Þjóðlíf - 01.09.1990, Síða 9
Skipulagskerfí sjávarútvegsins er kerfí miðstýringar og einokunar. Flestir skilja slíka einkunnagjöísem ríkisstýringu, en svo er ekki nema að litlu
leyti. Miðstýringin er í höndum svokallaðra hagsmunaaðila.
ur til þess að atvinnustarfsemin sé ábata-
söm, rekstur þjóðarbúsins sé
arðvænlegur. Vöxtur og viðgangur ís-
lenskrar menningar og tungu er sömuleið-
is bundinn því að lífskjör verði bærileg í
landinu. Annars flytur fleira fólk í burtu
og hefur lítið með íslenska menningu og
tungu að gera.
„Astæðan felst í skipulagi hagkerfisins
sem ræðst öðru fremur af stjórnkerfmu og
hugmyndafræði fólksins“,segir Þráinn
Eggertsson. Hugmyndafræði fólksins
virðist miða við að helst engu megi breyta.
Þetta á sérstaklega við um skipulag land-
búnaðar og sjávarútvegs. Pólitíkst lítur
dæmið einnig þannig út, að þingmenn
hinna dreifðu kjördæma hafa ekki kjark til
að ganga á móti voldugum hagsmunaaðil-
um í kjördæmum sínum eða á landvísu.
Voldugu hagsmunahóparnir gefa ofast út
línurnar og alþingi stimplar afraksturinn
frá Fiskiþingi og Búnaðarþingi. Og Versl-
unarráðið lallar á eftir.
Fjölmargir sérfræðingar t.d. við Há-
skóla Islands hafa á síðustu árum hvatt til
uppstokkunar í sjávarútvegi og landbún-
aði. Meðal sérfræðinga ríkir því sem næst
einhugur um það sem þarf að gera til að
auka verulega hagkvæmni í þessum grein-
um. En það er ekki mikið hlustað á þá.
Hugmyndir um uppstokkun og breyt-
ingar eru teknar sem fjandskapur við
stéttir, hópa, landshluta og héröð — af
fyllstu tortryggni. Málið er skoðað út frá
þröngu sjónarhorni hagsmunahópins. Og
á meðan siglir heildin hægt og örugglega
niður á við; hún fer samdráttarleið í stað
hægfara hagvaxtar eins og þau samfélög
gera sem við viljum bera okkur saman við.
„Við verðum að hafa kjark til þess að
horfast í augu við stórstigar breytingar.
Til að auka hagkvæmni og bæta lífskjör
þurfum við að fækka verulega störfum í
landbúnaði og sjávarútvegi. Og þeir sem
verða eftir við þessa atvinnuvegi þurfa að
vinna við önnur störf í framtíðinni; vöru-
þróun, markaðsstarfsemi og þess háttar,
því framleiðslan getur verið margfalt hag-
kvæmari en hún er núna“, segir dr.
Snjólfur Olafsson stærðfræðingur sem
unnið hefur á síðustu árum við Raunvís-
indastofnun Háskóla íslands við að rann-
saka byggðaþróun, sjávarútveg og land-
búnað og hagkvæmni greinanna. Og meg-
inhugsun þeirra sem vilja verulega
Hugmyndir um
uppstokkun og
breytingar eru teknar
sem f jandskapur við
stéttir, hópa, landshluta
og héröð —- af fyllstu
tortryggni. Mólið er
skoðað útfrá þröngu
sjónarhorni
hagsmunahópins.
uppstokkun er einmitt sú að fækka óhag-
kvæmum störfum og fjölga arðbærum.
érfræðingar benda á að almenn
stefnuumræða innan atvinnuveganna
sé lítil sem engin. Jóhann Antonsson við-
skiptafræðingur segir um sjávarútveginn:
„íslenskur sjávarútvegur býr nú við
góðæri. Umræðan í þjóðfélaginu snýst
ekki um afkomutölur þessarar miklvægu
greinar. Það saknar líklega enginn slíkrar
umræðu, hins vegar ber að harma hve al-
menn stefnuumræða fyrir greinina er
ómarkviss og fálmkennd. Hátt afurðaverð
á erlendum mörkuðum er að sjálfsögðu
megin ástæða góðrar stöðu greinarinnar,
en þar kemur fleira til. Efnahagsumhverf-
ið sem atvinnureksturinn býr við hér á
landi er annað og betra en við höfum átt að
venjast í áraraðir. Meira jafnvægi er nú á
sviði efnahagsmála en áður og í raun ótrú-
lega gott miðað við þær stóru syndir for-
tíðarinnar, sem við berum á bakinu.
Verðbólga er nú lítil. Hún er jafnvel
lægri en í flestum nágrannalöndum. Það
sem meira er að engin kollsteypa er í sjón-
máli. Verðbólgan var minnkuð án þess að
hlaða verulega upp stíflu verðlags eins og
svo oft áður er stíflan brást með miklum
krafti þegar létt var af verðlagshömlum.
Nú er í sjónmáli heilt ár með verðbólgu á
bilinu 5%—7%. Hvað gerist síðan í fram-
haldi af því veltur fyrst og fremst á at-
vinnurekstrinum í landinu. Auk þessa
hagstæða umhverfis njóta sjávarútvegs-
fyrirtækin þess að víðtæk fjárhagsleg end-
urskipulagning átti sér stað hjá lífvænleg-
ÞJÓÐLÍF 9