Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 31

Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 31
Elín Ósk Óskarsdóttir og Kristinn Sigmundsson íhlutverkum sínum í óperunni Don Giovanni í Islensku óperunni. lýsa eftir ákveðinni rödd, t.d. tenór, send- ir sami umboðsmaðurinn kannski fimm í prufusöng. Þar koma saman fjörutíu til fimmtíu, allt upp í hundrað, söngvarar til að keppa um sömu stöðuna. Mönnum ber saman um að mun erfiðara sé fyrir konur en karla að koma sér á framfæri. „Erlendis er til svo ótrúlega stór hópur af góðum söngkonum, — og þær eru hver annarri betri,“ eins og einn viðmælanda Þjóðlífs komst að orði. Það vekur því athygli hvað Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópr- an og Sólrún Bragadóttir sópran hafa náð langt. Rannveig er fastráðin við Vínaróperuna en hún er í sama gæðaflokki og Scala í Mílanó og Metrópólítan í New York. Ekki náðist í hana meðan þessi grein var í smíð- um en í Óperublaðinu (1. tbl. 4. árg. 1990) kemur fram að hún hafi sungið ýmis hlut- verk í Vín. Einnig segir þar að 4. mars á komandi ári fari hún með lítið hlutverk í óperunni Elektru eftir Richard Strauss í konsertuppfærslu í Carnegie Hall í New York. Claudio Abbado stjórnar en hann var nýlega ráðinn til að gegna starfi aðal- hljómsveitarstjóra Fílharmóníuhljóm- sveitar Berlínar að Herbert von Karajan látnum. Sólrún Bragadóttir fór strax að námi loknu til Kaiserslautern og söng þar í þrjú ár. Nú hefur hún ráðið sig til óperuhússins í Hannover en það er eitt af þeim stóru í Þýskalandi, svokallað „A-hús“. Þar verð- ur hún næstu þrjú ár. Ekki náðist í Sól- rúnu út af þessari grein. Bergþór Pálsson bariton hóf einnig fer- il sinn við óperuna í Kaiserslautern. Þar hefur hann m.a. sungið Greifann í Brúðkaupi Fígarós (þar sem Sólrún var greifafrúin) og titilhlutverkið í Don Giov- anni eftir Mozart. „Ytra er oft býsna mikið að gera,“ segir Bergþór. „En þannig gefst söngvurum kostur á að halda sér í þjálfun sem getur verið örðugt á íslandi. Fólk sem kemur annað slagið fram fær ekki þessa þjálfun.“ Ertu á heimleið? „Ég hef eiginlega alltaf verið á leiðinni heim og ætlaði að láta verða af því núna í haust. Það varð hins vegar úr að ég tæki þátt í uppfærslu óperunnar í Kaiserslaut- ern á Don Pasquale eftir Donizetti í vetur og er ráðinn út febrúar. Þá stefnir í að ég snúi aftur heim. Ég gæti farið til annars óperuhúss ytra eða verið lausráðinn og sungið nokkrar sýningar á hverjum stað en þá verður maður að búa í ferðatösku og það get ég ekki hugsað mér. Ég er bara þannig gerður. Mig langar til að vera heima á íslandi því að þar á ég lítinn strák, en með því renni ég algjörlega blint í sjó- inn. Framtíð Islensku óperunnar er ótr- ygg og um leið óperusöngvara.“ Kristinn Sigmundsson bariton bættist í fyrra í hóp íslenskra söngvara erlendis. Þá réð hann sig til óperuhússins í Wiesba- den í Þýskalandi til tveggja ára. „Ég er í mjög þægilegu starfi þarna úti,“ segir Kristinn, „miðað við það sem gerist heima á Islandi. Vinnuálagið er hóflegt og maður getur framfleytt sjálfum sér og fjöl- skyldu sinni með því að syngja. Það eru viðbrigði frá harkinu heima. Ég byrjaði á að syngja Don Giovanni í Wiesbaden og held því áfram í vetur, fór með hlutverk Sprechers í Töfraflautunni, söng Onegin í Eugen Onegin og Rodrigo í Don Carlos. I vetur syng ég hlutverk ÞJÓÐLÍF 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.