Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 23

Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 23
BANDARIKJAMENN BRUTU BANNIÐ Skýrsla um að bandarísk skip búin kjarnavopnum hafi hvað eftir annað komið í sœnskar hafnir vekur mikla athygli GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR Bandarískir Grænfriðungar sendu á dög- unum frá sér skýrslu, þar sem því er haldið fram að á síðastliðnum 30 árum hafi bandarísk herskip, vopnuð kjarna- vopnum, lagst rúmlega þrjátíu sinnum í sænska höfn. Og síðan 1983 er Olof Palme fyrrum forsætisráðherra Svía lýsti því yfir opinberlega að farartæki sem hefðu meðferðis kjarnavopn fengju ekki að koma inn fyrir sænska landhelgi hafí bandarísk herskip sex sinnum brotið gegn þessu. Skýrslan, sem byggir á upplýsingum unnum úr leiðarbókum skipanna, árs- skýrslum og leiðarvísum bandaríska flot- ans, segir það ljóst að bandarísk hernaðar- yfirvöld brjóti meðvitað sænsk lög sem banna skipum búnum kjarnavopnum að sigla um sænska landhelgi. Umhverfisverndarmenn hafa lengi krafist herts eftirlits með herskipum sem leggjast í sænska höfn. Þeir hafa krafist þess að skipunum verði bannað að koma inn í sænska landhelgi, nema viðkomandi skipstjóri leggi fram sönnun um að skipin séu ekki búin kjarnavopnum. Ríkisstjórn- in hefur látið það nægja að færa viðkom- andi skipstjórum skriflegar upplýsingar um að samkvæmt sænskum lögum séu kjarnavopn bönnuð í sænskri landhelgi og hún hefur valið að treysta því að erlend ríki brjóti ekki í bága við sænsk lög. Utanríkisráðherra Svía Sten Ander- son, hefur haldið því fram að ekki sé hægt að sanna að kjarnavopn séu um borð í erlendum herskipum sem koma í sænska höfn, jafnvel þótt grunur leiki þar á. Grænfriðungar eru hins vegar annarrar skoðunar og halda því fram að með ákveð- inni mælitækni sé hægt að ganga úr skugga um tilvist kjarnavopna um borð í skipum. Það sé einnig hægt með því að skoða áhafnarlista skipanna, því að í skip- um búnum kjarnavopnum séu ávallt sér- fræðingar á því sviði. Þá segja Grænfrið- ungar að ofannefnd skýrsla sýni að banda- rísk herskip losi sig aldrei við kjarnorkuflugskeyti áður en þau leggjast að erlendum höfnum enda hafi bandaríski flotinn engar birgðageymslur fyrir kjarn- orkueldflaugar í Evrópu. Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur lýst því yfir að hún líti skýrsluna alvarlegum augum og muni kanna hvað hæft sé í staðhæfingum Grænfriðunga. Ráðuneytisstjóri sænska utanríkisráðuneytisins, Pierre Schori, undirstrikar þó að það sé ekki hægt að krefja bandarísk herskip skýlausra svara um hvort þau hafi meðferðis kjarnavopn eður ei. Leifar kaldastríðsins geri það að verkum að slíkt sé í engu tilliti gefið upp. Hann gangi þó út frá því sem vísu að Bandaríkin, sem og aðrar þjóðir, virði sænsk lög og þar með bann gegn kjarna- vopnum í sænskri landhelgi. Pierre Schori segir einnig að skýrsla Grænfriðunganna sanni ekkert, hún gefi aðeins vísbending- ar. Slíkt sé ekki nægilegt tii þess að móta utanríkisstefnu Svíþjóðar. Þau sem unnu skýrsluna voru Daninn Hans Kristensen og Bandaríkjamennirn- ir William Arkin og Joshua Handler. í viðtali við dagblaðið Dagens Nyheter seg- ir Hans Kristensen að það hafi komið þeim þremenningum mjög á óvart hve greiðan aðgang þau hafi haft að skýrslum bandarískum hersins. Það hafi verið tekið á móti þeim með velvild og hjálpsemi, þrátt fyrir að tilgangur rannsókna þeirra hafi verið að sýna fram á að bandarísk hernaðaryfirvöld brytu meðvitað gegn sænskri löggjöf. () Gamlir þingmenn Ungir jafnaðarmenn í Svíþjóð hafa kraf- ist þess að yngt verði upp í þingliði flokksins. Ungliðarnir kröfðust þessa á fundi í Kalmarléni, en í því kjördæmi eru allir þingmenn jafnaðarmanna eldri en 60 ára og hafa setið á þingi í 16 til 33 ár. Meðal- aldur þingmanna Jafnaðarmannaflokks- ins í Svíþjóð er 63 ár. Þótt nauðsynlegt sé að hafa reynda menn á þingi þá er endur- nýjun ekki síður nauðsynleg, segja unglið- arnir, en þingkosningar verða í landinu að ári. Jafnaðarmenn eru nú einir í ríkis- stjórn. Vinstri flokkurinn sem áður hét „Vinstri flokkurinn — kommúnistarnir", VPK, ver stjórnina falli, en hún hefur einnig átt samvinnu við borgaraflokkana um framgang ýmissa mála á þingi... Nítján karlar ráða ferðinni Það hefur vakið athygli í Svíþjóð að nítj- án karlar sitja í stjórnum þeirra fyrir- tækja sem hafa yfir að ráða tveimur þriðju hlutum af almennu hlutafé í land- inu. Hver og einn af þessum nítján hefur á hendi sex til tólf stjórnarembætti. Iðnastir á þessu sviði eru Hans Cavalli-Björkman fyrrum forstjóri S-E bankans í Malmö og aðalforystumaður knattspyrnumála þar í borg, og Peter Wallenberg, sem meðal annars er stjórnarformaður í Atlas Copo og Stora. Peter er frændi Raouls Wallen- berg, þess er hvarf eftir að Rauði herinn læsti í hann klónum undir lok síðari heimsstyrjaldar. Hlutur kvenna er sem fyrr lítill á þessu sviði. Af þeim 1.083 stjórnarfulltrúum í 233 fyrirtækjum sem skráð eru í Kaup- höllinni í Stokkhólmi, eru aðeins 26 konur eða 2.4% af stjórnarfulltrúum. ÞJÓÐLÍF 23

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.