Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 68

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 68
VIÐSKIPTI VÍDEÓLEIKIR SKILA MILLJÖRÐUM Myndaleikir hafa náö miklum vinsældum meöal Banda- ríkjamanna sem láta sér leið- ast heima. Slík leiktæki eru nú á um 24 milljóna heimila þar í landi. Til skamms tíma litu bandarískir tölvuframleið- endur á slíka leiki sem tíma- bundna tísku og einbeittu sér aö þróun einkatölvunnar, meðan Japanir sinntu þess- ari leikjaþörf. Nú ætla banda- rísku framleiðendurnir að snúa við blaðinu og veita Jap- önum verðuga samkeppni á þessu sviði; þetta séu leikir hins breiða fjölda og ófært sé að japanskir framleiðendur séu með stöðugt þróaðri leiki í framboði án nokkurs and- svars. Á þessu ári verða seld- ir tölvuleikir fyrir yfir 100 millj- arða króna í Bandaríkjunum og menn úr bransanum full- yrða að sífellt fleiri fullorðnir sitji fyrir framan skjáinn til að taka þátt í átökum í geimnum ellegar slá Ólympíumet —með aðstoð tölvunnar... (Byggt á Spiegel/óg) —. 's-.. Myndbandsleikur. FLOGIÐ MEÐ SANDPOKA Nýleg sætaskipan í flugvélum Lufthansa hefur valdið þýsk- um flugmönnum bæði óþæg- indum og knúið þá til að því er virðist kjánalegra ráðstafana. Sérleg sæti fyrir menn í við- skiptalífinu („business Class“) eru fremst í vélunum, en á mörgum flugleiðum, sér- staklega um helgar, eru fleiri venjulegir ferðamenn en fólk sem ferðast sem viðskipta- menn með flugvélunum. Þar sem ferðamennirnir ferðast á lágum fargjöldum mega þeir aðeins sitja aftarlega í vélun- um og vélarnar verða því of þungar að aftan. Til að jafna þyngdina verða flugmennirnir hjá Lufthansa að grípa til ein- hverra ráðstafana til að þyngja vélina að framan, setja meira en þarf í tankana, eða setja blýplötur eða sandpoka í fremra farmhólfið. Þessi aukaflutningur fæst ekki ókeypis. Lufthansa þarf t.d. að greiða tæplega þrjú hundruð krónur fyrir 25 kg sandpoka... AFRÍKUMENN ARÐRÆNDIR Alþjóðabankinn í Washing- ton hefur nú sannað það sem löngum hefur verið haldið fram af ýmsum hug- myndafræðingum: Afríku- lönd eru illilega arðrænd af fyrrverandi nýlenduherrum sínum í Evrópu. Þessi al- þjóðlega þróunarstofnun kemst að þeirri niðurstöðu í umfangsmikilli og marg- brotinni rannsókn að fyrr- verandi nýlendur hafi þurft að greiða umtalsverðan viðbótarkostnað á innfluttri vöru frá árinu 1962. Þetta á sérstaklega við um vörur úr járni og stáli frá fyrrverandi nýlenduveldum: Frakk- landi, Bretlandi, Belgíu og Portúgal. Þannig lögðu t.d. franskir framleiðéndur og söluaðilar að meðaltali 24% meira á vörur til kaupenda í fyrrverandi nýlendum Frakklands heldur en til kaupenda annars staðar á þeim 25 árum sem um ræð- ir, þ.e. frá 1962 til 1987. 1986 til 1987 nam viðbótar- kostnaðurinn m.a.s. 66%. Bretarnir lögðu að meðaltali um 20% meira á vörurnartil fyrrverandi nýlenda sinna. Þannig er lagt út að f frönsku nýlendunum hafi um tveir milljarðar dollara (112 milljarðar króna) tapast með þessum hætti, en sú upphæð er hærri en sem nemur erlendum skuldum 12 Afríkuríkja á árinu 1987. Ein aðal ástæða þessa, að mati Alexanders J. Yeats höfundar rannsóknarinnar, er sú að eftir sem áður eru þessi nýlenduríki pólitískt og efnahagslega háð „móð- urlöndunum". Yeats vísar einnig til annarra rann- sókna sem sýna að fyrrver- andi nýlendur greiði yfirleitt að meðaltali mun meira fyrir innfluttar vörur en önnur þróunarlönd og þróuð lönd og að sama skapi fái þessar þjóðir mun minna fyrir út- fluttar vörur sínar en aðrar... (Byggt á Spiegel/óg) SÍMAKERFI í RÚSTUM - BÍLASÍMABYLGJA Símakerfið í Austur-Þýska- landi er alveg að hruni komið. Talið er að það taki langan tíma að koma því í brúklegt form, þannig að austur-þýskir geti með eðlilegum hætti haft samband við landa sína vest- anmegin. Af þessum ástæöum hafa seljendur bíla- síma átt mikla gósentíð í Austur-Þýskalandi að undan- förnu og sjá fram á góðar stundir. Á fyrstu sex mánuð- um þessa árs jókst sala bíla- síma um 27% eystra. Á 18 mánuðum tvöfaldaðist not- endafjöldi bílasíma og eru nú 208 þúsund í sérstöku neti bílasímanotenda. Þar sem vestur-þýskir viðskiptamenn í Austur-Þýskalandi geta ein- ungis haft samband við aðal- Bílasími. stöðvar fyrirtækja sinna með bílasíma er reiknað með að bylgjan haldi áfram að rísa. í júnímánuði seldust 10 þús- und tæki... 68 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.