hann heimsótti föður sinn aldrei þeg ar sá síðarnefndi lá banaleguna og átti greini lega bágt með að fyrirgefa manninum sem hafði séð brennandi þrá sonar síns til náms sem merki um leti og ómennsku. Hann hafði sína veikleika, eins og eðlilegt er. Allir leiðtogar hafa einhverja galla. Stærsti veikleiki Lincolns spratt úr helsta styrkleika hans sem var sá að honum líkaði yfirleitt vel við fólk og vildi síður valda því sársauka eða óþægindum. Hann var alltaf reiðubúinn að gefa fólki annað tækifæri og jafnvel það þriðja. Þessi veikleiki varð honum dýrkeyptur í samskiptum hans við George McClellan sem stýrði her norður ­ ríkjanna í nokkra mánuði í við upphaf Borgarastríðsins. Lincoln hefði átt að reka McClellan undir eins og í ljós kom hversu sjálfselskur hann var og ófær um að hlýða fyrir skipunum. Að hluta til var þetta skiljanlegt. Á þessum tíma vissi Lincoln lítið sem ekkert um stríðsrekstur og eyddi drjúgum tíma á bókasafni þingsins þar sem hann las sér til um hernaðartækni. En það var þó að lokum það hvað hann veigr aði sér við að særa fólk sem varð til þess að hann dró það allt of lengi að víkja McClellan úr embætti. Þá höfðu orustur tapast og þúsund hermanna látið lífið sem mögulega hefðu lifað hefði Lincoln tekið fyrr af skarið. Svo þetta var ekki lítil ­ fjörlegur veikleiki. Við ritun ævisögu Lincolns studdist þú að miklu leyti við persónuleg bréf. Hvernig munu sagnfræðingar framtíðarinnar fara að þegar slíkra bréfa nýtur ekki við? Þetta er stórmál fyrir sagnfræðinga – og fyrir leiðtoga sem reyna að draga lærdóm af forverum sínum og sögunni – þar sem það er helst í persónulegum bréfum sem hægt er að skynja það sem leiðtogarnir ganga í gegnum sem einstaklingar og upp lifa um leið og þeir móta söguna. Því miður eru ekki til mörg bréf sem Lincoln skrifaði sjálfur en Seward skrifaði konu sinni næstum daglega og þar lét hann þess alltaf getið hvað Lincoln hefði gert þann daginn og hvað gengi á í þinginu og ríkis stjórninni svo þessi bréf gefa einstaka innsýn í hugsanir og tilfinningar Lincolns á tímum mikilla og afdrifaríkra ákvarðana. Það vekur aðdáun mína að hugsa til þess að menn eins og Seward voru lykilmenn ríkisstjórnar sem átti í stríði en gáfu sér samt tíma til að hugleiða atburði dagsins og skrifa löng og ítarleg bréf um þá að kvöldi. En þetta var fyrir tíma sjónvarpsins. Leið ­ togar þurftu ekki að fylgjast með frétta ­ tímum eða skilaboðum á lófatölvunni sinni. Þeir voru ekki að sinna mörgum verk efn ­ um í einu og fengu því næði til að velta fyrir sér því sem var að gerast, munaður sem leiðtogar dagsins í dag geta ekki leyft sér og það er miður. Tap sagnfræðinganna verður sennilega hvað mest frá uppgangi símans á fjórða áratugnum og fram til þess tíma að tölvupóstssamskipti fóru að ryðja sér til rúms á þeim tíunda. Þarna eru fimmtíu ár sem eru nánast ekkert skrásett nema hjá þeim sem tóku samtöl sín upp á band, eins og Richard Nixon og Lyndon B. Johnson. Í dag eigum við þó að minnsta kosti tölvupóstssendingar sem hafa á sinn hátt endurvakið list bréfaskriftanna. Ég veit auðvitað ekki hvort við verðum í stakk búin til að veiða tölvupóst út úr forn leifatölvum eftir tvö