Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 16

Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 16
1' fimm hundruð daga áætluninni er gert ráð fyrir umbyltingu á sviði verslunar með fjármagn og meðferð gjaldeyrismála samfara öðrum breytingum á efnahagslíf- inu. í áætluninni er gert ráð fyrir að af- nema öll höft með verslun á gjaldeyri. Starfsemi erlendra banka og tryggingafé- laga sem og fjárfestingarfélaga verður heimiluð á íslandi. Skilaskylda gjaldeyris til Seðlabankans verður afnumin. Fjár- festingarheimildir erlendra aðila á Islandi sem og íslendinga erlendis verða því sem næst ótakmarkaðar. Hugsunin á bakvið þessar breytingar er m.a. sú, að gjaldeyrir geti farið til þeirra sem hann skapa, og þeir notað hann eins og þeim er hagkvæmast. Sumir telja að með þessari breytingu mætti „bjarga íslenska sjávarþorpinu“. Og eins og á öðrum sviðum þarf að fylgja aukið eftirlit Seðlabanka íslands með starsfemi peningastofnana samfara frelsis- bylgjunni. En það fylgir eitt skilyrði öllum hug- myndum um aukið frelsi í efnahagsmál- um: fiskimiðin eru og verða eingöngu eign Islendinga. Það þýðir m.a. að fiski- kvótar mega einungis vera í eigu íslensku þjóðarinnar og mega einungis leigjast Is- lendingum eða íslenskum fyrirtækjum. En eins og alkunna er, þá er fiskurinn í sjónum lögbundinn eign íslensku 'þjóðar- innar. Almennt verða miklar breytingar á at- vinnulífmu um leið og byrjað verður að hrófla við einokunarfélaginu. Ástæða er til að gera ráð fyrir að hlutafélög verði tvenns konar: a) hlutasamlög, e.k. samvinnufé- lög einstaklinga (eins og flest hlutafélög á íslandi eru í dag), lokuð félög, b) hlutafé- lög sem eru á markaði, skila ársfjórðung- slega skýrslu um rekstur sinn til birtingar og þar sem hlutir ganga kaupum og söl- um. Brýnt er að sem flest íslensk fyrirtæki verði í þessu formi. Slík félög þurfa auð- vitað aðstoð til að verða skráningarhæf. Miklu skiptir að allur almenningur, ekki síst það fólk sem vinnur við fyrirtækin hafi yfir að ráða upplýsingum um rekstur og að velgengni fyrirtækjanna sé um leið vel- gengni fólksins sem við þau starfar. Það þýðir að tryggja megi laun með hagnaði þeirra og auðvelda þurfi fólki að eignast hluti í fyrirtækjunum. Sumir kalla hug- myndir af þessum toga „alþýðukapita- lisma“, og þarf ekki að vera vont orð. Við viljum auðvelda almennari þátttöku í at- vinnulífmu ásamt meiri ábyrgð launa- fólks. argvíslegar breytingar þarf að gera á löggjöf varðandi breytingar á efnahagslífmu. Það ætti t.d. að breyta Um leið og verðlækkun verður á matvælum eykstkaupmátturlauna ílandinu, hlutfallslega mest hjá þeim sem lægst hafa launin. gjaldþrotalöggjöfinni þannig að ekki væri hægt að ganga að eignum fólks innan við 5 milljónir króna. Það þarf að breyta gjald- þrotaréttinum og virða friðhelgi heimil- anna. Það eru mýmörg dæmi um það síð- ustu misseri að fyrirtæki hafa verið gerð gjaldþrota og lánadrottnar fengið mun minna út úr þrotinu en þeir hefðu fengið ef fyrirtækið hefði haldið áfram starfsemi. Bankastofnanir hafa komist upp með ábyrgðarmannakerfl, þar sem krossfest- ingar heilu kynslóðanna hafa farið fram í stað einhverrar eðlilegrar áhættu pening- astofnana í atvinnulífinu. Peningastofn- anir verða einfaldlega að þekkja hvernig rekstur