Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 146

Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 146
146 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 Mér finnst reyndar áhugavert að Lincoln virðist ekki hafa lesið ævisögur – að minnsta kosti eru ekki til neinar heimildir um að hann hafi lesið ævisögur fyrstu Bandaríkjaforsetanna Washingtons og Jeffersons, en lífshlaup þeirra hefði átt að vera afar áhugavert fyrir hann. En hann virðist hafa haft meiri áhuga á orð ­ um þeirra sjálfra. Það var skjalfesting sögu Bandaríkjanna – stjórnarskráin og sjálfstæðisyfirlýsingin – sem urðu honum innblástur. Hann sagðist sjálfur aldrei hafa fengið hugmynd sem ekki átti rætur að rekja til sjálfstæðisyfirlýsingarinnar. Ef Lincoln er fyrirmynd Obama ætti hann að lesa þessar tvær yfirlýsingar vel og vandlega. Ég held að hver sá sem kynnir sér þær og skilur loforðin sem þær bera í sér öðlist dýpri skilning á því hvað þjóðin þarf á erfiðum tímum, sem er einfaldlega vonin. Ert þú vongóð um að úr rætist nú þegar allt virðist vera á fallanda fæti í kringum okkur? Já, mjög vongóð. Á átakatímum getur það gerst sem ekki virðist mögulegt annars. Stjórnkerfi Bandaríkjanna er sett upp með fjölda varnagla og reglugerða svo að djúpstæðir erfiðleikar eru oft það eina sem dugir til að knýja fram nauðsynlegar breyt ingar á því. Sögulegar stundir, þar sem grundvallarbreytingar á stjórnskipan eða hugarfari eru mögulegar, koma sjaldan. Roosevelt fékk sitt tækifæri í heims krepp ­ unni; Lincoln í borgarastríðinu. Obama hefur samskonar tækifæri núna. Þær áskoranir sem bandaríska þjóðin stendur nú frammi fyrir gefa honum færi á að þjappa þjóðinni saman á nýjan hátt, teygja sig yfir flokkslínur og hefðir og skapa nýja samstöðu. Sagnfræðin gefur líka ágætis yfirsýn, því það er sama hversu illa horfir, einhvern tíma var það svartara í sögunni og Bandaríkin stóðu það af sér. Ástandið í dag er ekki jafnslæmt og það var í heimskreppunni á þriðja áratugnum, að ekki sé minnst á borgarastyrjöldina sem Lincoln þurfti að takast á við. Roosevelt flutti ræðu árið 1942 sem er í miklu uppá­ haldi hjá mér og hún minnir um margt á sigurræðu Obama í Chicago. Í þessari ræðu varar Roosevelt hlustendur sína við því að mörg mistök verði gerð og margt muni tapast áður en sigur vinnist í seinni heimsstyrjöldinni. En hann minnir jafnframt á að Bandaríkin hafi horfst í augu við erfiðleika áður og komist í gegn ­ um þá. Þessi ræða vakti þvílíkan hug í brjóstum Bandaríkjamanna að þúsundir símskeyta bárust í Hvíta húsið þar sem tekið var undir þessi orð og þau lofuð. Vissulega er fín lína milli óraunhæfrar bjartsýni og þeirrar trúar að það sé eitthvað í grunninum á bandarískri þjóðarsál sem mun hjálpa þjóðinni að yfirstíga allar hindra nir. En Roosevelt sagði einhvern tíma að hæfustu stjórnvöld gætu aldrei náð sama árangri og frjálst orkuflæði frjálsra ein staklinga í lýðræðisríki. Ég held að hann hafi haft á réttu að standa – og að þetta gildi ekki bara fyrir Bandaríkin heldur öll lýð ræðis ríki heimsins. Þú hefur rannsakað og skrifað um fjölmarga stjórnmálamenn – Kennedy, Fitzgerald, Roosevelt, Lyndon B. Johnson og Lincoln – með hverjum þeirra langar þig helst að eyða kvöldstund? Lincoln, ekki spurning. Ég var tíu ár að skrifa ævisöguna hans og hann var ein staklega skemmtilegur félagi allan tím ann. En ég myndi ekki yfirheyra hann um stjórnmál og það sem brennur á sagn fræðingum, sem er hvernig hann hafði hugsað sér að sameina þjóðina eftir sigurinn í borgarastríðinu, hefði hann lifað. Ég myndi bara biðja hann að segja mér sögur. Allir sem hann hitti minnt ust á leiftrandi skopskyn hans og ein staka frásagnarhæfileika. Enda sagði hann sjálfur að góð saga væri betri