þúsund ár. En ég held, eða vona öllu heldur, að ef fólk sendir langt sendibréf á tölvuformi um eitthvað sem skiptir máli muni viðtakandinn sýna það hyggjuvit að prenta það út og geyma þannig. Obama tók bókina þína með sér á for setaskrifstofuna. Myndir þú mæla með fleiri bókum við hann ef þú fengir tækifæri til þess? Obama virðist hafa ríka tilfinningu fyrir sögunni og ef ég fengi aftur tækifæri til að tala við hann myndi ég mæla með því að hann læsi sér til um aðra forseta sem hafa þurft að kljást við erfiða tíma. Ég myndi mæla með arinspjalli Roosevelts, þar sem hann útskýrir flókna hluti eins og hrun fjármálaveldis og stríðsrekstur á einfaldan og skiljanlegan hátt. Og þar sem Obama hefur áhuga á þeim stundum í sögunni þegar margt fólk kemur saman til að komast til botns í vandamálum og finna bestu lausnirnar sameiginlega ætti hann líka að kynna sér sögu Framfarasinna (The Progressive Movement) frá því í upp hafi tuttugustu aldar sem leiddi af sér taumhald á stórfyrirtækjum, lagasetningu um matvæli og lyf og reglugerðir um lestar samgöngur og varðveislu minja – eða um mannréttindahreyfinguna og hvernig henni tókst að innleiða lagasetningu um kosn ingarétt og afnám aðskilnaðarstefnu svo eitthvað sé nefnt. Bók um Abraham Lincoln kemur út í nýrri útgáfu nk. haust hjá bókaútgáfunni Uglu. Þetta er bókin Abraham Lincoln ævisaga eftir Thorolf Smith, sem kom fyrst út árið 1959 þegar liðin voru 150 ár frá fæðingu Lincolns, þessa dáða Bandaríkjaforseta. Thorolf var einn fremsti blaðamaður landsins á sín um tíma og snjall rithöfundur nokk urra bóka. Ólafur Þ. Harðarson prófessor mun rita formála bókarinnar. Lincoln var sextándi forseti Bandaríkjanna og afnam þrælahald og veitti þeim frelsi og tryggði lýðræðið í landinu. Í klettabelti í Rushmore­fjalli í Suður­ Dakota eru risavaxnar höggmyndir af fjórum Bandaríkjaforsetum. Þær eru af George Washington, Tomas Jeff erson, Theodor Roosevelt og Abra ham Lincoln. Oft hefur verið vísað í Abraham Lincoln í kvikmyndum. Af þekktum persónum, raunverulegum og skáld uðum, hefur oftast verið vísað í Sherlock Holmes (211 sinnum), Napó leon Bonaparte Frakklands­ keisara (194 sinnum), Drakúla (161 sinni), Frankenstein (159) og í fimmta sæti er Lincoln (137 sinnum). Ný kvikmynd um Lincoln eftir Steven Spielberg verður frumsýnd í haust. Hinn heimskunni sagnfræðingur Paul Johnson segir að ef lýsa ætti Lincoln með einu orði væri það mannvinur. Upp á tengslin við pólitíkina er Lincoln lýst þannig að hann hafi staðið öllum öðrum framar að góð­ mennsku og hafið hana til vegs í stjórnmálum og opinberu lífi. Thorolf Smith segir í bók sinni um Abraham Lincoln frá árinu 1959: „Lincoln vissi mæta vel að starf hans var ekki helgað einni kynslóð né heldur hans eigin þjóð einvörðungu heldur óbornum kyn­ slóðum allra landa, mannkyninu öllu … og oftar en einu sinni víkur hann að þeirri bjargföstu sannfæringu sinni að byssukúlan megi aldrei koma í stað kjörseðilsins. Lincoln barð ist fyrir stjórnarformi þar sem meiri hluti fólks átti að ráða án þess þó að minnihlutinn væri réttlaus.“ Ugla gefur út bók um Abraham Lincoln
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.