fyrirtækjanna er og taka þátt í eðli- legri áhættu; fyrir það fá bankarnir vext- ina. Ástæða er til að reyna að takmarka verksvið og umfang ríkisins. Félagsmála- stofnun einokunarfélagsins er oft falin í alls konar sjóðum og stuðningsapparötum á kostnað almennings. Meðal þeirra sjóða, stofnana og félaga sem lagðir verða niður á fimm hundruð daga áætluninni eru: Fiskifélagið, Búnaðarfélag íslands, Fram- kvæmdasjóður, Fiskveiðisjóður, Iðnlána- sjóður, Iðnþróunarsjóður, Byggðastofn- un, Atvinnutryggingasjóður, Stofnlána- deild landbúnaðarins, jarðræktarsjóður og fleiri sjóðir tengdir landbúnaði, Ferða- málasjóður, Verslunarlánasjóður. Fjár- magn þessara sjóða verði notað til að gera hlutafélög skráningarhæf á markaði t.d. með því að hluti af lánum þeirra verði breytt í hlutafé sem selt verði almenningi á hlutabréfamarkaði. Að öðru leyti færist starfsemi þessara sjóða inn í bankakerfið. Meginhugsun er að reyna valddreifingu í stað miðstýringar og að sjá til þess að samkeppni verði virk. Því væri t.d. hægt að hugsa sér að fyrirtæki eins og Lands- virkjun yrði skipt upp í hlutafélög (um hverja virkjun) og verðsamkeppni verði komið á raforkusölu. Auðvitað þarf að kanna hvort ekki sé heilbrigðara að ýmsar stofnanir sem nú eru á könnu ríkisvaldsins verði sjálfseign- arstofnanir, opin almenningshlutafélög, eins og t.d. Póstur og sími og Landsvirkj- un. Reyndar telja margir óeðlilegt að taka ævinlega skuldir Landvirkjunar með sem skuldir ríkisins, en stór hluti erlendra skulda þess er bundinn virkjanafram- kvæmdum. Þá má einnig skoða hvort rekstur stofnana eins og Sinfóníuhljóm- sveitar Islands og Þjóðleikhússins sé ekki betur kominn á vegum hlutafélaga, sem ríki og sveitarfélög ættu hlut í, en einnig fjárfestingarfélög og starfsmenn. iklu skiptir að auka hag- kvæmni í rekstri opinberra að- ila. „Það á að rækta upp kostnaðar vitund í ríkiskerfmu“, segja sérfræðingar. Það er lagt til að almennt verði dregið úr miðstýr- ingu, t.d. í heilbrigðiskerfinu með því að stofnanirnar verði sjálfstæðar rekstrarein- ingar. Þær starfa samkvæmt áætlunum og gefa ársskýrslur eins og um einkafyrirtæki sé að ræða. „Við þurfum að laða fram kosti einkarekstrar í ríkisrekstri“, segja sömu álitsgjafar. Lögð verði rekstrarleg hag- kvæmnimæling á starfsemi stofnana og starfsmenn njóti (eða gjaldi) þess hvernig stofnanir eru reknar. Það þarf að þróa allt annars konar bókhaldskerfi en nú þekkj- ast og allt aðra meðvitund en þá sem nú þekkist. Um leið og stofnanirnar verða sjálfstæðari verða gerðar meiri kröfur til þeirra. Þegar þær breytingar hafa orðið sem hér hafa að hluta til verið raktar, mun auðvit- að koma til álita að haga samskiptum og viðskiptum okkar við Evrópu með öðrum hætti en hingað til. Það kann vel að vera að íslendingar nái tvíhliða samningum við Evrópubandalagið á þann veg að það sé hagkvæmast að standa utan við banda- lagið og við getum tryggt okkur opnun og frjálsræði með þeim hætti. Eins kann að reynast óhjákvæmilegt að við göngum í Evrópubandalagið. Burtséð frá því hver niðurstaðan verður, komumst við ekki hjá því að gera uppstokkun á okkar hefð- bundnu atvinnuvegum og efnahagslífmu öllu. Framtíðin ræðst af því hvernig til tekst. 0 16 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.