Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 68
VIÐSKIPTI
VÍDEÓLEIKIR SKILA MILLJÖRÐUM
Myndaleikir hafa náö miklum
vinsældum meöal Banda-
ríkjamanna sem láta sér leið-
ast heima. Slík leiktæki eru
nú á um 24 milljóna heimila
þar í landi. Til skamms tíma
litu bandarískir tölvuframleið-
endur á slíka leiki sem tíma-
bundna tísku og einbeittu sér
aö þróun einkatölvunnar,
meðan Japanir sinntu þess-
ari leikjaþörf. Nú ætla banda-
rísku framleiðendurnir að
snúa við blaðinu og veita Jap-
önum verðuga samkeppni á
þessu sviði; þetta séu leikir
hins breiða fjölda og ófært sé
að japanskir framleiðendur
séu með stöðugt þróaðri leiki
í framboði án nokkurs and-
svars. Á þessu ári verða seld-
ir tölvuleikir fyrir yfir 100 millj-
arða króna í Bandaríkjunum
og menn úr bransanum full-
yrða að sífellt fleiri fullorðnir
sitji fyrir framan skjáinn til að
taka þátt í átökum í geimnum
ellegar slá Ólympíumet
—með aðstoð tölvunnar...
(Byggt á Spiegel/óg)
—.
's-..
Myndbandsleikur.
FLOGIÐ MEÐ SANDPOKA
Nýleg sætaskipan í flugvélum
Lufthansa hefur valdið þýsk-
um flugmönnum bæði óþæg-
indum og knúið þá til að því er
virðist kjánalegra ráðstafana.
Sérleg sæti fyrir menn í við-
skiptalífinu („business
Class“) eru fremst í vélunum,
en á mörgum flugleiðum, sér-
staklega um helgar, eru fleiri
venjulegir ferðamenn en fólk
sem ferðast sem viðskipta-
menn með flugvélunum. Þar
sem ferðamennirnir ferðast á
lágum fargjöldum mega þeir
aðeins sitja aftarlega í vélun-
um og vélarnar verða því of
þungar að aftan. Til að jafna
þyngdina verða flugmennirnir
hjá Lufthansa að grípa til ein-
hverra ráðstafana til að
þyngja vélina að framan,
setja meira en þarf í tankana,
eða setja blýplötur eða
sandpoka í fremra farmhólfið.
Þessi aukaflutningur fæst
ekki ókeypis. Lufthansa þarf
t.d. að greiða tæplega þrjú
hundruð krónur fyrir 25 kg
sandpoka...
AFRÍKUMENN ARÐRÆNDIR
Alþjóðabankinn í Washing-
ton hefur nú sannað það
sem löngum hefur verið
haldið fram af ýmsum hug-
myndafræðingum: Afríku-
lönd eru illilega arðrænd af
fyrrverandi nýlenduherrum
sínum í Evrópu. Þessi al-
þjóðlega þróunarstofnun
kemst að þeirri niðurstöðu í
umfangsmikilli og marg-
brotinni rannsókn að fyrr-
verandi nýlendur hafi þurft
að greiða umtalsverðan
viðbótarkostnað á innfluttri
vöru frá árinu 1962. Þetta á
sérstaklega við um vörur úr
járni og stáli frá fyrrverandi
nýlenduveldum: Frakk-
landi, Bretlandi, Belgíu og
Portúgal. Þannig lögðu t.d.
franskir framleiðéndur og
söluaðilar að meðaltali 24%
meira á vörur til kaupenda í
fyrrverandi nýlendum
Frakklands heldur en til
kaupenda annars staðar á
þeim 25 árum sem um ræð-
ir, þ.e. frá 1962 til 1987.
1986 til 1987 nam viðbótar-
kostnaðurinn m.a.s. 66%.
Bretarnir lögðu að meðaltali
um 20% meira á vörurnartil
fyrrverandi nýlenda sinna.
Þannig er lagt út að f
frönsku nýlendunum hafi
um tveir milljarðar dollara
(112 milljarðar króna) tapast
með þessum hætti, en sú
upphæð er hærri en sem
nemur erlendum skuldum
12 Afríkuríkja á árinu 1987.
Ein aðal ástæða þessa, að
mati Alexanders J. Yeats
höfundar rannsóknarinnar,
er sú að eftir sem áður eru
þessi nýlenduríki pólitískt
og efnahagslega háð „móð-
urlöndunum". Yeats vísar
einnig til annarra rann-
sókna sem sýna að fyrrver-
andi nýlendur greiði yfirleitt
að meðaltali mun meira fyrir
innfluttar vörur en önnur
þróunarlönd og þróuð lönd
og að sama skapi fái þessar
þjóðir mun minna fyrir út-
fluttar vörur sínar en aðrar...
(Byggt á Spiegel/óg)
SÍMAKERFI í RÚSTUM
- BÍLASÍMABYLGJA
Símakerfið í Austur-Þýska-
landi er alveg að hruni komið.
Talið er að það taki langan
tíma að koma því í brúklegt
form, þannig að austur-þýskir
geti með eðlilegum hætti haft
samband við landa sína vest-
anmegin. Af þessum
ástæöum hafa seljendur bíla-
síma átt mikla gósentíð í
Austur-Þýskalandi að undan-
förnu og sjá fram á góðar
stundir. Á fyrstu sex mánuð-
um þessa árs jókst sala bíla-
síma um 27% eystra. Á 18
mánuðum tvöfaldaðist not-
endafjöldi bílasíma og eru nú
208 þúsund í sérstöku neti
bílasímanotenda. Þar sem
vestur-þýskir viðskiptamenn í
Austur-Þýskalandi geta ein-
ungis haft samband við aðal-
Bílasími.
stöðvar fyrirtækja sinna með
bílasíma er reiknað með að
bylgjan haldi áfram að rísa. í
júnímánuði seldust 10 þús-
und tæki...
68 ÞJÓÐLÍF