Þjóðlíf - 01.09.1990, Page 8
INNLENT
SOO DAGA
ÁÆTLUN
Leið íslcmds til markaðsbúskapar
Er hœgt að koma í veg fyrir að ísland verði fátœkasta landið í Evrópu um
aldamótin?
EFTIR ÓSKAR GUÐMUNDSSON, GUÐMUND ÓLAFSSON, JÓHANN ANTONSSON
OG FL. RÁÐGJAFA UM EFNAHAGSMÁL
Umræða að undanförnu um lífskjör
íslendinga í náinni framtíð hefur
vakið hroll með mörgum. Ummæli dr.
Þráins Eggertssonar prófessors í síðasta
tölublaði Þjóðlífs um ástand og horfur
vöktu mikla athygli: „íslendingar standa á
krossgötum. Þaðeru töluverðarlíkuráþví
að um næstu aldamót verði Island eitt fá-
tækasta ríki Evrópu og þótt víðar væri
leitað. Ástæðan felst í skipulagi hagkerfís-
ins sem ræðst öðru frem ur af stjórnkerfín u
og hugmyndafræði fólksins. — Hvernig
stendur á því að snoturt þjóðfélag eins og
það íslenska er komið langleiðina með að
tortíma sér? Sagan er uppfull af dæmum
um þjóðfélög sem höfðu öll efni til að
blómstra, en fölnuðu ogliðu útaf. Þetta er
sennilega mikilvægasta spurningin sem
snýr að íslenskum fræðimönnum. “
Það hefur komið í ljós að undanförnu að
hvorki sérfræðingar né fjölmargir þeirra
sem fylgjast með efnahagslífinu á íslandi
hafa trú á að lífskjör batni á næstu árum,
nema að verulegar breytingar komi til.
Við gerð síðustu kjarasamninga var
gengið út frá því, að kaupmáttarhrap yrði
stöðvað, en síðan kæmi tímabil þar sem
kaupmáttur ykist nokkuð. Nú þykir ljóst
að kaupmáttaraukingin á næsta ári verði
lítil sem engin. Ekki hefur bólað á neinum
hugmyndum frá samtökum atvinnurek-
enda eða ríkisvaldi um breytingar í þá átt
að lífskjörin batni. Þjóðhagsstofnun spáir
lítils háttar bata á næsta ári, Efnahags- og
framfarastofnun Evrópu OECD spáir
áframhaldandi samdrætti á sama tíma
og önnur Evrópulönd munu taka stórstiga
framförum á efnahagssviðinu. Og fleiri
sérfræðistofnanir meta horfurnar á næstu
misserum og árum á svipaðan veg.
En það eru ekki horfurnar til skamms
tíma sem vekja íslendingum óhug, heldur
útlitið til lengri tíma. Æ fleiri sérfræðingar
óttast að íslenska efnahagslífmu takist
ekki að halda í við þróunina í nágranna-
löndunum og hallast að áðurnefndri skoð-
un dr. Þráins Eggertssonar um að ísland
verði fátækt land um aldamótin. Ef ekkert
verður að gert.
Helstu einkenni lélegs efnahagsástands
liggja í augum uppi: rekstrartap á fyrir-
tækjum í iðnaði, landbúnaði, sjávarút-
vegi, verslun og þjónustu, einokunar-
myndun í efnahagslífinu (kolkrabbinn),
okurvextir, skuldsett heimili, fjöldagjald-
þrot fyrirtækja og einstaklinga, landflótti
og óánægja almennings með lífskjör.
Til að þróa heilbrigt og
traust velferðarkerfi af
þessum toga, þarf mikið
og vaxandi fjármagn.
Þetta markmið gerir
kröfur til þess að
atvinnustarfsemin sé
ábatasöm, rekstur
þjóðarbúsins sé
arðvænlegur.
Margir telja að hér sé efnahagslífið
njörvað niður í miðstýringu ríkisvalds
annars vegar og einokunarrétt örfárra
manna og stórfyrirtækja hins vegar (Sjá
Þjóðlíf 3.tbl.l990 Kolkrabbi eða kjöl-
festa?). Það er í framhaldi af þessari lýs-
ingu sem menn byrja að velta fyrir sér
víðtækum ráðstöfunum til að snúa við
blaðinu. Menn vilja gera hvorttveggja í
senn; brjóta einokun og miðstýringu á bak
aftur og bæta lífskjör svo um munar. Og
alveg eins og þjóðir sem búið hafa lengi við
samþjappað vald og einokun hafa gripið til
áætlana um lífskjarabætur á 500 dögum
(Sovétríkin) þykir rökrétt að íslenska ein-
okunarfélaginu verði mætt með sama
hætti.
egar rætt er um lífskjör þjóðarinnar er
ekki einungis átt við efnahagsleg kjör
heldur einnig önnur verðmæti. Markmið
þjóðarinnar eru ekki mæld í krónum og
aurum. Önnur lífsgildi skipta einstaklinga
og fjölskyldur auðvitað miklu máli. Lang-
flestir eru sammála um að til tryggingar
alhliða markmiðum um lífskjör þurfi
traust félagslegt velferðarkerfi; t.d. a)
vandað dagvistarkerfi, b) góðan almennan
skóla fyrir öll börn c) vandað heilbrigðis-
kerfi d) örorku og ellilífeyrir sem og að
atvinnuleysisbætur dugi til mannsæmandi
framfærslu e) öryggi í húsnæðismálum f)
þróttmikla aðstoð við gamalt fólk og fleira
á þann veg.
Til að þróa heilbrigt og traust velferðar-
kerfi af þessum toga, þarf mikið og vax-
andi fjármagn. Þetta markmið gerir kröf-
8 ÞJÓÐLÍF