Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 31

Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 31
Elín Ósk Óskarsdóttir og Kristinn Sigmundsson íhlutverkum sínum í óperunni Don Giovanni í Islensku óperunni. lýsa eftir ákveðinni rödd, t.d. tenór, send- ir sami umboðsmaðurinn kannski fimm í prufusöng. Þar koma saman fjörutíu til fimmtíu, allt upp í hundrað, söngvarar til að keppa um sömu stöðuna. Mönnum ber saman um að mun erfiðara sé fyrir konur en karla að koma sér á framfæri. „Erlendis er til svo ótrúlega stór hópur af góðum söngkonum, — og þær eru hver annarri betri,“ eins og einn viðmælanda Þjóðlífs komst að orði. Það vekur því athygli hvað Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópr- an og Sólrún Bragadóttir sópran hafa náð langt. Rannveig er fastráðin við Vínaróperuna en hún er í sama gæðaflokki og Scala í Mílanó og Metrópólítan í New York. Ekki náðist í hana meðan þessi grein var í smíð- um en í Óperublaðinu (1. tbl. 4. árg. 1990) kemur fram að hún hafi sungið ýmis hlut- verk í Vín. Einnig segir þar að 4. mars á komandi ári fari hún með lítið hlutverk í óperunni Elektru eftir Richard Strauss í konsertuppfærslu í Carnegie Hall í New York. Claudio Abbado stjórnar en hann var nýlega ráðinn til að gegna starfi aðal- hljómsveitarstjóra Fílharmóníuhljóm- sveitar Berlínar að Herbert von Karajan látnum. Sólrún Bragadóttir fór strax að námi loknu til Kaiserslautern og söng þar í þrjú ár. Nú hefur hún ráðið sig til óperuhússins í Hannover en það er eitt af þeim stóru í Þýskalandi, svokallað „A-hús“. Þar verð- ur hún næstu þrjú ár. Ekki náðist í Sól- rúnu út af þessari grein. Bergþór Pálsson bariton hóf einnig fer- il sinn við óperuna í Kaiserslautern. Þar hefur hann m.a. sungið Greifann í Brúðkaupi Fígarós (þar sem Sólrún var greifafrúin) og titilhlutverkið í Don Giov- anni eftir Mozart. „Ytra er oft býsna mikið að gera,“ segir Bergþór. „En þannig gefst söngvurum kostur á að halda sér í þjálfun sem getur verið örðugt á íslandi. Fólk sem kemur annað slagið fram fær ekki þessa þjálfun.“ Ertu á heimleið? „Ég hef eiginlega alltaf verið á leiðinni heim og ætlaði að láta verða af því núna í haust. Það varð hins vegar úr að ég tæki þátt í uppfærslu óperunnar í Kaiserslaut- ern á Don Pasquale eftir Donizetti í vetur og er ráðinn út febrúar. Þá stefnir í að ég snúi aftur heim. Ég gæti farið til annars óperuhúss ytra eða verið lausráðinn og sungið nokkrar sýningar á hverjum stað en þá verður maður að búa í ferðatösku og það get ég ekki hugsað mér. Ég er bara þannig gerður. Mig langar til að vera heima á íslandi því að þar á ég lítinn strák, en með því renni ég algjörlega blint í sjó- inn. Framtíð Islensku óperunnar er ótr- ygg og um leið óperusöngvara.“ Kristinn Sigmundsson bariton bættist í fyrra í hóp íslenskra söngvara erlendis. Þá réð hann sig til óperuhússins í Wiesba- den í Þýskalandi til tveggja ára. „Ég er í mjög þægilegu starfi þarna úti,“ segir Kristinn, „miðað við það sem gerist heima á Islandi. Vinnuálagið er hóflegt og maður getur framfleytt sjálfum sér og fjöl- skyldu sinni með því að syngja. Það eru viðbrigði frá harkinu heima. Ég byrjaði á að syngja Don Giovanni í Wiesbaden og held því áfram í vetur, fór með hlutverk Sprechers í Töfraflautunni, söng Onegin í Eugen Onegin og Rodrigo í Don Carlos. I vetur syng ég hlutverk ÞJÓÐLÍF 31

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.