en viskítár. Ég myndi fá hann til að setjast við eldhús­ borðið og segja mér sögur allt kvöld ið og fá þannig mynd af honum eins og hann raunverulega var. HUGmYNDIN í HNOtskUrN: Snilld Abrahams Lincolns var fólgin í því að ná stjórn á metnaði og sjálfsáliti keppi­ nauta sinna til að búa til sterka liðs heild. Hæfileikar hans til að búa til slíka liðsheild lágu helst í óvenjuríkri til finn ingagreind. Hann lærði af mistökum sínum, tók á sig ábyrgð með öðrum á mis tökum þeirra og fór ekki í fýlu. Reynsla Lincolns, eins og margra leiðtoga á erfiðum tím um, gefur von um að efnahagskerfi heims ins muni komast yfir þá erfiðleika sem þau standa nú frammi fyrir. (Þessi grein birtist í Harvard Business Review í Apríl 2009.) Doris Kearns Goodwin hefur skrifað bækur um Abraham Lincoln, Franklin Roosevelt, John F. Kennedy og Lindon B. Johnson. Goodwin er kenn­ ari við Harvardskóla og pulitzerverðlaunahafi. Doris Kearns Goodwin fæddist í Brooklyn árið 1943 og er með doktorspróf í stjórnmálasögu frá Harvardháskóla. Hún var lærlingur í Hvíta húsinu í stjórnartíð Lyndons B. Johnsons sem bauð henni stöðu aðstoðarmanns síns árið 1967 þrátt fyrir að hún hefði skrifað harðorða grein í tímarit þar sem hún lagði til að Johnson segði af sér vegna afskipta af Víetnamstríðinu. Doris þáði ekki stöðuna en að­ stoðaði Johnson seinna við að skrá endurminning ar sínar meðfram kennslu við Harvardháskóla. Fyrsta bók hennar, Lyndon Johnson and the American Dream (Lyndon Johnson og ameríski draumurinn), sem byggð­ ist á samtölum hennar við forsetann fyrr verandi, kom út árið 1977 og varð metsölubók. Good win hlaut Pulitzer­verðlaunin árið 1995 fyrirbók sína No Ordinary Time, um Franklin og Eleanor Roose­ velt, og Lincoln­verðlaunin fyrir bókina Team of rivals. Goodwin vinnur nú að næstu bók sinni sem fjallar um Theodore Roosevelt og hið svokallaða framfara­ skeið (Progressive Era) í upphafi tuttugustu aldar í Bandaríkjunum. Doris Kearns Goodwin var fyrsta konan sem fékk að fara inn í búningsklefa hafnaboltaliðsins Red Sox. Hún er mikil áhugamanneskja um hafnabolta og hef ur skrifað lærðar greinar um leikinn og tekið þátt í gerð heimildamyndar um hann. Hún segir að áhugi sinn á sagnfræði hafi kviknað þegar pabbi hennar fékk hana til að skrásetja hafnaboltaleiki í útvarpinu og fara svo með þá fyrir sig þegar hann kom heim úr vinnunni. Hún er fastagestur í sjónvarpsþáttum eins og Meet the press og Charlie Rose en hefur einnig ver­ ið gestkomandi í sjónvarpsþætti Opruh Winfrey. Eigin maður Goodwin er rithöfundurinn Richard N. Goodwin sem starfaði fyrir Bandaríkjaforsetana John F. Kennedy og Lyndon Johnson í Hvíta húsinu á sjöunda áratugnum. Hann fletti einnig ofan af hneyksli varðandi spurningakeppnir í sjónvarpi á sjötta áratugn­ um og er kvikmyndin Quiz Show byggð á reynslu hans en hún var tilnefnd til Óskarsverð launa árið 1994. Þau eiga þrjá syni. Bíómynd: Kvikmynd eftir bókinni Team of rivals er væntanleg í lok ársins. Það er Steven Spielberg sem leikstýrir en með hlutverk Abrahams Lincolns og konu hans Mary Ann Lincoln fara Daniel Day­Lewis og Sally Field. Aðrir leikarar sem orðaðir hafa verið við mynd ina eru Tommy Lee Jones, Joseph Gordon­Levitt, Hal Hol brook, James Spader og John Hawkes sem munu fara með hlutverk hinna ólíku en sterku persónu leika í ríkisstjórn Lincolns. Myndin var tekin í Richmond í Virginíu ríki og fjallar að stærstum hluta um síðustu fjóra mánuðina í lífi Lincolns. Um Doris Kearns Goodwin Abraham Lincoln sagði að byssukúlan mætti aldrei koma í stað kjör­ seðils ins. Fundir, ráðstefnur, veislur, spennandi matarupplifun í kraftmiklu umhverfi A N T O N & B E R G U R www.bluelagoon.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.